Prairie Series:
July 8-14, 2018
Dagur 4, Sioux City, IA,
11.júlí 2018
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/
Það var frábært að eiga frí í 2 daga. Við keyrðum til South Sioux City, gistum Nebraska megin.
Klukkan var stillt á 2:30... það var stutt á startið og niðdimmt. Ég sá eftir sólina í síðasta hlaupi að ég myndi vera með 5 cm breiða hvíta rönd eftir hlaupaúrið svo ég festi það á teygju í mittinu... sem varð til þess að það mældi ekki alveg rétt, hefur dottið út einstaka sinnum.
Ræst kl 4:30 í 80°/26°c og miklum raka. Það birti og hitnaði fljótt og ljósaskilti sögðu 96°/36°c og öruggt að götuhitinn var hærri síðustu klst... Við hlupum í garði við á og að hluta til á grasi.
Ég var með sterka sólarvörn en fann fyrir bruna, spreyjuð 3x með moskitó-fælu í hlaupinu en var samt bitin í tætlur... svo eru nuddsár allan hringinn... OG ÉG BORGAÐI FYRIR ÞETTA... Ég er ekta Maniac...
Þetta maraþon er nr 231
Garmin datt út í mælingunni á vegalengdinni en tíminn var 8:00:31
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 17.7.2018 | 00:48 (breytt 18.7.2018 kl. 08:34) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.