Hreyfing í desember 2017

Stelpuferðin til Florida heppnaðist frábærlega vel. Hlaupið þar var síðasta maraþonið í 5 ára seríu þar sem hvert ár var tileinkað einni eldflaug. Tveir aukapeningar voru í boði, annar þeirra fyrir að hlaupa 3 af þessum 5 og hinn fyrir að hlaupa öll. Nú á ég alla seríuna.
Á næsta ári byrjar ný sería með nýjum peningum. Ég hef ekki ákveðið hvort ég ætla í næstu seríu. 

í desember var færðin leiðinleg og ég vildi því ekki taka neina áhættu... ég á tvær ferðir í janúar og vil ekki detta í hálku. Ég fékk því að hlaupa á bretti hjá Völu í Sjúkraþjálfaranum. Það var ótrúlega leiðinlegt fyrst en það venst.

 1.des... 1200 m skriðsund
 4.des... 6 km skokk kringum Ástjörn + 16,7 km hjól m/Völu
 7.des... 7,5 km skokk á bretti
 8.des... 1200 m skrið
11.des... 6 km á bretti
13.des... fór á brettið, tognaði ??? gekk 4 km
15.des... 1200 m skrið
18.des... 6 km á bretti MJÖG hægt, var aum í h/kálfa
20.des... 6,3 km á bretti... aðeins hraðar
22.des... 1200 m skrið
27.des... 7 km á bretti... bætti við hraðann 
29.des... 1200 m skrið
30.des... 7,7 km á bretti, jók hraðann og fóturinn góður :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband