Space Coast Marathon 29.11.2015

Space Coast Marathon, Cocoa Village FL 
29.nóv 2015
http://www.spacecoastmarathon.com

20151129_051543Hin árlega systraferð til Florida innifelur Space Coast Marathon. Við keyrðum til Cocoa Beach í gær og sóttum númerin í Expo-ið... á Radison SAS, keyptum morgunmat, fengum okkur að borða og græjuðum okkur fyrir hlaupið á morgun.

Klukkan var stillt á 3 am en við vorum eiginlega vaknaðar áður... Eftir að hafa græjað okkur, borðað morgunmat og fengið nesti á hótelinu fórum við í rútuna. Hún beið fyrir utan Best Western. 

Við vorum allar skráðar í heilt maraþon sem var ræst 6:30... en ætluðum allar hálft... ég er eiginlega búin að vera hundveik, að kafna úr hósta og hef hreinlega enga heilsu fyrir heilt.

20151129_104241Veðrið var hrikalega gott, við byrjuðum í myrkri og aðeins svala en svo hitnaði og var komið yfir 30 stig áður en það hálfa var búið. Ég reyndi að hanga í einhverjum hóp en sleppti honum rétt fyrir mílu 10 þegar ég hitti Eddu og við skröltum saman í mark.

Ég var bara virkilega sátt við að fara bara hálft marathon...sem er nr 38.
Miðað við mottuna og flaggið þar sem hálft-maraþon var markað, þá sagði Garmin að tíminn væri 3:02:01 og vegalengdina 13,3 mílur... en þá var smá spotti í markið sjálft.

Ég fékk flottan aukapening fyrir að taka þátt í þessari seríu 3ja árið í röð.

Við fórum svo á ströndina :) það var yndislegt :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband