Ég var mætt snemma, enda vissi ég ekkert hvar hlaupið var eða aðstæðurnar í kringum það, svo sem bílastæðamál. Ég var þess vegna ekki í vandræðum með stæði. Það var spáð rigningu í dag en það hékk þurrt þangað ég kom í mark, þá fór að dropa og svo kom demban þegar ég var komin í bílinn.
ALLIR voru að ræða gærdaginn... fólkið sem stóð við hliðina á mér sagðist vera frá Mississippi og vant loftraka en það hefði verið mjög slæmt í gær, erfitt að anda. Óvenju margir ofreyndu sig, vatn og pappamál voru uppurin og læknateymið annaði ekki að aðstoða... Kannski gerði það útslagið að maraþonið var stoppað að einn maður í hálfa maraþoninu dó á leiðinni.
Áður en 5 km voru ræstir var andataks þögn vegna mannsins sem dó í hlaupinu í gær. Hlaupið var ræst kl 1 eh. Mér tókst að skokka þessa 5 km á 34:54 mín og er ég nokkuð ánægð með það.
Verðlaunapeningurinn er rosalega flottur og ég fékk auka-"bling" (verðlaunapening) fyrir að hlaupa báða dagana.
Flokkur: Íþróttir | 9.11.2015 | 00:23 (breytt 4.12.2015 kl. 21:38) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.