Rock N Roll Savannah GA, 7.nóv 2015

Rock n Roll Savanna GA 
7.nóv 2015
http://www.runrocknroll.com/savannah/

Ég sótti gögnin í gær og þar biðu mín 3 flottir RNR verðlaunapeningar... en þetta er fimmta Rock N Rollið mitt á árinu. Ég lenti í rosalegri hitabylgju hérna, það man enginn eftir svona hita á þessum tíma... og áframhaldandi hita var spáð.  

Klukkan var stillt á 3 am... enda er breytt snið á málunum, engar skuttlur milli staða og ég verð að leggja bílnum einhversstaðar á milli starts og marks. Ég lagði í bílastæðahúsi á Liberty, um km frá marki og starti.

Hlaupið var ræst 30 mín of seint út af einhverjum vandræðum á hlaupaleiðinni... hitamollan var rosaleg, rakinn í loftinu svo mikill að það draup úr derinu. Ég fann fyrir fætinum allan tímann, leiðin var ágæt, engar stórar brekkur... það var óvenju mikið um sírenuvæl og ég hef aldrei séð eins marga liggja í aðhlynningu til hliðar á leiðinni... Eitthvað hafa vatnsbirgðirnar og pappaglösin klikkað, því á einni drykkjarstöðinni urðum við að drekka úr lófunum því glösin voru búin.

Þegar ég og hundruðir annarra hlaupara komum að skiptingu leiðar heils og hálfs maraþons var búið að loka leiðinni fyrir það heila og öllum tilkynnt að heila maraþonið hefði verið stoppað vegna hita... og við þyrftum að láta okkur nægja hálft maraþon... Maður varð bara að hlýða en margir brjálaðir yfir þessu... ég fór að taka fleiri myndir, var auðvitað mjög svekkt en reyndi að njóta restarinnar... og sólbrann þrátt fyrir sólarvörn 45

Þetta maraþon varð að hálfu maraþoni nr 37...
vegalengdin mældist 13,47 mílur... og tíminn 3:12:42...

Hlaupið er til heiðurs einkasyninum sem er 32 ára í dag :)

Ég fékk 2 aukapeninga í markinu, annan fyrir fimmta RNR-ið og hinn fyrir aðra seríu sem heitir Southern Charm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband