The Appalachian Series Day 7, Guntersville Alabama
17.okt 2015
http://mainlymarathons.dreamhosters.com/series-3/appalachian-series
Þegar ég keyrði frá Dalton til Guntersville keyrði ég yfir í annað tímabelti... og það olli mér smá vandræðum... Síminn skipti ekki um tímabelti og hótelið bauð ekki upp á wake-up-call... Bíðarinn heima stóð sig og hringdi til að vekja mig...
Ég svaf ekkert sérstaklega vel en hvíldist ágætlega. Èg tékkaði mig út um 6am. Hlaupið var ræst 6:30... og það var skítkalt í upphafi.
Brautin var meðfram stóru vatni, falleg og hæfilega langir "hringir" við fórum 12x fram og til baka.
Eftir 2 hringi var ég komin úr jakkanum og sólin bakaði. Ég er ekki í formi fyrir EITT maraþon hvað þá TVÖ... svo ég gekk mikið enda enginn á ógurlegri hraðferð.
Þetta maraþon er nr 195. Garmurinn mældi það 27,1 mílur og tímann 7:20:58... 4 eftir í öðrum hring.
Þetta maraþon var hlaupið til heiðurs Lovísu sem er 30 ára í dag.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 18.10.2015 | 03:05 (breytt 19.10.2015 kl. 14:55) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.