Louisiana Marathon Baton Rouge, LA USA
18.1.2015
http://www.thelouisianamarathon.com
Við fórum snemma að sofa í gær, og klukkan var stillt á 4 am. Ég svaf ágætlega. Allt gekk sinn vanalega gang og við lögðum snemma af stað til að ná bílastæði á góðum stað. Lúlli fór með og beið allan tímann eftir mér. Þess vegna skipti máli að fá stæði nálægt. Við vorum ljón-heppin þar... náðum stæði nokkrum skrefum frá starti og marki.
Ég náði Maniac-a myndatökunni kl 6:30. Hlaupið var síðan ræst kl 7 am. Ég vissi að þeir væru með hörð 7-tíma-takmörk... Þá verður markinu lokað.
Það var kalt í upphafi en hitnaði þegar á leið. Mér leið ágætlega fyrstu 9 mílurnar en þá gerðist eitthvað í hásin á vinstra fæti og ég haltraði eiginlega afganginn í mark... Við vorum tvær sem renndum okkur í markið á síðustu stundu og því var lokað á eftir okkur, hin var að drepast í hnénu.
Þjónustan og gæslan á leiðinni var til fyrirmyndar... Ekkert sem klikkaði og þeir pössuðu að hafa sömu þjónustu fyrir þann fyrsta og þann síðasta.
Þetta maraþon er nr 183.
Garmurinn mældi tímann 6:58:13 og vegalengdina 26,68 mílur.
Nú þegar Louisiana er búið eru 12 fylki eftir.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 19.1.2015 | 01:08 (breytt 21.1.2015 kl. 19:36) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.