Operation JACK Marathon 26.12.2013

Train 4 Autism Operation Jack Marathon
& Half Marathon Los Angeles, CA USA  26. des 2013
http://operationjack.org/marathon

Operation Jack Marathon 26.12.2013

Við gistum hjá Jonnu í Santa Barbara. Gögnin fyrir þetta litla hlaup voru afhent kl 6 am en fyrra start var kl 6:45. Klukkan var stillt á 3 am og við vorum lögð af stað rétt fyrir kl 4...
Við vorum 2 klst að keyra niður á Dockweiler State Beach, Los Angeles, CA 

Operation Jack Marathon 26.12.2013

Ég var nr 115 og fór auðvitað af stað í fyrra starti... ég get ekki sagt að ég hafi æft síðan í október... það kallast ekki æfingar að fara út sjaldnar en 1x í viku. 

Operation Jack Marathon 26.12.2013 035

Með alla mína maraþon reynslu gerði ég samt stór mistök... Ég hljóp í nýrri tegund af skóm. Ég hef hlaupið í nýjum skóm og ekkert mál... Um daginn keypti ég mér nýja skó, fann ekki Nike með innanfótar styrkingu og keypti því Asics... Botninn á þeim er allt of þunnur fyrir tábergssigið mitt. Ég var ekki komin 10 km þegar ég var orðin svo aum að ég var farin að skekkja mig alla til að forðast sársauka.

Við það að skekkja sig allan þá misnotar maður alla aðra vöðva og þá er ekki langt í sinadrætti. Veðrið var dásamlegt, við byrjuðum í 15°c og hlupum meðfram ströndinni, öll leiðin var á steinsteyptum strandstíg í tvöfaldri breidd fyrir hjól.

Operation Jack Marathon 26.12.2013 060

Þegar leið á hlaupið var hitinn kominn yfir 30°c og ég alveg hætt að reyna að hlaupa... þetta maraþon var mér mjög erfitt og ég hef heitið því að fara ekki svona æfingalaus í maraþon aftur.

Þegar ég átti 4 mílur eftir fór ég framhjá markinu í síðasta sinn og var þá sagt að þeir ætluðu að stoppa hlaupið vegna hita (fáar drykkjarstöðvar), svo ég fór yfir mottuna, skilaði flögunni og fékk pening... en hélt svo áfram á eigin ábyrgð til að klára maraþonið. 

Þetta maraþon, sem var hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins Tinnu Sól og farið til heiðurs syninum... er nr 169
Garmin mældi vegalengdina 26,2 mílur eða 42,2 km og tímann 7:19:07 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband