http://mainlymarathons.com/center_series
Síðasta maraþonið í þessari seríu. Öll hlaupin hafa verið nálægt litlum bæjum þar sem var aðeins lámarks þjónusta. Við vorum í menningu og verslunum í gær í Rapit City og nutum okkar :) en hér í Chadron er fátt um fína drætti.
Ég og önnur kona gátum grátið út í gær að fá morgunmatinn kl 5 í morgun og þess vegna var klukkan stillt á 4:30.
Ég svaf ágætlega eftir búðar-maraþonið í gær. Tærnar voru teipaðar og reynt að búa um blöðruna á hælnum. Morgunmaturinn var fjörlegur, maður fékk að heyra hverjir slepptu gærdeginum og hverjir hættu í miðju hlaupi.
Hlaupið var ræst kl 6:30 eins og öll hin... nú í Chadron State Park. Við höfum hlaupið fram og til baka til þessa en nú fengum við hring (12 hringi)... hluti leiðarinnar var trail en svo komu 4 brekkur :/
Þegar hlaupið var ræst skakk-lappaðist liðið af stað, margir sárir en nokkrir ferskir því það var hægt að skrá sig á staðnum. Það var kalt í upphafi um 2°c en fljótlega hlýnaði og hitinn fór í 25°c
Ég hafði voðalega litla lyst, borðaði vatnsmelónur á drykkjarstöðinni og tók með mér snakk til að fá salt... svo drakk ég kók og bruddi klaka. Við gengum mörg saman og sumir fóru öfugan hring til að mæta fólki. Ég sá einhverja heltast úr og hélt um tíma að ég fengi "The Caboose" sem er síðasti lestarvagninn, en það var einhver á eftir mér. Lúlli lauk þessu síðasta maraþoni með mér.
Þetta maraþon var nr 165
Garmin mældi tímann rúma 8 tíma og vegalengdina 42,66 km
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 21.9.2013 | 01:58 (breytt 22.9.2013 kl. 01:29) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.