Ég hef sjaldan verið eins eftir mig og nú eftir Reykjavíkurmaraþon. Fyrir nokkru var ég að grafa í hlaupaskó-hrúgunni minni og fann innanfótarstyrkta létta skó og hljóp í þeim fram að Reykjavík...
Ég vissi að þeir væru of þunnbotna til að ég kæmist Ó-sárfætt í þeim gegnum maraþonið og valdi því að skó sem ég hleyp maraþonin venjulega í þ.e. utanvega NIKE. Þyngdin á skónum hafði áhrif á lærvöðvana, lyftuvöðvana framan á lærunum. Ég var virkilega aum daginn eftir... en það lagaðist þegar ég fór að hjóla aftur.
27. ág hjólaði ég í hífandi roki 16,7 km
30. ág hjólaði ég í hífandi roki og grenjandi rigningu 17,6 km
2.sept. byrjaði ég aftur að hlaupa, ætlaði að hitta Völu en varð að svíkja hana og hlaupa fyrr. Ég hljóp 6 km upp Krísuvíkurveginn og snéri þar við. Það var hífandi rok en ótrúlega oft á leiðinni var ég stödd á kafla, í grennd eða á stöku stað - því ég var ansi oft í beljandi rigningu... og ótrúlega fegin þegar ég kom heim aftur.
Flokkur: Íþróttir | 2.9.2013 | 16:29 (breytt kl. 16:29) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.