Hreyfing síðustu daga ;)

20.júní notaði ég tækifærið þegar maðurinn þurfti að mæta í Kópavogi að vera samferða honum og hlaupa heim frá Hringtorgsbrúnni... ég hljóp inn í gamla 20 km-hringinn minn, hljóp niður að Arnarnesi og meðfram Sjálandinu að Álftanesvegi og inn í Hrafnistuhringinn og heim... þetta var góð tilbreyting en var aðeins 11,5 km langt.

23.júní gekk ég á Esjuna með stóru systur (Berghildi), yngstu dóttur (Lovísu) og 4 barnabörnum (Bryndís Líf, Ísak Lúther, Adam Dagur og Gabríel Natan)...  

24.júní hjóluðum við Vala upp í Kaldársel, gegnum á Helgafell og hjóluðum til baka... fyrir mig var hjólatúrinn 19,1 km og Helgafellið var 5 km.

25.júní hjólaði ég í Grafarvoginn, sótti Matthías í leikskólann og eftir að hafa borðað kjúklingasúpu hjá Lovísu, hjólaði ég til baka... það gerði 42,3 km 

26.júní var ógeðslega leiðinlegt veður fyrir hádegi, svo ég fór í þrif... og þegar þau voru afstaðið var komið ágætis veður svo ég fór út í hlaupaskónum, hljóp upp Krísuvíkurveginn... 12,3 km.

Síðustu dagar hafa því ekki verið hreyfingarlausir þó bloggið hafi ekki hreyfst úr stað ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband