Day after the End of the World Marathon 22.12.2012

Day after the End of the World Marathon
Humble, TX USA  22.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/afterworld.html

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 391

Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín í dag... sama leið og í gær, 4x fram og til baka með krókaleiðum kringum vatnið... Við vöknuðum á sama tíma (kl 5) og fórum á svipuðum tíma af stað um kl 7.

Ég var með tvennan hlaupagalla til að hlaupa í þessa helgi - nema skó.. þeir voru þeir sömu og í gær. Ég hef 4x áður hlaupið 2 maraþon á einni helgi en alltaf verið með tvenna skó.
The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 394Ég var ekki einu sinni með NIKE trail skó sem ég hleyp venjulega í allt árið því ég er með slæmt tábergssig og þarf loftpúða undir tábergið. 

Hlaupið var ræst kl 8 eftir myndatöku hjá Marathon Maniacs og þjóðsöngnum - sem ég kann orðið betur og heyri oftar en þann íslenska.

Fyrst var ég nokkuð brött en síðan varð ég ofboðslega fótsár á hægra táberginu, en það kom ekkert annað til greina en að klára. Veðrið var frábært og lá við að ég sólbrynni á höndunum.
Pizza í miðju maraþoni - The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 397Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum út af sárunum á hægra fæti - glerhart og ójafnt undirlagið hefði getað verið fjötur um fót þegar maður er þreyttur í ofanálag. 

Ég var ein alla leiðina núna - hljóp með Róberti ,,vinkonu" í gær ;D... Hann sagði að Carol Maniac kallaði sig ,,girl friend" af því að hann talaði svo mikið.

The Day After the End of the World Marathon 22.12.2012 401Margir sem hlupu í gær hlupu aftur í dag, því að er rosalega flottur peningur auka fyrir það. Þessi peningur er minni en hefur báðar hliðar stóru peninganna.

Ég var orðin gersamlega uppgefin á táberginu þegar ég kom í mark og komin með upp í kok af Gatorate. Ég fékk mér pizzu sneið og síðan fórum við á hótelið.

Þetta maraþon er nr 151
Garmin mældi það 27,11 mílur... 
og tímann skelfilega langan... 7:10:04      :/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942

Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn: 7:10:02

Day after the End of the World Marathon

12/22/12 SVAVARSDOTTIR, BRYNDIS (F56) 7:10:16 192 73 7:10:02

Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.1.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband