Day after the End of the World Marathon
Humble, TX USA 22.des. 2012
http://www.50statesmarathonclub.com/afterworld.html
Ég vissi nákvæmlega hvað beið mín í dag... sama leið og í gær, 4x fram og til baka með krókaleiðum kringum vatnið... Við vöknuðum á sama tíma (kl 5) og fórum á svipuðum tíma af stað um kl 7.
Ég var með tvennan hlaupagalla til að hlaupa í þessa helgi - nema skó.. þeir voru þeir sömu og í gær. Ég hef 4x áður hlaupið 2 maraþon á einni helgi en alltaf verið með tvenna skó.
Ég var ekki einu sinni með NIKE trail skó sem ég hleyp venjulega í allt árið því ég er með slæmt tábergssig og þarf loftpúða undir tábergið.
Hlaupið var ræst kl 8 eftir myndatöku hjá Marathon Maniacs og þjóðsöngnum - sem ég kann orðið betur og heyri oftar en þann íslenska.
Fyrst var ég nokkuð brött en síðan varð ég ofboðslega fótsár á hægra táberginu, en það kom ekkert annað til greina en að klára. Veðrið var frábært og lá við að ég sólbrynni á höndunum.
Ég þorði ekki annað en að hlaupa í síðum buxum út af sárunum á hægra fæti - glerhart og ójafnt undirlagið hefði getað verið fjötur um fót þegar maður er þreyttur í ofanálag.
Ég var ein alla leiðina núna - hljóp með Róberti ,,vinkonu" í gær ;D... Hann sagði að Carol Maniac kallaði sig ,,girl friend" af því að hann talaði svo mikið.
Margir sem hlupu í gær hlupu aftur í dag, því að er rosalega flottur peningur auka fyrir það. Þessi peningur er minni en hefur báðar hliðar stóru peninganna.
Ég var orðin gersamlega uppgefin á táberginu þegar ég kom í mark og komin með upp í kok af Gatorate. Ég fékk mér pizzu sneið og síðan fórum við á hótelið.
Þetta maraþon er nr 151
Garmin mældi það 27,11 mílur...
og tímann skelfilega langan... 7:10:04 :/
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, MARAÞON | 23.12.2012 | 01:08 (breytt 29.12.2012 kl. 22:37) | Facebook
Athugasemdir
Samkvæmt úrslitum hlaupsins er flögutíminn: 7:10:02
Day after the End of the World Marathon
12/22/12 SVAVARSDOTTIR, BRYNDIS (F56) 7:10:16 192 73 7:10:02
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 4.1.2013 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.