Dodge Rock 'n' Roll Marathon & Half Marathon, Marathon Relay, San Diego, CA USA, 3.júní 2012
http://san-diego.competitor.com
Ég fór snemma að sofa, en það var laugardagskvöld og ég vaknaði við læti á hótelinu. Gat sem betur fer sofnað aftur því klukkan hringdi kl 2:30... Ég vildi vera viss um að fá bílastæði við Sports Arena sem var aðal bílastæðið en ekki einhversstaðar úti í buskanum.
Ég var komin þangað rúmlega 4:00 og beið í hálftíma í bílnum áður en ég fór í rútuna. Ef ég hefði haft vekjaraklukku þá hefði ég sofnað smá stund. Ég tékka ekki inn dót nema ég sé ein, það hefði verið of kalt að bíða jakkalaus frá 5 til 7:30...
Maniac myndatakan tókst vel, ég fæ myndirnar á facebook og email... sniðugt :) Við hittumst á kirkjutröppum við minn corrall (25) kl 6 am.
Við vorum ekki mörg, Maniac-arnir eru farnir að forðast R´N´R maraþonin. Þau eru dýr og reynt að selja allt, VIP-klósett, bílastæði, skuttlur og fl. Svo eru þau orðin svo stór að skipulagning fer oftar úr böndunum, seinkun á starti, menn villast og fl.
Fyrsta ræsing var 6:10... hjólastólar en frá 6:15 var ræst með 5 mín millibili hver corrall... og ég í nr 25... Ég get ekki annað en verið sátt að hafa komist í gegnum þetta - æfingalaus með öllu - Hitinn var nokkur en ekki óbærilegur því það var skýjað, en rakinn var mikill, á tíundu mílu var ekki þurr þráður á mér en það þornaði á síðustu mílunum við sjávarsíðuna.
Þetta maraþon er nr. 144
Garmurinn mældi tímann 5:41:?? en vegalengdina alltof stutta því það datt svo oft úr gervihnattasambandi. (Gleymdi úrinu útí bíl)
Við keyrðum strax eftir hlaupið til Las Vegas... um 350 mílur og var ég alveg komin í eina krumpu eftir ferðina. Við verðum hér í 3 daga.
Palace Station, Hotel and Casino
2411 W.Sahara Ave, Las Vegas, NV 89102
PalaceStation.com
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON | 4.6.2012 | 05:10 (breytt 6.6.2012 kl. 04:34) | Facebook
Athugasemdir
Maraþonið er búið að birta úrslit, þ.e. nettíma ???
Svavarsdottir, Bryndis (F) 6049 2675 5:46:44
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 5.6.2012 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.