6.jan föstudagur
Við borðuðum morgunmat á IHOP, svona til tilbreytingar
Svo var bara að dingla sér aðeins áður en við Lúlli fórum að sækja gögnin í Disney
Það var meiri steypan, svona er að lesa ekki leiðbeiningarnar áður en maður fer af stað... ég mundi bara að ég átti að fara út á exiti 67 í Epcot
við keyrðum um, lentum á mark-svæðinu sem sumir starfsmenn héldu að væri start-svæðið
. það virtist enginn vita neitt
en svo var það í ESPN World Wide Sports
auðvitað.
Loksins voru gögnin komin, "Guffi" kominn í hús 3 bolir. Við fengum okkur Burger King og fórum á hótelið ég tók saman hlaupadótið, stillti klukkuna á 2:45 og fór að hvíla mig.
Þetta verður fyrsta hlaupið mitt sem lang-amma
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON | 9.1.2012 | 00:58 (breytt 11.1.2012 kl. 15:24) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.