Nationwide Better Health
Columbus Marathon
& Half Marathon, Columbus,
Ohio USA 17.okt 2010
http://www.columbusmarathon.com/
Við keyrðum frá Indianapolis strax eftir maraþonið þar og vorum komin kl 5:30 að sækja gögnin fyrir næsta maraþon. Síðan var bara að koma sér á hótelið, draga allt dótið inn og setja upp nýtt heimili í 2 daga, fara í sturtu og gera allt klárt fyrir Columbus marathon.
Klukkan var stillt á 4:45... við vorum vöknuð áður, ég get ekki kvartað yfir því að vera þreytt, nú var allt gert með hraði. Columbus marathon er 15 þús manna hlaup og ekki sniðugt að koma seint, lenda í bílaröð og fullum bílastæðahúsum. Við vorum komin á staðinn 5:15, fengum gott bílastæði nálægt startinu og hlaupið var ræst kl 7:30
Það var kalt í morgunsárið og gott að geta rétt Bíðara nr 1 jakkann á síðustu stundu. Allt gekk vel fyrstu mílurnar svo tók þreytan að síga á.
Hitastigið var um 25°c eins og í hlaupinu í gær. Ég var með orkugel sem ég tók á 4 mílna fresti og var alveg komin með ógeð í lokin bæði fyrir gelinu og Gatorade.
Aldrei þessu vant var hlaupið hringur sem er miklu skemmtilegra... ég var samt komin með nóg og gekk að mestu síðustu 3 mílurnar... en maður verður að koma hlaupandi í markið.
Garmurinn ákvað að vera fullur í hlaupinu og hætti að mæla rétta vegalengd en mældi tímann. Eitthvað klikkaði að stoppa klukkuna á réttum tíma en ég giska á að ég hafi verið 5:45
Þetta maraþon er nr. 125
Ohio er 49. fylkið mitt... EITT EFTIR
Þetta maraþon er hlaupið til heiðurs yngstu dótturinni Lovísu sem er 25 ára í dag. Til hamingju dúllan mín.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ferðalög, MARAÞON, Stjórnmál og samfélag | 17.10.2010 | 18:59 (breytt 18.10.2010 kl. 00:55) | Facebook
Athugasemdir
Enn og aftur "Til hamingju" með bæði hlaupin eða réttara sagt öll þrjú hlaupin. Það verður örugglega gott að hvíla sig þegar heim er komið.
Kveðja,
Þóra Hrönn
þóra Hrönn Njálsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 20:11
Takk kærlega Þóra Hrönn, það verður vikuhvíld :)
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.10.2010 kl. 00:25
Til lukku med drjúga marathon-helgi, og nú komin með 125 maraþonhlaup. Má ég forvitnast hvenær þú stefnir á 50.fylkið? ps. Maraþonskrá FM uppfærð.
Stefán Thordarson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 16:48
Samkvæmt úrslitum hlaupsins var tíminn minn 5:43:38 og er ég bara ánægð með það
10/17/10
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 18.10.2010 kl. 19:21
Sæll Stefán og takk fyrir kveðjuna, síðasta fylkið verður Delaware 15.maí 2011. Það er svolítið fyndið að DE er með nickname "The First State"
Bryndís Svavarsdóttir, Marathon Maniac # 3942, 19.10.2010 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.