það telst nú til tíðinda þegar ég skelli mér ein út og fer ekki Hrafnistuhringinn. Mér datt ekki í hug að hringja í Völu, hún er alltaf svo skiplögð og kl 3 á sunnudegi er ekki skipulagning heldur hugdetta. Veðrið var ógeðslegt á meðan ég bakaði smákökurnar... en svo var að duga eða drepast.
Ég ákvað að láta mér nægja um 10 km og prufa eitthvað nýtt... Þess vegna byrjaði ég á að fara hringinn í kringum Holtið, Hvaleyrarbrautina, Strandgötuna og Lækjargötu inn í Áslandshringinn... þetta urðu 6 langar og góðar brekkur... svo endaði ég á að fara hringinn í kringum Ástjörnina og þá mæti ég Völu... sem hafði verið í sama fíling og ég...
Þetta var bara velheppnaður hringur 10,5 km sem ég á eftir að fara aftur...
Flokkur: Íþróttir | 24.1.2010 | 16:33 (breytt 25.1.2010 kl. 16:07) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.