Færsluflokkur: Íþróttir

Áramóta annáll fyrir 2024

GLEÐILEGT ÁR 2025

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

Ég var í Texas um áramótin en nennti ekki að skrifa annálinn í símanum svo ég geymdi það þar til ég kom heim.

Eins og áður fór ég nokkrar ferðir erlendis til að hlaupa.. Ég var ákveðin að klára öll 50 fylkin í þriðja sinn 11 nóv 2023, en 50 ríkja klúbburinn samþykkti ekki hlaupið í Tennessee svo ég varð að fara út í mars til að klára það. Ég upplifði ekki sömu tilfinningar og í Richmond, þegar ég kláraði í Bristol. Það er ekki hægt að endurtaka svona sigur.

Ég réði mig í nokkra mánuði í Skagafjörðinn með aðsetur á Sauðárkróki frá 1.febr en dvölin var tvíframlengd og ég var til áramóta. Þar tognaði ég í hásin og átti í basli með það allt árið. Samt fór ég 4 ferðir til Ameríku og bætti 5 maraþonum í safnið.

Í fyrsta sinn hljóp ég ekki í Reykjavík, en ég náði að taka Ratleik Hafnarfjarðar öll 27 spjöldin í sumarfríinu, og synti með systrum ef ég var fyrir sunnan á föstudegi.

Vegna verunnar fyrir norðan gekk ég ekki á nein fjöll fyrir sunnan, ratleikurinn tók allan tímann sem ég hafði.

Maraþonin eru komin í 283 + 1 virtual fyrir San Francisco

Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin kláruð í 3ja hring 
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR

2025


Farmington New Mexico 10. nóv 2024

20241110_165109 Farmington NMMaraþon í Farmington NM

Eg ákvað að fara þó ég væri ekki orðin góð í hásininni. Þessi meiðsli hafa plagað mig allt árið. Ég flaug til Denver en þegar ég kom þangað var búið að aflýsa fluginu mínu til Santa Fe vegna veðurs.. 
Klukkan var orðin margt, langt í hótel frá flugvellinum, hótelin rándýr og ekki með hótelskuttlur.. og í ofanálag fékk ég flug til Santa Fe eldsnemma.. svo ég svaf á flugvellinum um nóttina.. sem er auðvitað engin hvíld fyrir maraþon.

Í Santa fe, fékk ég bílinn og keyrði til Farmington.  Farmington er í 5.473 feta eða 1.668 metra hæð yfir sjávarmáli. Bíllinn var ein héla þegar ég kom út en mér tókst að skrapa og bræða rúðurnar.. og ná á startið fyrir tilkynningar.. Það var niðdimmt, hrollkalt.. jörðin frosin þegar hlaupið var ræst kl 6. Allir voru kappklæddir. Það birti á fyrsta klukkutímanum. Leiðin var skógarstígur meðfram á og mjög ójafn, amk 2 duttu. Fóturinn hélt nokkuð vel og mér tókst að klára þetta. Þetta maraþon er nr 283

Þetta er 4. maraþonið mitt í NM,
Albuquerque Marathon,
Shiprock Marathon (Farmington)
Ruidoso Marathon
South-West Series Farmington NM

Marathon í Pendleton OR 21.sept 2024

Maraþon í Pendleton OR. NorthWest Series.

20240921 N-West seriesVið flugum til Portland Oregon og ég ætlaði að taka 3 maraþon en hásinameiðslin tóku sig upp og ég kláraði bara eitt.

Á hlaupadaginn vaknaði ég fyrir kl 3, start kl 5:30.

Það var ískalt fyrstu klukkutímana en svo hitnaði. Leiðin var að mestu slétt með stöku skugga. Ég fann fljótlega fyrir tognuninni í hásininni þó ég færi löturhægt og ákvað að klára þetta en sleppa hinum.

Keyrslan frá Portland var þó nokkur, kunnuglegar slóðir því ég hef keyrt þetta oftar en einu sinni áður.

Þetta maraþon er nr 282 

 


Heartland Series, Hicksville OH, Maraþon 6.7. 2024

Hrikalega erfitt maraþon í Ohio í dag.

2024-6júlí  Hicksville OHStartið var í björtu og hitinn reis hægt og rólega upp í 30°c og enginn skuggi á leiðinni. Malbikaðir stígar, hart undirlag..
Ég hafði tognað á hásin á hægra fæti fyrir þremur vikum og auðvitað tók það sig upp, það varð til þess að ég skekkti mig og þreyttist mjög í bakinu.. og þegar maður er farinn að finna til þá hrannast upp önnur gömul og ný óþægindi.. ég fann fyrir öklabrotinu, grindarlosinu og kviðslitinu sem ég á eftir að láta laga.. fann til í hægra hnénu sem ég datt á í síðustu viku í ratleiknum.. Síðan fann ég að ég var að fá blöðru á hægri hælinn..
En ég kláraði DEAD LAST 🥳 BUT ALIVE.
Eftir hlaupið keyrði ég um 125 mílur til South Bend IN.. og ég ætla að taka mér frí á morgun.



Appalachian Series Bristol Marathon TN, 26.mars 2024

Ég var á keyrslu allan daginn í gær, reyndi að sofna snemma en það tókst ekki. Hlaupið í dag var ræst klst seinna en síðasta hlaup eða 6:30.. svo ég vaknaði kl 4. Brautin var falleg, eftir skógarstígum, að mestu möl, og það sem var malbikað var með ,,toe catchers" þ.e. illa farið af rótum trjánna. Það rigndi mest allan tímann.

Bristol TN 26.3.2024, kláraði 3ja hring um USAÍ dag kláraði ég AFTUR öll 50 fylkin í 3ja sinn.. já, ég var viss um að ég væri að klára þau í Richmond VA.. í nóv sl.. en svo fékk ég póst frá The 50 State Marathon Club að ég yrði að hlaupa aftur í Tennessee. þetta var BÖMMER síðasta árs.

Rock and Roll hlaupið í TN var ekki viðurkennt.. alltof margir voru neyddir til að stytta vegna hita.. og hvað gerir maður þegar maður fær slæmar fréttir - kaupir ferð til að klára þetta.. en ég verð að viðurkenna að það voru ekki sömu tilfinningar að klára núna og í Richmond.. það er ekki hægt að endurtaka sigurvímuna fyrir sama afrekið.
Hin 49 fylkin höfðu verið samþykkt af The 50 State Marathon Club... svo nú er þetta staðfest..
ÉG ER BÚIN MEÐ 3 HRINGI UM USA og Mainly Marathon gefa þeim sem klára hjá þeim flottan viðurkenningar pening.

#3 Tennessee
Strava mældi leiðina 44,85 km

Appalachian Series, Eufaula Marathon 22.mars 2024

Ég var á keyrslu allan gærdaginn en tókst að hvílast ágætlega fyrir hlaupið.. enda á kolvitlausum tíma.

Eufaula Alabama 22.3.2024Ég vaknaði 3:30 en hlaupið var ræst kl 5:30. Þetta var blautur dagur. Fyrst kom smá dropaskúr og úði, en svo komu helli dembur og þá safnaðist í polla.. í rigningu fæ ég alltaf nuddsár af fötunum. mig vantaði ekki þetta fylki en ferðin er farin til að klára aftur 3ja hring um USA.. og það verður eftir 3 daga í Bristol Tennessee.

Ég var samferða Natalie nokkrar ferðir. Hún ætlaði að koma til Íslands og ég ætlaði að keyra hana til Eyja að sjá fílinn.. en hún greindist með 4stigs krabbamein og er nú í meðferð við því, svo ferðin frestast.

Alabama #4
Strava mældi það 43,94 km
Held þetta sé maraþon nr 280


Hreyfing í jan,febr. mars apr. 2024

Við komum frá Orlando gegnum NY að kvöldi 5 jan.. ég var rétt lent þegar ég fékk hringingu frá Hrafnistu.. Mamma var orðin mjög veik.. daginn eftir var hún sett í lífslokameðferð og lést 7.jan.. Það fór því ekki mikið fyrir æfingum þennan mánuðinn.. þó syntum við systur á föstudögum.. Mamma var svo jarðsett 24.jan. 

Ég var síðan ráðin til Skagafjarðarprófastsdæmis frá 1. febr.. og þar var snjór og mikill klaki á götum.. ég keypti því kort í þrekmiðstöð, þó ég elski ekki bretti.. og eyði ofboðslegri orku í að venjast því.. 

12.jan.. 1000m skrið
15.jan.. 10,5 km skokk m/Völu í hálku
19.jan.. 1000m skrið
25.jan.. 5 km skokk
26.jan.. 1000m skrið

10.feb.. Bretti 3 km
12.feb.. Bretti 3 km
15.feb.. Bretti 3 km
17.feb.. Bretti 3 km
19.feb.. Bretti 3 km
21.feb.. Bretti 4,1 km
24.feb.. Bretti 4 km
27.feb.. Bretti 4 km


Áramóta annáll fyrir 2023


GLEÐILEGT ÁR 2024

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á hlaup-árinu 2024 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

20231227_110637Annáll þessa árs er skrifaður í Orlando Florida.. en ég fór nokkrar ferðir erlendis til að hlaupa.. Ég var ákveðin að klára öll 50 fylkin í þriðja sinn á þessu ári.. Í ársbyrjun vantaði mig 13 fylki.. og ég fór 6 ferðir til þess að ná þeim.. Síðasta fylkið var Virginia. EN svo kom BÖMMER ársins.. eitt hlaupið var ekki samþykkt, það er á rauðu flaggi.. vegna hita var víst endalaust verið að láta hlaupara stytta vegalengdina og þeir sem fóru styst hlupu aðeins hálft maraþon.. vegna skorts á verðlaunapeningum fengu margir sem fóru hálft, pening fyrir heilt.. og svo var klúður í tímatökunni.. svo ég fékk póst frá 50 ríkja klúbbnum að ég verði að hlaupa þetta fylki aftur.. og það geri ég í mars.

Maraþonin á þessu ári urðu 16.. í fyrsta sinn í áratugi stytti ég niður í hálft maraþon í Reykjavík.. en þrátt fyrir fjölda pósta hef ég ekki komist í úrslitin í hálfu.

Ég gekk, skokkaði og hjólaði með Völu og synti á föstudögum með systrum mínum.

Vegna þessara utanlandsferða á milli þess sem ég var að leysa af í Vestmannaeyjum, Njarðvík og á Patró.. þá gekk ég hvorki á Esjuna eða Helgafellið mitt.. en ég náði Ratleiknum.. 

Maraþonin eru komin í 278 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 49
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR

2024




Holiday Five, Winter Park Florida 31.des 2023

Í dag er síðasti dagur Holiday Five seríunnar.Ég hafði sama system og í fyrradag.. Ég stillti klukkuna á 3.. og lögðum af stað kl 5.. með allt dótið, því við skiptum um hótel í dag.

20231231_Winter Park FloridaHlaupið var ræst kl 6.. í niðamyrkri.. ég reyndi að nýta mér birtu frá öðrum með höfuðljós.. um kl 7 birti. Það var sama leið alla dagana í seríunni. Mér gekk ágætlega en var orðin sárfætt í miðju hlaupi og skipti um skó.. og bætti svo við innleggjum. Þjónustan var ágæt í hlaupinu. Ég var fegnust því að maginn á mér var í lagi.. Skipuleggjandi er Bettie Wailes.

Þetta maraþon er nr 278

Strava mældi maraþonið 43,8 Km


Holiday Five, Winter Park Florida, 29. des 2023

Það var svo dýrt að fljúga til Florida og rándýrir bílaleigubílar þar að ég flaug til Raleigh og keyrði 608 mílur (998 km) til Florida.. að auki var bílinn helm ódýrari og kostar ekkert að skilja hann eftir þar og fljúga heim frá Orlando.. ég keyrði tvo tíma eftir flugið, við gistum í Dillon og keyrðum restina daginn eftir..

20231229_Holiday Five FloridaEftir langa keyrslu í gær átti ég ekki erfitt með að sofna.. þó var hávaði og músík í næstu herbergjum.. ég lét símann hringja kl 3 og lagði af stað kl 5.. 
Ég átti ekki í vandræðum með að finna staðinn. Hlaupið var ræst í niðamyrkri kl 6.. og auðvitað hafði ég gleymt höfuðljósi. Leiðin var ágæt.. eftir malbikuðum stígum.. þó var töluverður halli á þeim, sem er alltaf slæmt fyrir mig. Tveir haukar fylgdust með okkur og íkornar hlupu um allt. Mér gekk ágætlega þrátt fyrir tímamismun og ferðaþreytu.. ég þekkti marga af þeim sem mættu.

Þetta var þriðji dagurinn í fimm daga seríu, ódýrt safnarahlaup með lágmarksþjónustu og ódýrum verðlaunapeningi.

Maraþonið mældist 43,93 km 

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband