Færsluflokkur: Ferðalög
Ocean Drive Marathon, New Jersey
sunnudaginn 29.mars 2009, kl. 9
http://www.odmarathon.org
Það er víst betra að hafa góðan tíma, þegar maður þarf að tékka sig út, bera sig út í bíl og keyra einhverjar mílur á áfangastað um nótt. Ég fór snemma að sofa, svaf ágætlega en var alltaf að vakna og vissi svo oft af mér. Klukkan var stillt á 4:30... Indverjinn var búinn að bjóða mér að mæta í morgunmat kl 5.
Ég talaði við Lúlla á msn á meðan ég teypaði tærnar á mér... en pakkaði svo öllu saman og var lögð af stað 6:15. Ég var mætt og fékk frábært bílastæði hálftíma áður en rútan keyrði keppendur frá markinu í Sea Isle City, kl 7:15... að startinu í Cape May.
Það var rigningar-þokusuddi og rok, fáninn var beinn út í loftið. Við fengum aðstöðu í hótel-andyri og þar fékk ég gefins svartan ruslapoka til að byrja í. Þarna frétti ég fyrir tilviljun að það mætti byrja kl. 8 og auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög frumstætt allt, engin flaga og þeir sem ætluðu fyrr af stað, þurftu að skrifa sig niður, máttu ekki klára undir 5 tímum og það var ekki víst að drykkjarstöðvar væru opnar fyrsta klukkutímann.
Leiðin hefði verið mjög falleg á björtum sumardegi... en hlaupið var á eyjunum meðfram landinu og reglulega hljóp ég yfir brýr sem tengdu þær saman. Þetta er sumarleyfisparadís ríkisbubba, flott stórhýsi með sundlaugum, allt saman mjög vel hirt og snyrtilegt EN ALLT MANNLAUST.
Ég hljóp mestalla leiðina með konu frá St.Luis og manni frá Argentínu. Þjónustan á leiðinni var frábær, nóg af vatni, orku og ávaxtabitum. Ég þjáðist af krampa í kálfum síðustu mílurnar en er ánægð með að hafa klárað hlaupið sem mældist 42,56 km. á 5:09:16 á mína klukku.
Maraþonið er nr. 104
New Jersey er 35. fylkið mitt - 15 eftir
Eftir að hafa nært mig aðeins, keyrði ég norður til Trenton, keyrði ca 50 mílum of langt norður, vegna mistaka. Garmurinn fann ekki heimilisfangið á hótelinu og þegar ég ætlaði að láta hann finna það eftir nafni, gekk það ekki heldur - ástæðan, það hét öðru nafni fyrir ári síðan og nýja nafnið var ekki komið inn á Garminn.
Rodeway Inn, 1132 Route 73, Mount Laurel, NJ. Us 08054
phone (856) 656 2000 Room 120
Ég var mikið fegin þegar ég komst loksins á hótelið, komst í samband við Bíðarann, sturtu og fékk mér að borða
Ferðalög | 29.3.2009 | 23:56 (breytt 31.3.2009 kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlaupið er frá stað A-B. Byrjar í Cape May syðst í New Jersey og hlaupið meðfram ströndinni norður til Sea Isle City... Þar er markið.
Ég gisti í Marmora uppi á landi fyrir ofan Ocean City, ca 12 mílum frá markinu. Í dag renndi ég niður í Wildwood til að sækja gögnin. Þetta var lítið expo, 2 mínútur að fara hringinn og bolamátun innifalin.
Það var rigningarúði í dag en á víst að vera betra á morgun.
Wildwood var gersamlega tómur bær, þ.e.a.s. nær mannlaus. Þeir einu sem eru á stjái, hugsa sennilega um eigur þeirra sem eru aðeins hérna hluta úr árinu. Hér er mótel við mótel, en lokað fyrir alla glugga og engir bílar. Hérna hefði Palli sko verið einn í heiminum.
Ferðalög | 28.3.2009 | 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar Icelandair hóf flug til San Francisco voru tómar tafir og vesen á þeirri flugleið. Við hjónin áttum flug þangað sumarið 2005, þaðan áttum við tengiflug til Salt Lake City þar sem ég ætlaði að hlaupa maraþon. Þessi leggur til SLC var 3 dagar. Tafir voru á brottför frá Keflavík og áður en við fórum af stað, var útséð að við misstum af tengifluginu og leggurinn til SLC væri ónýtur... styttum við ferðina um þessa 3 daga.
Í lok nóv. sl. hljóp ég í Seattle og sátum við og allir aðrir farþegar tímunum saman á flugvellinum þar vegna þoku... og aðra eins þoku og annað eins þokubæli höfum við aldrei upplifað. Að vísu var vetur og ég spurði ekki hvort þetta væri svona á sumrin en okkur var sagt að í stað kulda og snjókomu liggi þokan eins og þykkt teppi yfir öllu þarna.
Icelandair til Seattle? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | 25.3.2009 | 10:54 (breytt kl. 11:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Yuengling Shamrock Sportsfest Marathon & Half Marathon, 8K,Children's Races, Virginia Beach, VA USA, March 22, 2009
http://www.shamrockmarathon.com
Ég var sífellt að vakna í nótt, klukkan var stillt á 5, en ég var komin á ról áður. Morgunmaturinn á hótelinu byrjar ekki fyrr en 7, svo ég hafði keypt mér beyglur og smurost í Target. Ég hefði getað sofið lengur, það var svo stutt á startið...
Kl. 7 rölti ég niður, það voru fleiri í hlaupagöllum, maður ekki sá eini sem er galinn. Það var skítkalt á meðan maður beið eftir startinu... ég bað einhvern mann að taka mynd af mér við rásmarkið. Hann spurði auðvitað hvaðan ég væri... Íslandi svaraði ég. Þá þekkti hann mig, við höfðum hlaupið saman í Mason City í haust. Við hittumst aftur í markinu. Ég þekki fólk yfirleitt ekki aftur, en það muna allir eftir því að hafa hlaupið með Íslendingi.
Hlaupið var ræst kl 8, aðeins farið að hlýna og hiti var ekki eitthvað sem truflaði mig í þessu maraþoni. Leiðin var falleg, hefði verið einmannaleg í fámennara hlaupi, því göturnar voru langar og að hluta til fram og til baka. En maraþonið er stórviðburður hér, vel skipulagt, mikið af áhorfendum, góð þjónusta á leiðinni og mikið um að vera í markinu.
Síðustu mílurnar varð ég að vanda mig, því það jaðraði við krömpum í báðum kálfum og þegar ég hljóp inn á Boardwalk, strandstíginn við markið, þá var ég með krampa framan á hægra fæti fyrir ofan hné.
Ég kláraði hlaupið sem mældist nokkuð nákvæmlega, eða 42,35 km. á 4:59:51 samkvæmt minni klukku. Þulurinn tilkynnti komu mína í mark og þegar ég hafði hlaupið yfir marklínuna, var kallað á mig á íslensku, Siggi Guðmunds. en hann er tengdur Kristínu sem vinnur við framkvæmd þessa hlaups.
Mér var boðið í VIP tjaldið til Íslendinganna þar og boðinn bjór... en ég fékk bjór á 16. mílu og hann var svo góð tilbreyting frá sykurjukkinu að ég er að spá í að hefja bjórdrykkju... BARA GRÍN
Þetta maraþon er nr. 103
Virginia er 34.fylkið mitt.
Maraþonið var að sjálfsögðu hlaupið til heiðurs Bíðara nr 1... Hvað annað!
Ferðalög | 22.3.2009 | 23:00 (breytt 24.3.2009 kl. 20:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég kom þangað um hádegið og þræddi expo-ið. Það er ekkert svo hlýtt úti en ekki slæmt veður... verðu svipað á morgun... ég sótti gögnin og fór með myndavélina með mér en hún klikkaði á staðnum, allt rafmagnið var runnið út af henni.
Start og mark er í göngufæri frá hótelinu sem ég er á svo það er ekki hægt að hafa það þægilegra. Nú er bara að taka sig til og fara snemma að sofa.
Ferðalög | 21.3.2009 | 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar ég dróst í bælið í gærkvöldi var ég ákveðin að hætta við ferðina - það væri ekki spurning, auðvitað myndi ég vera heima og halda í hendina á Gullinu... nóttin var hálf svefnlaus...
Þegar ég vaknaði í morgun var ég algerlega búin að snúast... ákveðin í að fara ein út. Auðvitað verður mjög skrítið að fara ein... en ég verð í góðu sambandi við alla... m.a. búin að stofna msn fyrir Bíðarann. Lovísa sagði nú... hum.. mamma, þú verður að taka frá heilt kvöld ef þú ætlar að tala við hann á msn.
Það tók bara klukkutíma að pakka, æfð handtök. Bíðarinn keyrir mig út á völl eh og bíður síðan heima, slakar á og hefur það gott.
Ferðalög | 18.3.2009 | 12:27 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ING Miami Marathon & Half-Marathon, Miami & Miami Beach,
FL USA, 25.jan. 2009
http://www.ingmiamimarathon.com
Ég fór frekar seint að sofa, svaf ekki vel og lét klukkuna vekja okkur kl.3 í nótt. Það var eins gott að við höfðum tímann fyrir okkur. Það voru 15 mílur á startið... og garmurinn vildi bara fara með okkur yfir vindubrú sem var opin - og verður opin þangað til á morgun.
Ég var í alvöru farin að hafa áhyggjur af því að missa af hlaupinu. Það var ekki óhætt að elta bara einhvern bíl... og við sáum enga hlaupara. Eftir að hafa keyrt fram og til baka, út og suður... spurði ég lögregluþjón til vegar.
Við fundum stæði og ég komst í básinn minn... og þá voru ekki margar mínútur í start kl.6:15. Það var heitt og rakt þó það væri enn dimmt. Raunar var alltof heitt í hlaupinu - strax og birti og þegar ég kláraði var 75 á Farenheit... 25°c. en götuhitinn hefur verið meiri.
Það er ekkert nýtt að ég fór of hratt af stað... og að ég var með drykkjarvandamál... drakk fyrst of lítið en varð samt í spreng... síðan drakk ég heilu glösin á hverri drykkjarstöð en gat ekki pissað dropa.
Það var svo heitt að ég hellti nokkrum vatnsglösum yfir mig á hverri drykkjarstöð... soðnaði meira að segja á tánum, því vatnið lak niður í skó. Hitinn dró mig niður eins og venjulega.
Leiðin var ekkert sérlega skemmtileg - en allt í lagi... nokkrar brekkur voru og farið fram og til baka, þannig að maður var að mæta hlaupurum sem voru á undan.
Guð sé lof...ég kláraði maraþonið sem mældist 43.1 km á 5:33:41 á mína klukku.
Ferðalög | 24.1.2009 | 01:51 (breytt 26.1.2009 kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Reykjavíkurmaraþon hafi eitthvað misskilið hvernig drykkjarstöðvar eiga að vera uppsettar... Þetta er í bænum Marathon á Florida Keys og þeir ættu að vera PRO... er það ekki ? Allir hlauparar vita hvað það er nauðsynlegt að fá réttu orkuna í maraþoni.
Ferðalög | 23.1.2009 | 01:54 (breytt kl. 02:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Museum of Aviation Foundation
Marathon & Half-Marathon,
Warner Robins/Robins AFB, GA USA.
17.jan. 2009
http://www.robinspacers.org/museum
Klukkan var stillt á 4:30 og konan sem sér um eldhúsið var svo vinsamleg að opna það klst fyrr en vanalega. Við gátum fengið okkur kornflex, beyglur og vöfflur... umm heitar, nýbakaðar vöfflur.
Við keyrðum af stað rúmlega 7, enda stutt á staðinn. Ég þurfti að sækja gögnin... ég var nr 107.
Það var nokkurra stiga frost, svo ég var í síðerma bol úr Disney-maraþoninu og vesti úr Mississippi Blues-maraþoninu. Ég var ekki með vettlinga með mér, svo ég keypti þá í gær í Wal-mart.
Afhending gagna og verðlauna fór fram inni í flugvélasafninu og startið var fyrir utan, heilt maraþon fór tvisvar sama hringinn í kringum flugvöllinn og vallarsvæðið.
Það var ræst kl 7:57 (smá mistök).
Eins og oft gerist í litlum hlaupum fór ég of hratt af stað, maður smitast þegar það eru fáir keppendur og meirihlutinn er kannski að fara hálft maraþon.
Við hliðina á skilti fyrir mílu 1... fékk ég rosalegan sinadrátt eða krampa í vinstri hnésbót... Ég veinaði : Ó, NEI GUÐ þetta má ekki...
Ég hægði á mér, reyndi að hlaupa vinstra megin á veginum, því hann var hæstur í miðjunni, þannig gat ég rétt aðeins meira úr fætinum... ég losnaði við sinadráttinn, Guði sé lof... og gat haldið hraðanum út hlaupið.
Það var óvænt ánægja að ég kom í mark á tímanum 4:58:48 á mína klukku og var fyrst í mínum aldursflokki.
Ég næ alltaf betri tíma í kulda og mótvindi en í hita.
Þetta maraþon er nr. 101 og Georgía 33 fylkið mitt.
Ferðalög | 18.1.2009 | 03:11 (breytt kl. 03:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Disney World Marathon & Half Marathon, 5K, Orlando, FL USA 11.jan. 2009
http://www.DisneyWorldMarathon.com
Í dag náðum ég stórum áfanga. Ég hljóp hundraðasta maraþonið mitt hér í Disney World í Florida. Ég hef hlaupið þetta maraþon áður og þótti það frábær upplifun.
Hlaupið var ræst kl. 5:50 svo við vöknuðum 3:30 og það mátti ekki knappara vera. Við sáum það þegar Lúlli var í bílastæðisröðinni að ég varð bara að kveðja hann þar og hlaupa út úr bílnum. Ég rétt komst í ,,síðasta piss" og í ráshólfið mitt.
Veðurspáin spáði skýjuðu og 20% líkum á rigningu... þetta voru auðvitað tóm svik. Við byrjuðum í 15 °C hita en um leið og sólin kom upp var orðin steik, 25°C og mælirinn á bílastæðinu sýni 30°C.
Ég byrjað vel, fór samt alltof hratt af stað og varð fyrir því óhappi að detta og strauja malbikið í kringum 5. mílu... hægri hliðin var upprifin og nárinn vinstra megin var aumur... En hvað með það, ég reyndi bara að spýta í lófana og halda áfram.
Hitinn lamaði mig á leiðinni, ég á í svo miklum vandræðum með að drekka hæfilega. Fyrst drakk ég alltof lítið og síðan alltof mikið.
Þegar ég nálgaðist markið, lét Lúlli mig fá spjald sem hann hafði skrifað á 100 Maraþon, Bryndís... og ég hljóp með það í gegnum markið.
Ég kom í mark á tímanum 5:34:02 á mína klukku, og verð víst að gera mig ánægða með að hafa ekki þurft að hætta eftir að ég datt.
Ferðalög | 11.1.2009 | 18:22 (breytt kl. 23:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)