Færsluflokkur: Lífstíll
NorthWest Series, dagur 5, Lewiston ID
6.sept 2017
http://mainlymarathons.com/series-3/northwest/idaho
Við fundum nokkurn veginn rétta staðinn daginn áður... Það er í Hells Gate State Park... hinumegin við ána. Það eru uþb 10 km frá hótelinu. Við ákváðum að Bíðari nr 1 myndi bíða á hótelinu, úti er reykjarmökkur í loftinu vegna skógarelda allt í kringum okkur og skyggni lítið. Ég fékk að hafa herbergið til kl 12.
Ég er enn með sama númerið, nr. 19
Klukkan var stillt á 2 am... ég þarf að leggja af stað 3:15
Ég náði á mátulegum tíma fyrir startið kl 4 am. Hlaupið var á göngustíg 14x sama leiðin fram og til baka. Skógarstígar eru oft mjög mishæðóttir og erfiðir og enn verri í myrkri. Ég eyddi mikilli orku í þessa 3 tíma sem var myrkur en hvað gerir maður ekki til að sleppa við hitann að deginum. Þegar sólin kom upp var hún eldrauð en ég gat ómögulega náð litnum á mynd.
Það var nær sama fólkið í dag og í Oregon um daginn. Ég slapp við að detta en rak tærnar nokkrum sinnum í. Á leiðinni var þvottabjörn í tré og við göngustíginn var hind með kálf.
Mér gekk bara vel, var aðeins stirð eftir síðasta maraþon því æfingaplön hafa ekki verið að þvælast fyrir mér síðustu ár.
Þetta maraþon er nr. 219
Garmurinn minn mældi tímann 6:38:00 og vegalengdina 43,45 km
Lífstíll | 3.9.2017 | 23:25 (breytt 8.9.2017 kl. 12:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
NorthWest Series, dagur 2, Pendleton OR
3.sept 2017
http://mainlymarathons.com/series-3/northwest/oregon
Við mættum á svæðið daginn áður og sóttum númerið. Ég er nr 19. Ég hitti fullt af brjálæðingum sem taka alla 6 dagana. Ég gekk með Sharon eina bunu í brautinni. Við Lúlli fengum okkur síðan að borða og tókum það rólega.
Ég fór fyrir tilviljun í póstinn minn og sá þá að það var búið að bæta við EXTRA EARLY START kl 4 am... enda er spáð gífurlegum hita á þessu svæði... fólk er hvatt til að vera inni sem mest. Klukkan var því stillt á 2:30 am til að vera tilbúin og mætt á svæðið fyrir kl 4 am.
Við byrjuðum í niðamyrkri, en höfuðljósin nægja alls ekki til að sýna allar misfellur... ég datt kylliflöt á gangstéttinni í fyrstu ferð, þegar 300m voru eftir af brautinni. Ég eyddi þvílíkri orku þessa 3 tíma áður en birti.
Brautin var fram og tilbaka 14 ferðir og þegar birti gat ég farið að taka myndir af mér með þessu kolbrjálaða fólki. Hitinn ágerðist og þá var erfitt að drekka hvorki of mikið eða lítið. Ég stoppaði 6 sinnum til að teygja og fór 3svar á klósettið fyrir utan að það tók smá tíma að kíkja á sárin þegar ég datt.
Þetta maraþon er nr. 218
Ég get ekki annað en verið sátt frammistöðuna í dag... þrátt fyrir allt.
Garmin mældi tímann 6:33:00 og vegalengdina 43,3km
Lífstíll | 3.9.2017 | 22:58 (breytt 8.9.2017 kl. 12:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mainly Marathons, Prairie Series, dagur 3, S-Dakota
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/south-dakota
Við komum við, á leiðinni suður, á staðnum þar sem hlaupið á að vera. Það er 20 mílur frá hótelinu... og betra að vita hvert maður á að fara í myrkri um hánótt. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók til dótið og við fórum snemma að sofa. Vekjarinn var stilltur á 2:30 am
Um kl 11 var komið fárviðri, al-íslenskt-slagveður með rafmagnsleysi. Rafmagnið kom ekki á aftur fyrr en við vorum að stíga upp í bílinn. Höfuðljósið kom í góðar þarfir svo við gætum klætt okkur og undirbúið fyrir hlaupið.
Maraþonið var ræst kl 4:30 og var frekar óskemmtileg leið eftir grófum malarvegi 20 sinnum fram og til baka. Veðrið hékk þurrt, en hitinn var lúmskur, því mest allan tímann var skýjað og smá gola sem frískaði mann.
Þetta var virkilega erfitt maraþon fyrir mig, slæmt undirlag svo ég varð sárfætt, hitinn mikill, 500m hæð yfir sjávarmáli hefur áhrif þegar maður er þreyttur fyrir og svo datt ég niður í smá leiðindi. Ég held ég hafi aldrei drukkið jafn mikið í einu hlaupi en drakk samt ekki nóg... því eftir hlaupið fékk ég krampa í hendurnar þegar ég reyndi að klæða mig úr. Það hefur aldrei komið fyrir mig áður.
Ég var allra síðust í maraþoninu en einn sem var í 50k var á eftir mér. Ég fékk því skammarverðlaun... THE CABOOSE... síðasta vagninn í lestinni.
Til að kóróna hvað ég er mikill Maniac... dauðuppgefin, þá borgaði ég mig inn í tvö maraþon í september í nýrri seríu... ER ALLT Í LAGI MEÐ MIG ?
Þetta maraþon er nr 216
Garmin mældi það 42,5 km og tímann 8:39:18
PS. Ég held að ég hafi verið bitin af Tick í gær í Breckenridge.
Lífstíll | 21.7.2017 | 00:12 (breytt 25.7.2017 kl. 19:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mainly Marathons, Prairie Series Day 2, Breckenridge ND
17.júlí 2017
http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/north-dakota
Þetta maraþon er sérstakt fyrir mig. Ég pantaði nr 42 hjá Clint þegar ég hljóp á Kauai Hawaii í jan. Hlaupið er á 42 ára brúðkaupsafmæli okkar Lúlla og maraþon er einmitt 42,2 km... þetta getur ekki passað betur.
Við komum til Breckenridge síðdegis daginn áður og ég fékk númerið. Nokkrir voru enn í brautinni en í gær var fyrsti dagur seríunnar. Hitinn var um 30c og á að vera heitara á morgun. Við tékkuðum okkur inn á hótelið, ég tók dótið til og við fórum snemma að sofa. Klukkan var stillt á 3 am.
Maraþonið var ræst kl 4:30 í niðamyrkri. Ég var með höfuðljós. Startið var í Minnisota en markið í N-Dakota þannig að þeir sem hlaupa báða dagana fá bæði fylkin.
Það segir að fall sé fararheill... ég datt kylliflöt í myrkrinu á fyrsta hring... mig logsveið í lófana og annað hnéð... Leiðin var út og til baka 10 sinnum og smá lykkja að auki. Fljótlega vorum við í þrumum, eldingum og úrhelli í um klst. Þegar birti bættist regnbogi við flóruna á himni. Þegar leið á hitnaði verulega... hitinn kominn milli 80-90F í lokin.
Mér gekk ágætlega þrátt fyrir ferðaþreytu, tímamun og æfingaleysi.
Ég hitti fullt af brjáluðum hlaupafélögum sem sumir taka alla seríuna, 7 hlaup... og blanda þá saman heilum og hálfum.
Þetta maraþon er nr 215
Garmin mældi það 42,72 km og tímann 7:11:58
PS. Talan 42 er sérstakt áhugamál hjá syninum og þess vegna skemmtileg tilviljun að tíminn minn er afmælisdagurinn hans 7.11
Lífstíll | 19.7.2017 | 00:00 (breytt 11.8.2017 kl. 18:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Buffalo Marathon & Half Marathon, Marathon Relay, 5K
Buffalo, NY USA
28.maí 2017
http://www.BuffaloMarathon.com
Við vorum heppin að geta skipt úr svítu í tvö einstaklingsherbergi... þá geta Vala og Hjöddi sofið út þó við Lúlli förum í hlaupið um miðja nótt.
Klukkan vakti okkur kl 3:30... og við vorum lögð af stað fyrir kl 5 am. Við vorum heppin með bílastæði... 100m frá starti og 200m frá marki... og ég náði Maniac myndatökunni.
Veðrið var frábært... hlaupið var ræst kl 6:30. Ég fór allt of hratt af stað og sprengdi mig... það var því verulega freistandi að hætta í hálfu... en heila maraþonið sveigði af leið rétt fyrir framan markið... en ég þraukaði alla leiðina. Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið eftir mér.
Ég get ekki kvartað... allt heppnaðist vel, veðrið frábært, leiðin ágæt og þjónustan góð á leiðinni.
Þetta maraþon er nr.214
garmurinn mældi vegalengdina 42.77 km og tímann 5:59:43
Lífstíll | 31.5.2017 | 02:18 (breytt 9.6.2017 kl. 18:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
St. Jude Rock 'n' Roll Country Music Marathon,
and 1 mile race, Nashville, TN USA
29.apr.2017
http://www.runrocknroll.com/nashville/
Ég sótti gögnin fyrir maraþonið og fór míluna í gær, föstudag... Síðan tók ég saman dótið svo allt væri tilbúið. Það er spáð miklum hita á morgun og búið að gefa út viðvörun... startinu var flýtt um hálftíma og ef þörf verður á verður maraþonið stytt.
Ég hafði stillt símann á 3am en hann hef sennilega ekki heyrt í honum þegar hann hringdi (var í hleðslu á vaskborðinu)... svo ég svaf 45 mín lengur en ég ætlaði. Ég fór samt af stað á áætluðum tíma og fékk bílastæði á ágætum stað. Þaðan voru 2-2,5 km á startið. Ég missti af Maniac hópmyndinni, fann ekki staðinn. Ég stillti mér upp við startið til að geta farið sem fyrst af stað. Fyrir start voru allir orðnir rennblautir af hita og miklum loftraka, bæði föt og húð.
Hlaupið var ræst kl 6:45... og við fengum ótrúlegt úrval af brekkum ofan á hitann sem hækkaði skart... um kl 9 var hitinn kominn í 80 F og fór hækkandi, kominn yfir 90 F í lokin. Það var mikið sírenuvæl og ég sá fólk fá aðhlynningu í sjúkratjöldum á leiðinni. Ég veit um einn Maniac sem stytti úr heilu í hálft maraþon.
Hitinn lamaði mig og ég fór að ganga þónokkuð áður en ég var hálfnuð og sama virtist vera með flesta hlauparana í kringum mig. Ég fór í "sturtu" á hverri drykkjarstöð og reyndi að fá klaka og drekka mikið... Það er erfiðast að drekka hæfilega þegar það er heitt, ef maður drekkur of mikið er maður alltaf á klósettinu en ef maður drekkur of lítið getur maður fengið hitaslag af vökvaskorti.
Ég lenti í styttingu á síðasta leggnum... ég tók á það ráð að fara fram og til baka í brautinni til að vinna upp kílómetrana en það vantaði samt nokkra upp á þegar ég kom í mark... ég lét því klukkuna ganga áfram á meðan ég gekk í gegnum marksvæðið, fram og til baka leitaði ég að Remix tjaldinu með auka verðlauna peningnum, tjaldinu með jakkanum og svo lá leiðin kringum Nissan Stadium á bílastæði B sem var fjærst og týndu km voru þar með í höfn.
Þetta maraþon er nr 213
Garmin mældi leiðina 42,45 km og tímann 6:44:11
PS. ég var skaðbrennd á bakinu eftir sólina... kannski sturturnar hafi átt einhvern þátt í því.
Lífstíll | 30.4.2017 | 03:18 (breytt 6.5.2017 kl. 11:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
acea Roma (Rome) Marathon & 5K
Roma, Italy
2.apríl 2017
http://www.maratonadiroma.it/?lang=en
Við erum sérstaklega heppin með staðsetningu hótelsins en óheppin að herbergið er fyrir ofan úti-bar. Start og finish á maraþoninu er hér stutt frá og á morgun byrjar morgunmaturinn klst fyrr fyrir hlaupara.
Við náðum í gögnin fyrir maraþonið degi fyrir hlaup, ss á laugardegi. Það var þvílíkur gangur í gegnum Palazzo Dei Congressi... og engin leið að stytta sér leið. Númerið mitt er F1855.
Klukkan var stillt á 5 en það var kannski óþarflega snemmt... sérstaklega því við höfum varla sofið síðustu tvær nætur vegna hávaða frá fullu, syngjandi fólki. Barinn er opinn til 3 am og þá tekur hreinsunarlið við og flöskuglamur við rúllandi gler undan kústunum...
Það var fáránlega langur gangur til að komast að innganginum að startlínu... kringum hálft Hringleikahúsið. Það byrjaði að rigna áður en ég komst af stað kl 8:45... og miklar þrumur. Colosseo er í elsta hluta borgarinnar og göturnar steinlagðar með smásteinum sem voru glerhálir í rigningunni. Fyrri hluti leiðarinnar var um marga þekkta staði m.a. Vatikanið, falleg torg með flottum gosbrunnum og nóg að sjá en síðari hlutinn var ekki eins fyrir augað.
Í miðju hlaupsins stytti upp í ca 2 tíma en svo kom hellidemban aftur.
Ég er bara ánægð með þetta maraþon, ég þurfti að hafa fyrir því, bleytan og erfitt undirlag á meirihluta leiðarinnar. Garmurinn datt tvisvar út í löngum undirgöngum. Vatnsstöðvar voru á 5 km fresti sem dugði vegna rigningarinnar en á síðari hlutanum var ég líka farin að taka mér vatnsflöskur til að halda á.
Þetta maraþon er nr 212
Garmurinn mældi maraþonið 42,88 km og tímann 6:03:21
Lífstíll | 2.4.2017 | 18:34 (breytt 8.4.2017 kl. 12:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Little Rock Marathon and Combo, with 5 km
http://www.littlerockmarathon.com |
Ég lenti í Little Rock á föstudegi og sótti þá númerin fyrir bæði hlaupin. Í fyrsta sinn bjóða þeir upp á Combo... og ég valdi Marathon og 5 km... sem eru í fyrramálið. Öll hlaupin byrja á Scott st og enda á Main street.
Ég er auðvitað í tímaflakki svo ég var vöknuð á undan vekjaranum sem hringdi kl 4 am. Ég var búin að sigta út bílastæði og var komin þangað 2 tímum fyrir start.
5km voru ræstir kl 7:30 og mér gekk ágætlega,um 38 mín, passaði mig að vera ekki með neinn æsing. Veðrið var frábært, aðeins kalt í upphafi en svo hlýnaði... og peningurinn flottur.
Klukkan var stillt á 3:30 fyrir maraþonið kl 7 am. Ég heyrði strax að það var rigning. Eftir hefðbundinn undirbúning fór ég af stað, til að fá bílastæði á betri stað... það þýðir að maður þarf að mæta snemma. Ég beið um klst í bílnum en fór síðan í Convention Center fyrir Marathon Maniac hópmyndina...og til að komast á almennilegt klósett.
Myndatakan átti að vera kl 6:30... og af 137 MM var bara einn mættur og hann kom alla leið frá Íslandi... en svo komu nokkrir í viðbót.
Það dróst um nokkrar mínútur að ræsa hlaupið... og það rigndi jafnt og þétt. Göturnar eru mjög sleypar í rigningu. Hálfa marathonið fór af stað með okkur og leiðin var nokkuð slétt þar til leiðir skildu... þá fengum við allar brekkurnar sem voru eftir í borginni...
Ég hafði farið af stað með 6 tíma hópnum og týndi honum í lengstu brekkunni. Þegar míla var í mark hljóp ég fram úr fyrirliðanum sem var búinn að týna öllum úr hópnum. Ég var því á undan honum í mark.
Þetta er í 3ja sinn sem ég hleyp Little Rock Marathon, í fyrsta sinnið var það í ágætis veðri, síðan í ísregni og núna í rigningu fyrst en síðan nær þurru veðri.
Þetta marathon er nr 211
Garmurinn mældi það 42,64 km og tímann 6:06:26
Í dag hljóp ég til heiðurs þrem afmælisbörnum, yngst er Eva Karen langömmu-dúlla sem er 3ja ára í dag, Helga frumburður og amma Evu Karenar er 42 ára í dag og Emil mágur sem er 51.árs í dag. Þau fá öll ómældar hamingjuóskir.
Lífstíll | 5.3.2017 | 22:45 (breytt 21.3.2017 kl. 00:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/series-3/aloha
Ég nota sama númerið áfram í seríunni, sem er nr 18. Við tókum það rólega seinnipartinn og fórum snemma að sofa... tókst samt ekki að sofa mikið. Klukkan var stillt á 2:30 því það er lengra á stöndina í Kapaa en í garðinn síðast.
Eftir að hafa borðað, teypað tær og tekið saman dótið, lögðum við af stað. Það var hávaða rok og hafði rignt mikið um nóttina. Áður en hlaupið var ræst var komið íslenskt hágæða slagveður. Eins og síðast þurftum við að hlaupa fyrstu tímana með höfuðljós... og þá blandaðist saman hágæða slagveður, myrkur og sleypar gangstéttir. Við fórum 12 ferðir út og til baka.
En allt hefst þetta, eftir sirka 3 tíma rigndi bara með köflum en vindurinn jókst á snúningsstaðnum úti á tanga. Ég þekki örugglega annan hvern mann í Seríuhlaupunum og ALLIR þekkja mig... ég geri ekki annað en að auglýsa maraþonin heima (búin að gera það í mörg ár) og landið, sem hefur verið núna á BUCKET LIST svo margra í nokkur ár.
Mér gekk ágætlega, varð að vísu mjög stíf af hálkunni á gangstéttunum... en fóturinn hélt og ég var sæmilega góð eftir fyrri maraþonin... þetta er þriðja maraþonið í ferðinni.
Maraþonið er til heiðurs elsku pabba sem hefði átt afmæli í dag. :*
Þetta maraþon er nr 210,
Garmin mældi vegalengdina 42,61 km
og tímann 6:52:44
PS... verð að setja myndir seinna :)
Lífstíll | 22.1.2017 | 01:55 (breytt kl. 01:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/series-3/aloha/
Við sóttum númerið í gær, á sama stað og maraþonið byrjar á morgun. Eftir afhendinguna vorum við búin að panta miða á ,,bestu Luau" sýninguna á eyjunni sem er einmitt í Smith Family Garden Luau. Þetta var skoðunarferð, matur og sýning. Það eina sem hefði mátt vera betra, var að vera ekki í maraþoni daginn eftir.
Við fórum að sofa milli 10 og 11 um kvöldið og þurftum að vakna kl 3am. Ég er viss um að ég svaf eitthvað. Þetta var ekkert of langur tími til undirbúnings því það er 15-20 mín keyrsla á staðinn.
Hlaupið var ræst kl 4:30am, í niðamyrkri og maður eyddi mikilli orku í að fylgjast með undirlaginu, sum staðar slétt, sum staðar óslétt, dýraskítur, blaut laufblöð eða akörn sem gátu kostað fall. Hver lykkja var um 1,6 mílur - maraþonið var 16 ferðir.
Þessi sería er ný, í fyrsta sinn, maraþon 4 daga íröð og þetta var fyrsti dagurinn. Umhverfið í Smith Family Garden Luau (Wailua Kaua´i) er ótrúlega fallegt og dýralífið líka... auðvitað voru brúnu hænsnin út um allt og hanarnir stanslaust galandi, eins og um alla eyjuna... en svo voru páfuglar spígsporandi við hliðina á okkur og kisa innan um alla smáfuglana.
Ég var búin með 6 ferðir þegar það fór að birta og hitna... smá hluti af leiðinni var aðeins lengur í skugga. Þegar ég hafði klárað hálft, fékk ég mér afmælisköku og var tekin í blaðaviðtal eins og fleiri, hjá fréttablaði staðarins/eyjunnar... það tók smá tíma.
http://thegardenisland.com/sports/running/mainly-marathons-race-series-underway-on-kauai/article_16226e1d-4053-5e0a-8fd4-4b8af8187f24.html
Hitinn var sennilega um 30°c sem er ekki mitt besta hlaupaveður... en mér gekk samt ágætlega, fann ekki fyrir fætinum, var ekki að berjast við krampa (enda drakk ég amk 2 full glös af kóki á hverri drykkjarstöð) og ég datt ekki í leiðindi enda alltaf nóg af fólki á brautinni. Verðlaunapeningarnir hjá Clint eru stórglæsilegir og alltaf tilhlökkun að fá þá í hendurnar. Ég tók fullt af myndum sem ég set inn seinna, hér og á FB.
Þetta maraþon er nr 209... Garmin mældi vegalengdina 43,28 km
og tímann 7:42:20
Með þessu maraþoni held ég að ég sé búin að hlaupa maraþon á öllum (4) eyjum Hawaii sem eru með maraþon... Honolulu, Hilo, Maui og Kaua´i.
Lífstíll | 20.1.2017 | 05:49 (breytt 22.1.2017 kl. 01:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)