Færsluflokkur: Lífstíll

Prairie Series #1, Breckenridge, MN 8.júlí 2018

prairie-450x320Prairie Series:
July 8-14, 2018


Dagur 1, Breckenridge, MN
8.júlí 2018

http://mainlymarathons.com/series-3/prairie/

Við flugum til Minneapolis, keyrðum til Breckenridge og sóttum númerið í Welles Park Fairground í gær, ég er nr 22. Við fórum í pastaveisluna, hittum eitthvað af fólki en stoppuðum ekki lengi... 6 tíma munur og langur ferðadagur og svo maraþon í miklum hita á morgun. 

Við fórum snemma að sofa, vöknuðum kl 2:30. Eftir að hafa græjað mig fórum við á startið. Flestir í maraþoninu völdu early start kl 4:30.

20180708_Prairie Series 2018Það var dimmt og höfuðljós nauðsynleg. Mér gekk ágætlega fyrst en svo fór hitinn og mikill raki að segja til sín. Ég fékk í magann, fór 3x á klósettið og í síðasta skiptið langaði mig ekki að standa upp.

Í upphafi var hitinn 25°c og raki um 50% og hækkaði fljótt... ég giska á 38-40 stiga götuhita í lokin... ég var bara dauðfegin að klára.

Þetta maraþon er nr 230

Garmurinn mældi vegalengdina 42,62 km og tímann 7:58:14... langt síðan mér hefur gengið svona illa.


RnR Marathon San Diego CA, 3.júní 2018

Suja RnR Marathon & Half Marathon, Half Marathon Relay, og 5K

San Diego, CA USA
2-3.júní 2018

http://www.runrocknroll.com/san-diego/

20180602_RnR San Diego 5k 2.júní 2018Við Vala sóttum númerin okkar sl föstudag... því við hlupum 5 km á laugardeginum. Þá vöknuðum við kl 3:30 og mættum allt of snemma á startið en fengum besta bílastæðið í bænum í staðinn. Lúlli og Hjöddi komu með okkur og biðu meðan við hlupum. það var svaka góð stemmning á staðnum og okkur gekk báðum mjög vel.

Ég stillti klukkuna á 2:30 fyrir maraþonið og var lögð af stað klst síðar... það var smá vesen að komast í bílastæðahúsið, því sumar götur voru hálf lokaðar, en ég endaði með að keyra þær samt.

Síðan elti ég einhverja hlaupara í rútuna sem keyrði á startið. Þar hitti ég Charles, sem skráði mig upphaflega í 50 States Marathon Club. Þegar leið að ræsingu, laumaði ég mér fremst til að komast fyrr af stað. 

Maraþonið var ræst kl 6:15... göturnar voru nokkuð skemmdar og þessi eilífa bunga á þeim svo hallinn gerir manni erfitt fyrir. Þjónustan var mjög góð, drykkjarstöð á hverri mílu. Hitinn var strax orðinn mikill og steikjandi sól kl 7. Það var búið að breyta leiðinni frá því ég hljóp hér síðast en brekkurnar eru enn ekkert grín og ég held að það sé komin hefð á lengstu brekkuna á ca 22.mílu.

20180603_RnR San Diego 3.júní 2018Mér fannst óvenju mikið um sírenuvæl og blikkandi lögreglu- og sjúkrabíla en síðan frétti ég að það hefði verið skorthríð nálægt hlaupinu. 

Þegar upp er staðið er ég mjög sátt við mína frammistöðu, það var bæði mjög heitt, brekkur og ferðaþreyta en það er 7 tíma munur við Ísland.
Garmurinn mældi tímann 6:18:06 og vegalengdina 42,86 km

Þetta er í 5. sinn sem ég hleyp þetta maraþon,
20.maraþonið mitt í Californíu,
150 maraþonið mitt í USA.
og þetta maraþon er nr 229

5 km... tími 38:38


RnR Liverpool Marathon 20.maí 2018

RnR Liverpool 20.maí 2018RnR Liverpool Marathon & Half Marathon, 5K, 1 Mile
Liverpool, United Kingdom
20.maí 2018

http://www.runrocknroll.com/liverpool

Við flugum til Manchester á fimmtudegi og tókum lestina til Liverpool. Við sóttum númerin fyrir bæði hlaupin á föstudegi, því 5 km hlaupið var á laugardeginum 19.maí. Í dag er konunglegt brúðkaup og þess vegna er verðlaunapeningurinn fyrir 5 km eins og demantshringur. Veðrið var ágætt - ekki of mikil sól og hiti um 18-20°c

Maraþonið var á sunnudeginum kl 10 am... klukkan var því stillt á 7am og ég var lögð af stað í hlaupið kl 9. Það voru tæpir 2 km á startið. 

Mér leist ekkert á hvað það tók langan tíma að ræsa hálfa maraþonið... 40 mín... svo ég laumaði mér framar í rásröðina í heila. Við vorum heppin með veður, skýjað í fyrstu og smá vindur öðru hverju. Þjónustan á leiðinni var ágæt. Þetta maraþon tók á enda mín aldrei í neinu sérstöku formi, frekar formleysi og oft stutt á milli maraþona.

Það var alltof mikið af brekkum í þessu hlaupi og ég hef sjaldan farið aðrar eins krókaleiðir... en í mark komst ég á endanum.

Þetta er í þriðja sinn sem ég hleyp í Englandi.

Þetta maraþon er nr 228
Garmurinn mældi það 42,28 km og tímann 6:28:42


Paris Marathon 8.apríl 2018

Schneider Electric Paris International Marathon
Paris, France
8.apríl 2018
http://www.schneiderelectricparismarathon.com/en

Við Lúlli komum til Parísar á fimmtudegi, sóttum gögnin á föstudegi og svo var hlaupið á sunnudeginum eftir. Hótelið okkar er vel staðsett fyrir hlaupið og á sama götuhorni og Metro. Aldrei þessu vant verður ræst í hollum og nokkuð langt á milli. Auglýsingar fyrir maraþonið segja 55 þús manns verða á götunum. Minn rástími er síðasti rástíminn, 9:55 sem mér finnst svolítið seint.

20180406_París MaratonaÉg stillti klukkuna á 6:30... hafði sofið ágætlega amk hálfa nóttina en ég hef verið á sýklalyfjum (þriggja daga skammti) og verið að kafna úr hósta alla daga og seinni hluta nætur. Við borðuðum morgunmat á hótelinu og gengum að Sigurboganum en startið var neðar í götunni. Þulurinn stýrði víkingaklappi fyrir startið. Allt gekk vel í fyrstu en svo hitnaði verulega þegar sólin fór að skína. Það áttu að vera 5 km á milli vatnsstöðva en það teygðist sífellt á vegalengdinni á milli.

Ég hafði skrifað sérstaklega til að spurja um tímamörkin... og hafði séð á úrslitum að fólk var upp í 8 tíma. En eitthvað fór öðruvísi... eftir 4 og hálfan tíma var verið að taka allt saman, drykkjarstöðvar voru vatnslausar, og jafnvel áður hafði ég þó nokkuð fyrir að snýkja vatnsglas á bar. Ég fór að átta mig á að tímamörkin voru sennilega reiknuð frá því að elítan var ræst kl 8:13... Þegar ég loksins fékk vatn þorði ég ekki annað en að hanga með flöskuna ef ég þyrfti að fara aftur á bar einhversstaðar... enda bjargaði það mér alveg. 

Hluti leiðarinnar var meðfram Signu og þar þurftu hlauparar að vera í stórsvigi framhjá gangandi fólki... þar var ekkert pælt í að halda fólki frá. Þegar við komum aftur upp á götuna var búið að hleypa umferðinni á og eina ráðið að vera við gangstéttina en til að elta grænu röndina sem leiddi rétta leið var maður hreinlega í lífshættu á hringtorgum og sumum gatnamótum. 

Komin uþb hálfa leiðina fann ég að ég var komin með blöðru á v-hæl... held ég hafi fengið blöðru á sama stað í síðustu maraþonum í þessum skóm... uppgötvaði nú að brún á innlegginu særir mig... verð að gera eitthvað í því.

20180408_París MaratonaÞegar ég kom að síðustu 200 metrunum að markinu, sagði ein kona að það væri búið að loka, og rak mig til hliðar, ég sá svo hlaupara vera koma inn og það endaði með því að ég fékk hjálp við að klifra yfir (fékk krampa í lærin við það) svo ég gæti hlaupið yfir marklínuna.  Þar beið Lúlli, farinn að hafa áhyggjur, bæði vegna hitans sem var í dag og eins að ég er búin að vera hálf veik af þessu kvefi.

Lúlli bjargaði því að ég fengi tíma... hann hafði séð þegar þeir tóku mottuna svo ég sýndi úrið mitt og fékk tímann skráðan, síðan voru bæði verðlaunapeningarnir og bolirnir búnir... það var engin þjónusta við markið og eins og allstaðar var leitun að manneskju sem talaði ensku. Bæði bolirnir og verðlaunapeningarnir voru búnir en á leiðinni á hótelið fékk ég lánaðan verðlaunapening fyrir myndatöku.

Þetta maraþon er örugglega fínt fyrir þá sem þurfa ekki að spá í tíma en fyrir hæga hlaupara get ég ekki mælt með París.

Þetta maraþon er nr 226
Garmin mældi tímann 6:48:14 og vegalengdina 42,86 km


Jerusalem Marathon 9.mars 2018

logo1_l1Jerusalem Marathon & Half Marathon, 10K, 5K
Jerusalem, Israel
9.mars 2018

http://jerusalem-marathon.com/default.aspx

2018-03-09 Jerúsalem hlaupaleiðVið Lúlli sóttum gögnin fyrir maraþonið, þegar expo-ið opnaði kl.3... þetta var ágætis expo en ég verslaði ekkert. Við komum okkur á hótelið í samfloti við Hollendinga sem fara hálft á morgun.

Í þriðja sinn í röð hleyp ég maraþon á föstudegi. Ég stillti símann á 4am og var sofnuð um kl 9. Eins og í fyrrinótt hringdi síminn kl 23:15 og ég gat ekki sofnað aftur... ég fékk 2ja tíma svefn.

Eftir að hafa borðað og klætt mig hitti ég konur í lobbýinu og var labbaði samferða þeim á startið... um 2,5 km. Maraþon svæðið var rosalega stórt og ég hélt að ég sæi startið 500m fjarlægð en þegar ég mætti þangað var þetta markið og stórt spjald sem sagði startið í 600m fjarlægð. 

20180309_JerúsalemÍ stuttu máli sagt, var búið að ræsa hlaupið og allir farnir þegar ég hljóp yfir línuna. Ég get með hreinni samvisku sagt að þetta maraþon er örugglega fínt fyrir hraða hlaupara en svona skjaldbökur eins og ég skulu fara eitthvað annað.

Fyrir utan 100 langar og misbrattar brekkur þá "týndist" ég tvisvar, var vísað ranga leið (hljóp á móti og til baka, til að leiðrétta mistök) og þurfti sífellt að spyrja til vegar og fékk yfirleitt meiri hjálp frá almenningi eða hlaupurum sem ég mætti því starfsmenn vissu minna eða töluðu ekki ensku... Svo lenti ég í sjónvarpsviðtali á miðri leið.

Það var nóg af vatni á leiðinni en gelið varð ég að týna upp af götunni... sem aðrir höfðu hent.

Í markið komst ég, komin með blöðru á annan hælinn, aum í annarri mjöðminni og alveg búin að fá nóg af þessu brekkuveseni.

Þetta maraþon er nr 225
nýtt land - Ísrael :)
Garmin mældi vegalengdina rétta þrátt fyrir að hafa dottið út í undirgöngum... og tímann 6:57:29


Dubai Marathon 26.jan 2018

Dubai 2018Standard Chartered Dubai Marathon
Dubai, United Arab Emirates
26.janúar 2018

http://www.dubaimarathon.org

Við sóttum númerið á miðvikudag... ég fékk nr 1466. Expoið var eitt það minnsta og einfaldastasem ég hef nokkurntíma farið í... og þetta er sæmilega stórt hlaup. 

Maraþonið er á föstudegi... hvíldardegi múslima sem skapar smá vandamál. Lestir og strætó byrja ekki að ganga fyrr en kl 10.

Ég stillti símann á kl 4 am en gekk ekkert að sofna... kl 10:30 hringdi mamma, búin að gleyma að ég væri úti. Ég gat eitthvað dottað eftir það en var dauðþreytt þegar ég fór á fætur.

Ég tók leigubíl fyrir utan með það fyrir augum að vera um kl 6 á startinu. Bílstjórinn var ekki vel upplýstur um lokaðar götur en það tókst að koma mér á staðinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvað margir tóku þátt mér fannst það nokkuð stórt. 

20180126 Dubai 26.jan 2018Hlaupið var ræst kl 7. mér tókst að vera nokkuð framarlega... marksvæðið var rosalega flott, með upphækkuðum leikvangasætum og stórum sjónvarpsskjáum. Við hlupum eiginlega allt maraþonið eftir sömu götunni. Start og mark voru svo í hliðargötu við hana. Við beygðum fyrst til vinstri og hlupum í áttina að hótelinu... svo að eftir nokkra km sat Lúlli fyrir mér. Hann beið svo eftir að ég snéri við og hitti mig aftur. Þegar ég kom svo að hliðargötunni hélt ég áfram uppeftir um 7,5 km, snéri þar við og hljóp niður eftir... þessi leggur var síðan endurtekinn... áður en ég beygði í hliðargötuna í markið.

20180126 Dubai 26.jan 2018Ég var ekki búin að vera 4 og hálfan tíma í brautinni þegar allir voru reknir upp á gangstétt og götunar opnaðar. Hlauparar voru almennt mjög fúlir yfir þessu því motturnar voru aftengdar og flagan getur ekki millitíma. Hitinn var nokkuð mikill en þjónusta á drykkjarstöðvum var góð.

Mér gekk ágætlega í þessu maraþoni... betur en ég þorði að vona bæði vegna þess að maraþonið er á síðasta degi ferðarinnar og við búin að ganga mikið og svo hvað ég svaf lítið nóttina fyrir hlaupið.

Þetta maraþon sem er nr 224 gefur mér nýtt land, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin
og nýja heimsálfu, Asíu...
Garmin mældi vegalengdina 42,51 km
Og tímann 6:15:42


Luxor Marathon 12.jan 2018

Egyptian International Marathon & 100K, 22.2K, 12.3K, 5K
Luxor, Egypt

Rames Luxor 12.jan 201812.jan 2018
http://www.egyptianmarathon.com

Fyrsta maraþon ársins 2018 var ekki auðvelt. Ferðalagið var langt og svo var ferðin látin enda á hlaupinu en ég hef alltaf vilja byrja á hlaupinu og eiga síðan frí ef ferðin var meira en helgi. 

Útlendingar þurfa að kaupa pakka sem innfelur hlaupið, rútu til og frá starti og marki, 3 nætur á Jolie Ville hótelinu og lokahófskvöldverð sem er líka á hótelinu. Pakkinn var svo sem ekkert rosalega dýr og þægilegt að vera á staðnum. Hótelið er frábært.

Gögnin voru afhent á fimmtudegi kl 4:30 í anddyri hótelins, við fengum okkur svo kvöldmat og fórum snemma að sofa.

20180112_065455Ég lét símann vekja mig kl 4:15. Klæddi mig en gat ekki teypað tærnar eins og venjulega því eftirlitið á flugvellinum tók af mér sport-teypið og litlu skærin mín sem ég er búin að fara ótal sinnum með gegnum öryggiseftirlit í Ameríku... en kannski héldu þeir að ég gæti rænt flugvélinni með þessu. Sem betur fer tóku þeir ekki mjóan plástur sem ég nota til að teypa tvær tær saman því annars leggst önnur þeirra á hliðina og það er svo sárt.

Morgunmaturinn átti að opna kl 5 en ég kom korteri áður og þá var allt til. Rútan átti að fara kl 5:30 á startið en fór korteri of seint. Það var um 45 mín keyrsla á startið sem var við Hatshepsut hofið (heitu-kjötsúpuna). Þar voru klósett í upphækkuðum gámum og auðvitað rukkað fyrir klósettpappírinn. Ekkert klósett var á leiðinni og ég er búin að vera slæm í maganum undanfarna daga.

Startið var kl 7... hlaupið 1,2 km niður að gatnamótum og tekinn um 10km hringur framhjá ökrum og gegnum "smáþorp" þessi hringur var hlaupinn 4 sinnum, en enginn frá hlaupinu sá um talninguna. Tveir menn fyrir framan mig hættu eftir 10 km... Kannski því leiðin var frekar leiðinleg, undirlagið gróft og óskaplega þreytandi börnin sem héngu í manni og suðuðu um pening. Auðvitað er ég ekki með pening í hlaupi og einn strákahópurinn henti tómri vatnsflösku í hausinn á mér og fannst það rosalega fyndið.

20180112_Luxor MarathonFyrst var kalt, rosalegur reykur í loftinu af rusli sem fólkið er að brenna, síðan kom bakandi hitinn. Mér gekk vel fyrsta eina og hálfa hringinn en þá fór ég að finna fyrir blöðru á vinstra hæli og eymslum í hægra táberginu... undirlagið var gróft og tábergið er sigið. Seinni hringirnir voru skárri því ég þekkti þá... svo við Guð tókum einn í einu. Það voru ca 40 manns í heilu og mjög einmannalegt á leiðinni.

Við fengum vatn og bananabita á leiðinni en ég var með 3 gel með mér og tók þau frekar en bananabitana. Með þessu maraþoni get ég bætt við einu landi og einni heimsálfu en Egyptaland fylgir Afríku.

Við fengum verðlaunapeninginn afhentan í hófi um kvöldið.

Þetta maraþon er nr 223
Garmin mældi vegalengdina 42,27 og tímann 6:33:39

Ég get ekki mælt með þessu hlaupi.  


Hlaupa annáll fyrir árið 2017

GLEÐILEGT HLAUP-ÁR 2018

Annállinn er að þessu sinni sendur út hér heima... Það er ekki hægt að segja annað en að árið 2017 hafi verið viðburðarríkt hlaupaár hjá mér. Ég fór 16 maraþon á árinu. Fyrsta maraþonið var á Nýjársdag í Texas og í næstu ferð hljóp ég 3 maraþon á tveimur af eyjum Hawaii, eitt á Maui og tvö á Kauai. Janúar var því fullbókaður... með 4 maraþon... þar af voru 3 maraþon á 6 dögum. 

Verðlaunapeningar 2017Ég tók þátt í þrem seríum hjá Mainly Marathons, Aloha- Praire- og Northwest seríunum, tvö maraþon í hvert skipti. Eins og allir vita er maraþon rúmir 42 km og því er skemmtilegt að segja frá því að í janúar þegar ég var á Hawaii borgaði ég mig inn í hlaup í Praire seríunni 17.júlí... en þá var 42 ára brúðkaupsafmæli okkar Lúlla... og ég bað um að fá og fékk síðan keppnisnúmer 42.
HOW COOL IS THAT... en hver einasti nörd veit að 42 eru svarið við ÖLLU.
https://www.youtube.com/watch?v=aboZctrHfK8

Ég var hætt að hlaupa maraþon tvo daga í röð en það gerðist nú samt 17. og 18.júlí... 

Þá tók ég 3 maraþon í Rock´N´Roll seríunni á þessu ári, Nashville, Savannah og Lissabon. Já, Evrópa er að sigla sterkt inn í hlaupin hjá mér. Þetta árið fórum við Lúlli tvisvar til Evrópu, til Rómar og Lissabon. Það var ótrúlega skemmtilegt að heimsækja þessar gömlu borgir sem eiga mikla og langa sögu. 

20171126_Space Coast MarathonAð sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 21.árið í röð og það verður hefð að hlaupa það ef ég er á landinu.

Síðasta maraþon ársins var í Florida, Space Coast Marathon og rosalega gaman að Lovísa kom með, hljóp hálft maraþon í fyrsta sinn og gekk rosalega vel. Edda og Berghildur voru á hliðarlínunni þetta árið.

16 maraþon á árinu... það voru fáir mánuðir sem ég sleppti úr en ég hljóp ekki maraþon í febrúar, júní og desember.

Maraþonin eru orðin 222 talsins.

GLEÐILEGT NÝTT HLAUP ÁR 


RnR marathon Savannah GA 4.nóv 2017

RnR Marathon Savannah
RnR


4.nóv 2017

http://www.runrocknroll.com/savannah/

20171103 RnR Savannah 4.nóv 2017Ég keyrði til Savannah og sótti númerin fyrir bæði hlaupin í gær. Expoið var ágætt. Síðan var ekkert annað að gera en versla aðeins, taka saman hlaupadótið og fara snemma að sofa... eða kl 18

Klukkan var stillt á 3am... þá var hitastigið 15°c... það er hitaviðvörun í gangi fyrir hlaupið... en eftir að hafa fengið mér að borða, hringt heim í bíðarann og annan hefðbundinn undirbúning - var ég tilbúin og lagði af stað kl 4:45

Ég lagði bílnum við Convention Center og tók ferju yfir á startið. Af því að ég var snemma í því fann ég bekk til að sitja á í ca klst.

Maraþonið var ræst kl.7:20. Það var strax orðið heitt og fljótlega farnir að detta dropar af derinu af rakanum. Ég passaði mig að drekka vel, borða gel og salt og fara ekki fram úr mér í hitanum. 

20171104_140807Ég var hérna síðast hér fyrir 2 árum og þá var einmitt hitabylgja, lokað á heilt og öllum skipað að fara hálft maraþon. Ég frétti núna að tveir hefðu dáið í því hlaupi en ekki einn eins og ég vissi þá. Nú stendur öllum til boða að skipta í hálft... og betri viðbúnaður heldur en síðast.

Hitinn hækkaði og var að ég held mestur 86°F. Þetta þýddi að fólk fór að ganga meira. Ég hægði á mér, gekk brekkur og síðustu þrjár mílurnar. Ég heyri stjórnandann segja að það væru 300 manns í brautinni á eftir mér.

Þetta maraþon er nr 221 (póstnúmerið á Völlunum) 

Garmurinn mældi tímann 6:24:41
og vegalengdina 42,67 km

Stóri peningurinn er fyrir Marathon Challenge sem ég tók þátt í.


R'N'R Maratona De Lisboa 15.okt 2017

Rock n Roll Maratona de Lisboa

15.okt 2017

http://www.runrocknroll.com/lisbon

Við sóttum númerið sl fimmtudag og tókum það frekar rólega í gær, föstudag. Lissabon er byggð utaní hæð og tómar brekkur hér í gamla bænum. Air-B&B-hellirinn okkar er mjög vel staðsettur fyrir markið... og það er lest á startið.

Klukkan hringdi kl 4 en ég hafði varla sofið. Ég var tilbúin að fara 5:30. Það var um 1,3 km ganga í lestina og ég var heppin að fá sæti því ferðin tók 40 mín og svo var 10 mín ganga á startið.

Ég var enn í klósettröðinni kl 8 þegar var startað og það stressaði mig ótrúlega... ég fór of hratt af stað og svo byrjuðum við á brekku.

Mér gekk ekki vel í þessu maraþoni og langað mest allan tímann að hætta, brautin lítið spennandi en kannski erfitt að velja aðra nema bæta við brekkum... en Guð sendi mér viljastyrk til að klára þetta. Hitinn rauk upp, var 23°c í hupphafi og 32°c á símanum hjá Lúlla þegar ég kom í mark. Ég neyddist til að ganga meira en helminginn og þá fæ ég í bakið.

Ég var síðust í maraþoninu, með sjúkrabíl, rútu og tvö lögregluhjól sem fylgdu mér og öðru hverju var suðað í mér að hætta. Þegar ég kom loksins í mark var búið að slökkva á mark klukkunni svo ég varð að sýna þeim úrið mitt til að fá tímann viðurkenndan... og finna út byssutíma.

Þetta maraþon er nr 220 (póstnúmer Hfj)
Garmin mældi vegalengdina 42,21
og tímann um 7 klst...
tíminn samkvæmt úrslitum var 07:03:55 - Chip: 06:59:38


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband