Soffía, Rannveig og Þóra Hrönn mættu til að hlaupa sína 8 km. og ég var hjólandi. Hlaupaleiðin var farin með stæl..... og fólk hélt að stelpurnar væru með einkaþjálfara á hjóli. Ég var uppdeituð af upplýsingum varðandi Reykjavíkurmaraþon.
Rannveig og Ingileif fóru 10 km. og báðum gekk vel. Glæsilegt stelpur..... .... Frábært. Soffía hljóp ekki - er með bronkitis- þetta er nú örugglega ekki rétt skrifað, en það skilst. Gengur bara betur næst Soffía. Nú er bara að halda sér við planið Byltur, látið ekki detta niður æfingu þó ég bregði mér af landinu.
Það verða 10 km á miðvikudag..... með bros á vör
Íþróttir | 20.8.2007 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er komin ný vika..... vika nr. 7 í planinu
Sunnudagur....... hvíld fyrir þær sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoni
mánudagur........ 8 km.
miðvikudagur..... 10 km.
fimmtudagur ...... 6 km.
laugardagur ....... 8.km.
Ég hvíli alla vikuna stelpur, mæti samt og hjóla með ykkur í dag.
Íþróttir | 20.8.2007 | 15:20 (breytt kl. 15:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, það er afstaðið og ég er á lífi... Ég fór af stað kl. 8 um morguninn, early start, heitir það.
það byrjaði ágætlega fyrstu 10 km. En frá 10km og að 30km, þar sem maðurinn beið eftir mér, var ég varla á lífi. Allt var eins og best á kosið, veðrið heitt og gott, hlaupaleiðin í lagi, útlendingum finnst hún áreiðanlega frábær, starfsfólkið gott ... en það var of langt á milli drykkjarstöðva.
Fólk finnur sennilega ekki eins fyrir því í styttri vegalengdum, en í maraþoni gengur ekki að hafa 4 km á milli þeirra. Og svo vantaði eina..... frá 25km og að 32km var engin drykkjarstöð. Maðurinn, Bíðari nr. 1 mætti á hjólinu og hreinlega bjargaði mér .... var með Egilsorku og myndavélina auðvitað. Ekki bætti ég tímann minn, frekar bætti við hann ! Í heildina litið, þá voru fyrstu 42 km. verstir
... síðustu 200 metrarnir bestir...
...... annars mældist maraþonið hjá mér 42,6 km
Magga og Anna Rós fóru hálfmaraþon og bættu tímann sinn. Glæsilegt hjá þeim, til hamingju stelpur.
Hérna á að koma mynd af þeim, drífið ykkur að senda myndina stelpur.
Íþróttir | 18.8.2007 | 17:55 (breytt 29.11.2008 kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum þrjú sem mættum í pastað..... ég, Rannveig og Bíðari nr. 1. Við sóttum númerin, fundum stemmninguna og hittum hlaupavini. Rannveig var eitthvað slöpp og hafði ekki lyst á pasta, ég borðaði fyrir okkur báðar.
Ekki að spyrja að því, maður hleypur ekki í spik, án þess að hafa eitthvað fyrir því. Nú er bara að undirbúa sig. Hafa allt tilbúið fyrir morgundaginn.
Rannveig hleypur 10 km. en ég maraþonið. Við vorum að skoða leiðina á kortinu í bæklingnum. ÁGÆTIS HRINGUR.
Ég er svo heppin að Bíðari nr. 1 ætlar að hitta mig við 30 km. markið eins og undanfarin ár og hjóla með mér afganginn af leiðinni. Þá reynir hann að segja eitthvað viturlegt og vera með brandara sem ég hlæ ekki að fyrr en löngu seinna .... Svo er hann með orkudrykk, súkkulaði og getur geymt jakka í körfunni og svo tekur hann myndir..... Frábær þjónusta sem hann veitir, verst hvað hann er lélegur nuddari.... En það er aldrei á allt kosið... og ég er hæst ánægð með þetta.
Við sáum ekki Möggu og Önnu Rós, en stelpur, gangi ykkur vel á morgun. Takmarkið er að koma heilar og brosandi í mark.
Íþróttir | 17.8.2007 | 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við Soffía hlupum bara tvær, bæði í dag og í gær. Fórum samviskusamlega eftir hlaupaplaninu. Það þýðir ekki að skreppa saman þó það sé aðeins farið að kólna. Ég veit að Rannveig hljóp frjáls og óháð, Þóra Hrönn fór út úr bænum og Þórdís er í útlöndum. Magga og Anna Rós.... sisters where are thou?........ Nú er Reykjavíkurmaraþon í uppsiglingu og menningarnótt kemur í kjölfarið.
Ég afritaði þetta á netinu, stelpur....
Afhending keppnisgagna og stuttermabola
Þátttakendur sæki keppnisgögn og boli í Laugardalshöllina, föstudaginn 17. ágúst kl. 12:00 - 21:00.
Pastaveisla
Þátttakendum í hlaupum 3-42 km er boðið til pastaveislu, í boði Barilla, föstudaginn 17. ágúst kl. 16:00-21:00 í Laugardalshöllinni. Þeir sem áhuga hafa á að kaupa sérstaklega pastamáltíð (til dæmis fyrir gesti) þá kostar máltíðin 500 krónur. Frítt er fyrir þátttakendur.
Stelpur.... Mér finnst alveg tilvalið að við hittumst kl. 17:00 til að sækja gögnin og borða saman pasta. Hvað finnst ykkur?
Íþróttir | 16.8.2007 | 21:20 (breytt kl. 21:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er mjög stolt að tilkynna að maðurinn minn fór inn á Glitni.is og gerði áheit á mig. Þetta gerði mig auðvitað mjög stolta af honum. Það eru margir sem halda að Glitnir borgi fyrir alla keppendur...... NEI, Glitnir borgar bara fyrir viðskiptavini sína, aðrir ....fólk úti í bæ, verður að gera áheit á okkur hin, svo að við hlaupum til góðs.
Fara á Glitnir.is !
Maðurinn minn gerði áheit. Hann hefur mikla og góða reynslu af að bíða eftir mér, því frá upphafi hefur hann......beðið og beðið.... og beðið.... þegar ég er í hlaupum. Fyrir nokkrum árum vildi hann stofna félag fyrir ,,Bíðara". Undirtektir voru ágætar, stungið upp á æfingaferðum til útlanda, æfingabið á pöbbum og fyrir framan verslanir fyrir jólin. Einnig var rætt um að félagar væru númeraðir eftir inntöku í félagið og svo auðvitað að verðlauna góða bíðara. En ekkert varð úr stofnun Bíðarafélagsins.
Ég ákvað því að taka málið í mínar hendur og verðlauna hann sem Bíðara nr. 1... þegar hann var búinn að bíða í ca 50 maraþonum eftir mér.
Við hátíðlega athöfn var ,,Bíðara nr.1" afhentur Óskarinn þegar ég kom í mark í Reykjavíkurmaraþoni 2004.... og kom honum þetta gjörsamlega á óvart, en áttaði sig svo og .... þakkaði mömmu og pabba og þeim sem hafa stutt hann gegnum allt.... eins og Óskars-verðlaunahafar gera yfirleitt með tárin í augunum.
En nú eftir að Byltur hafa dottið saman, er kominn grundvöllur fyrir Bíðarafélag.... Bíðari nr. 2 er auðvitað sá sem beið með vatn, klaka og sítrónusneiðar um daginn. Strákar ...... gangið í félagið !
Íþróttir | 15.8.2007 | 20:40 (breytt 16.8.2007 kl. 22:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleði gleði, komin aftur í menninguna.... ég skrapp í Selvoginn með manninum, hann var eitthvað að dunda við hjólhýsi systur sinnar.
Vorum sambandslaus við umheiminn, því þar næst ekki sími, engin blöð borin út, snjór í sjónvarpinu og krían sér um land og loftvarnir landsins. Þeir segja að það virki mjög vel að heita á Strandakirkju... en ég minni fólk enn og aftur á, að heita á mig í Reykjavíkurmaraþoni.
Hvað á maður að gera þegar maður bregður sér aftur í fornöld, nema að opna bjórdós og hvítvín og grilla..... eins og útilegumenn gerðu forðum. ALVEG RÉTT, sagði maðurinn yfir öxlina á mér, svona á þetta að vera. Hann er ekki vel að sér í sögu, ef hann heldur að þeir hafi farið í ríkið.... ég var að hugsa um lambakjötið eldað út í náttúrunni.
En við erum komin aftur og hlaupaplanið segir að í dag verði teknir 10 km. með bros á vör.
Íþróttir | 15.8.2007 | 09:54 (breytt kl. 10:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mættar: Rannveig, Þóra Hrönn og Bryndís.
Við fengum frábært hlaupaveður í dag. Við hlupum samviskusamlega eins og áætlað var til Bessastaða í heimsókn til Óla og Dorritar. Vorum ákveðnar að klukka tröppurnar og hafa þar löggilta drykkjarstöð. Þegar við hlupum heimreiðina fór rúta með útlendingum fram úr okkur.
Eins og kurteisir Íslendingar heilsuðum við fólkinu við kirkjuna og hlupum að forsetabústaðnum. Þar kom enginn út, heppni að við vorum með vatn í drykkjarbeltum. Síðan snérum við til baka, hlupum sömu leið. Þegar við komum að A-Hansen var rútan þar.... aumingja fólkið hafði hvorki fengið vott né þurrt hjá Óla og Dorrit, frekar en við. Við ákváðum að gleðja það aðeins og sungum um leið og við hlupum framhjá..... We are the champions my friend.... Ég er alveg viss um að við redduðum deginum hjá blessuðum útlendingunum.
Lokaspretturinn er eftir Austurgötunni og þar býr Þóra Hrönn. Hún stakk upp á að hún bæði manninn sinn að taka afreksmynd af okkur bak við húsið og viti menn .... þar var höfðingjamóttakan sem við væntum á Bessastöðum. Bakki með vatni, klaka og sítrónusneiðum.
Íþróttir | 12.8.2007 | 14:24 (breytt kl. 17:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við mættum þrjár, sannkallaðar hetjur. Það var þoka en betra hlaupaveður varla hægt að fá. Við höfum aldrei mætt eins mörgum hlaupandi á leiðinni, ég vona að Það sé ekki vegna þess að þau rati ekki heim til sín..... nei, það var ekki svo mikil þoka og svo hleypur enginn lengur nema vera með GPS. Það er nú þvílík snilld..... maður varð frjáls frá sínum föstu mældu hringjum.
Á morgun kl. 10 förum við frá Lækjarskóla og í heimsókn til Óla og Dorritar. Við höfum ekki boðað komu okkar formlega, enda eru Íslendingar ekki þekktir fyrir að hringja á undan sér, við erum vön að birtast bara á tröppunum og láta það ráðast hvort fólk á eitthvað fitandi með kaffinu.
Íþróttir | 11.8.2007 | 11:41 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sunnudagur = 12 km
mánudagur = 8 km.
miðvikudagur = 10 km.
fimmtudagur = 6 km.
laugardagur = 7 km.
Íþróttir | 11.8.2007 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)