Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024
Maraþon í Farmington NM
Eg ákvað að fara þó ég væri ekki orðin góð í hásininni. Þessi meiðsli hafa plagað mig allt árið. Ég flaug til Denver en þegar ég kom þangað var búið að aflýsa fluginu mínu til Santa Fe vegna veðurs..
Klukkan var orðin margt, langt í hótel frá flugvellinum, hótelin rándýr og ekki með hótelskuttlur.. og í ofanálag fékk ég flug til Santa Fe eldsnemma.. svo ég svaf á flugvellinum um nóttina.. sem er auðvitað engin hvíld fyrir maraþon.
Í Santa fe, fékk ég bílinn og keyrði til Farmington. Farmington er í 5.473 feta eða 1.668 metra hæð yfir sjávarmáli. Bíllinn var ein héla þegar ég kom út en mér tókst að skrapa og bræða rúðurnar.. og ná á startið fyrir tilkynningar.. Það var niðdimmt, hrollkalt.. jörðin frosin þegar hlaupið var ræst kl 6. Allir voru kappklæddir. Það birti á fyrsta klukkutímanum. Leiðin var skógarstígur meðfram á og mjög ójafn, amk 2 duttu. Fóturinn hélt nokkuð vel og mér tókst að klára þetta. Þetta maraþon er nr 283
Íþróttir | 31.12.2024 | 14:25 (breytt 4.1.2025 kl. 16:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Maraþon í Pendleton OR. NorthWest Series.
Við flugum til Portland Oregon og ég ætlaði að taka 3 maraþon en hásinameiðslin tóku sig upp og ég kláraði bara eitt.
Á hlaupadaginn vaknaði ég fyrir kl 3, start kl 5:30.
Keyrslan frá Portland var þó nokkur, kunnuglegar slóðir því ég hef keyrt þetta oftar en einu sinni áður.
Þetta maraþon er nr 282
Íþróttir | 31.12.2024 | 14:18 (breytt 4.1.2025 kl. 16:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)