Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2024

Áramóta annáll fyrir 2023


GLEÐILEGT ÁR 2024

Ég óska öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á hlaup-árinu 2024 um leið og ég þakka fyrir árið sem er að líða. 

20231227_110637Annáll þessa árs er skrifaður í Orlando Florida.. en ég fór nokkrar ferðir erlendis til að hlaupa.. Ég var ákveðin að klára öll 50 fylkin í þriðja sinn á þessu ári.. Í ársbyrjun vantaði mig 13 fylki.. og ég fór 6 ferðir til þess að ná þeim.. Síðasta fylkið var Virginia. EN svo kom BÖMMER ársins.. eitt hlaupið var ekki samþykkt, það er á rauðu flaggi.. vegna hita var víst endalaust verið að láta hlaupara stytta vegalengdina og þeir sem fóru styst hlupu aðeins hálft maraþon.. vegna skorts á verðlaunapeningum fengu margir sem fóru hálft, pening fyrir heilt.. og svo var klúður í tímatökunni.. svo ég fékk póst frá 50 ríkja klúbbnum að ég verði að hlaupa þetta fylki aftur.. og það geri ég í mars.

Maraþonin á þessu ári urðu 16.. í fyrsta sinn í áratugi stytti ég niður í hálft maraþon í Reykjavík.. en þrátt fyrir fjölda pósta hef ég ekki komist í úrslitin í hálfu.

Ég gekk, skokkaði og hjólaði með Völu og synti á föstudögum með systrum mínum.

Vegna þessara utanlandsferða á milli þess sem ég var að leysa af í Vestmannaeyjum, Njarðvík og á Patró.. þá gekk ég hvorki á Esjuna eða Helgafellið mitt.. en ég náði Ratleiknum.. 

Maraþonin eru komin í 278 + 1 virtual
Ultra-hlaup 10, 9 Laugavegir og 1 Þingvallahlaup
Fylkin í 3ja hring um USA eru komin 49
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR

2024




Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband