Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023
Ég var með hótel í nokkurra mín fjarlægð frá startinu, en var sagt upp rétt fyrir brottför að heiman.. og hótelið sem ég fékk var í Wells í 30 mín fjarlægt.. Klukkan var því enn einu sinni stillt á 3am.. því startið í öllum hlaupunum hefur verið kl 5am.. en þá er farið að birta..
Við byrjuðum í rigningarúða eins og í gær, síðan var þurrt í nokkra tíma, en þegar leið á kom góður skúr.. Allt var þó orðið þurrt í lokið.. þetta maraþon var virkilega erfitt, fæturnir á mér voru orðnir stokkbólgnir, ég var í compression sokkum en þeir náðu ekki að halda við bólguna, kominn sviði í yljarnar, ökklarnir stífir og skórnir orðir mjög þröngir..
Leiðin var 14 ferðir með 5 stærri brekkum í hverri ferð.. Þetta var síðasti dagurinn í New England seríunni.. og ég varð að komast í gegnum það til að krossa við Maine.. Það þarf varla að taka fram að ég var DEAD-LAST í hlaupinu og fékk aftasta vagninn að launum..
þegar ég kom heim kom í ljós að ég var með sinaskeiðabólgu framan á fætinum það marraði í vöðvanum.. Það mun taka tíma að lagast..
Þetta maraþon er nr 270
Strava mældi vegalengdina 43.16 km
5 fylki eftir í 3ja hring um USA.
Íþróttir | 12.6.2023 | 19:30 (breytt 6.8.2023 kl. 18:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum á sama hóteli og fyrir hlaupið í gær þegar ég keyrði til Vermont, nú voru nokkrar mínútur á startið.. sem er í Monadnock Park í Claremont NH.
Eins og áður var klukkan stillt á 3am.. og eftir að hafa teypað tærnar og annan venjulega undirbúning fórum við á startið.. Lúlli kom með því eftir hlaupið var löng keyrsla til Maine..
Þetta var trail maraþon í Monadnock Park í New Hampshire í dag, og leiðin innihélt eina bratta og erfiða brekku (x16).. Við fengum fáeina regndropa í upphafi en fengum dembu í lokin..
Þetta maraþon er nr ??
Strava mældi leiðina 43.96 km
6 fylki eftir í 3ja hring um USA
Íþróttir | 12.6.2023 | 19:10 (breytt 6.8.2023 kl. 18:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú erum við búin að eiga viku frí.. höfum aðeins skoðað okkur um og farið á nýja staði.. Seinni maraþon hrinan byrjar í dag.. Klukkan var eins og venjulega stillt á 3 am.. Við gistum í Claremont NH og ég var 20 mín að keyra á startið í dag í Springfield í Vermont..
Hlaupið var ræst kl 5am en þá var að byrja að birta.. Hitastigið var þægilegt, svalara en í síðasta maraþoni í síðustu viku.. það var úðarigning fyrstu tímana, en það stytti upp og eftir það komu stöku dropar..
Leiðin var nokkuð flöt, meðfram fallegri á.. við sluppum alveg við reykinn af skógareldunum í Kanada..
Þetta maraþon er nr ?
Strava mældi vegalengdina 43,2 km
7 fylki eftir í 3ja hring um USA
Íþróttir | 12.6.2023 | 18:58 (breytt 6.8.2023 kl. 17:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gat verið á sama hóteli fyrir þetta maraþon og maraþonið í gær í Delaware. Ég var eftir mig.. ekki spurning.. Ég vaknaði aftur kl 3 am.. lagði af stað kl 4 am enda 20 mín keyrsla á startið..
Hlaupið var ræst kl 5 en þá var þegar farið að birta aðeins. Undirlagið var slæmt, möl.. það var nær enginn skuggi á leiðinni.. og margar brekkur.. sem varð til þess að bakið á mér neitar að fara í þriðja maraþonið á morgun.. Hitinn í dag fór upp í 90°F
Eftir hlaupið sótti ég Lúlla á hótelið og keyrði til Pennsylvaniu.
Maryland - tékk
8 fylki eftir í 3ja hring um USA
Íþróttir | 2.6.2023 | 00:53 (breytt 6.8.2023 kl. 17:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við flugum út til Baltimore 29.maí.. og keyrðum til Delaware.. þegar ég ætlaði daginn áður að finna startið í Lums Pond State Park kom ég að lokuðu hliði..
Ég stillti klukkuna á 3am.. og fór snemma að sofa. Græjaði mig og fót út kl 4am, 20 mín keyrsla á start.. keyrði að aðal innganginum í garðinn, nú var allt opið. Startið var kl 5am í myrkri en birti fljótlega.
Leiðin var ágæt, einn þriðji var á möl og grasi, einn þriðji var skógarstígur og restin var á malbiki.. Heilt maraþon var 16 ferðir fram og til baka. Hitinn var ekki til vandræða og nægur skuggi á leiðinni..
Delaware -tékk
Strava mældi maraþonið - 46,56 km
9 fylki eftir í 3ja hring um USA
Íþróttir | 2.6.2023 | 00:29 (breytt 6.8.2023 kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er hægt og rólega að ná mér í hnénu og gat skokkað meira nú en áður.. Vala var veik í byrjun mánaðarins en ég fékk kvef og hálsbólgu um miðjan mánuðinn..
1.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
3.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
5.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
8.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
10.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
12.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn + 1 km skriðsund
20.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn
22.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn + 1,5 hjól m/Völu
25.maí... 5,6 km skokk um Ástjörn, fórum 2 hringi + 1,5 km hjól
29.maí... Flug út til Baltimore
31.maí... Marathon í Lums Pond State Park Delaware, 46,56 km
Íþróttir | 2.6.2023 | 00:11 (breytt 18.6.2023 kl. 12:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var óvenju lengi leiðinlegt veður úti.. svo við notuðum tækifærið að vera inni í Kaplakrika. Lúlli er að skríða saman eftir hjáliðaskiptin.. og ég er farin að skokka meira úti.
3.apr... 10 hringir í Krikanum.
5.apr... 15 hringir
8.apr... Tók þátt í Heimshlaupi 6 km og 1000m skriðsund
10.apr... 4,2 km skokk um Ástjörn
11.apr... 16 hringir
12.apr... 5,1 km skokk um Ástjörn
13.apr... 15 hringir
14.apr... 5,1 km skokk um Ástjörn
17.apr... 2,8 km skokk um Ástjörn + 2,8 km hjól
18.apr... 15 hringir
21.apr... 2,8 km skokk um Ástjörn + 2,6 km hjól + 1 km skrið
23.apr... 10,2 km hjól
24.apr... 2 hringir, Við Vala hlupum 4,5 km heim úr Krikanum
25.apr... 15 hringir
27.apr... 15 hringir og snjór úti
28.apr... 5,1 km um Ástjörn + 1 km skriðsund
29.apr... 2,1 km um Hvaleyrarvatn + 11,5 km hjól
30.apr... hjól 10.3 km
Íþróttir | 2.6.2023 | 00:09 (breytt 18.6.2023 kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)