Bloggfærslur mánaðarins, desember 2022

Hreyfing í nóv og des 2022

Í lok okt ætlaði ég að byrja aftur að skokka, við Vala mæltum okkur mót en ég var hölt.. ég hafði fengið eymsli í h hné í síðasta maraþoni.. og greinilega skemmt eitthvað.. það fór því lítið fyrir æfingum.. annað en ganga sem ekki var mæld og svo nokkrar sundferðir.. Þetta verður bara að hafa sinn gang.. gefa tíma og ath síðar hvort ég sé skárri.. snjór og mikið frost er ekki til að bæta það...

 4.nóv... ein, var hölt og við gengum kringum Hvaleyrarvatn, 2,1 km
 5.nóv... prófaði að nota hnéband, kringum Hvaleyrarvatn.. lala. 2,1 km
16.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km
28.nóv... prufa.. Hvaleyrarvatn 2,1 km

 3.des... 1000 m skrið
 9.des... 1000 m skrið
12.des... létt skokk kringum vatnið, 2,1 km
23.des... 1000m skrið
30.des... 1000m skrið

 


Hreyfing í okt 2022

27.sept fórum við til Usa þar sem ég hljóp 1 marathon og við Vala tókum amk 2 göngur Í Zíon þjóðgarðinum, við skoðuðum bæði Zion og keyrðum líka á norður rim Grand Canyon til að sýna strákunum hvar við gengum niður í stelpuferðinni 2019... Ég var ekki fyrr komin heim frá USA, að ég fór daginn eftir til Búdapest með Hörpu.. og auðvitað gengur maður sig upp að hnjám á hverjum degi, þar sem maður er ekki með bílaleigubíl.. Við tókum AirB&B um km frá tannlæknastofunni þannig að ferðir þangað voru uþb 2 km og svo vorum við auðvitað í búðum...

 1.okt... St Georg Marathon UTAH, 42,2 km 
 5.okt... Grand Canyon North Rim, 8,5 km ganga
 6.okt... Narrows ca 4 km og Angels Landing ca 10 km
12.okt... Lentum heima
13.okt... Flug til Budapest
14.okt... ganga 3,6 km
15.okt... ganga 9,3 km
16.okt... ganga 9,7 km
17.okt... 8,4 km
18.okt... 8,7 km
19.okt... 8,3 km
20.okt... Tókum lest til Slóvakíu, ganga 23 km
21.okt... ganga 12,1 km
22.okt... 2,2 km
23.okt... 10 km
24.okt... 10,5 km
25.okt... 5,7 km
26.okt... 6,3 km
27.okt... Heimferð, ganga á klínikina 1 km
31.okt... Við Vala hittumst, ég var hölt og við gengum kringum Ástjörn 2,8 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband