Bloggfærslur mánaðarins, október 2022

St Georg Marathon, Utah 1.okt 2022

Við komum til St Georg Utah, í gær og fyrsta verk var að sækja númerið.. og síðan að finna bílastæði við markið, en þaðan er farið með skólabílum eitthvað út í buskann upp í fjöll.. ég tók til hlaupadótið og reyndi að fara snemma að sofa.

Síminn vakti mig kl 1:30 í nótt, ég fór rúmlega 3 út, átti að mæta í skólabílinn á startið kl 4:15.. ég fékk gott stæði nálægt markinu.. og eyddi tímanum á milli í húsnæði elítunnar 🥳 Ég var komin á startið 4:45.. og ekkert annað að gera en að bíða í myrkrinu, í hávaðaroki og kulda til kl 7..
 
20221001_140339 st Georg UtahÉg heyrði í hátalarakerfinu að þetta er 16. stærsta maraþon í USA, með 5 þús keppendur alls í heilu og hálfu.. Ég heyrði að keppendur væru frá 49 fylkjum og 11 löndum.. og íslenski fáninn var meðal hinna.. Charlotte Chorriger var þarna og þulurinn sagði að hún hlypi í búningi sem væri bók.. ég hef hitt Charlotte í mörgum maraþonum og er vinur hennar á FB.. en ég sá hana ekki í myrkrinu..

Um leið og það var ræst, birti til... og fór að hitna og endaði í 33°c
Hlaupið byrjaði í 5240 feta hæð, eða í rúml 1400m, það var ,,sagan endalausa" eftir þjóðveginum, ekkert nema brekkur, bæði upp og niður, lengsta brekkan upp er kölluð 2 mile hill... Hlaupið endaði í um 900m hæð (Esjan er 740m).. ég var gjörsamlega búin í fótunum á eftir..
Það ekki hægt að segja annað en að ég kunni að velja þessi hlaup í Utah.. Salt Lake City Marathon og Utah Valley Marathon voru líka svona hrikaleg brekkuhlaup... Í hlaupinu hitti ég alveg óvænt Donnu, sem hljóp Reykjavík fyrir nokkrum árum og kom þá í mat til okkar...
 
Maraþon nr 262
Ég notaði símann til að mæla vegalengdina.. 42,89 km
Tíminn samkvæmt úrslitum hlaupsins er 6:52:27
Utah er 37.fylkið í 3ja hring um USA

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband