Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021

Áramóta-annáll fyrir covid árið 2021

GLEÐILEGT ÁR 2022

verðlaun 2021Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á árinu 2022 um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Annáll þessa árs er skrifaður heima í Hafnarfirði... og eins og í fyrra voru engin maraþon hlaupin, enda fór ég ekki erlendis og Reykjavíkurmaraþoni var aflýst annað árið í röð... en verðlaunahrúgan hér til hliðar er fyrir ,,virtual" hreyfingu.

Ég átti ferð til Japans í Tokyó maraþonið í mars 2020 en því var aflýst og ég gat fengið öruggt númer í mars 2021... sem var frestað til okt 2021... því var aflýst og aðgangur minn fluttur til 5.mars 2023... 

Ég var prestur á Patró til 31.maí í ár, ég notaði tímann, hljóp og gekk... en það er hægara sagt en gert í svona ástandi að halda sér í formi en ég reyndi að hlaupa með Völu þegar ég fór suður... Ég sakna þess að vera ekki ráðin þangað þennan veturinn. 

Lengi vel vonaði ég að Reykjavíkurmaraþon myndi verða... sem hefði ekki gagnast mér neitt, því ég ökklabraut mig á 17.júní... en því var aflýst... 

Ég fór í augasteinaskipti 9.júní og var varla búin að jafna mig eftir það þegar ég ökklabrotnaði...
Ökklabrotið stal af mér sumrinu... því ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar og síðan rétt tilla í hann næstu 6v eða þangað til það var búið að taka skrúfurnar. Um leið og ég gat hökkt um á hækjunum reyndi ég að fara í gönguferðir um hverfið... og finna ratleiksspjöld sem voru amk ekki langt frá bílastæðum... Ég náði að finna 13 spjöld og fara aftur með barnabörnum að finna þau... Við urðum Léttfetar en til þess þarf að finna 9 spjöld.

Ég gekk hvorki á Helgafellið eða Esjuna né gekk Selvogsgötuna í ár.

Það eru komin rúm 2 ár síðan ég hljóp maraþon... staðan frá því áramótin 2019-2020 var svona og tölurnar hafa ekkert breyst.

Maraþonin eru ennþá 253
að auki, Ultra-hlaup 10
búin með 28 fylki í 3ja hring um USA
maraþonlönd 27
Heimsálfur 5
4/6 Majors

GLEÐILEGT NÝTT HLAUPÁR 2022

 


Hreyfing nóv og des 2021

Þar sem hreyfingin hefur aðallega verið að hjóla og synda, þá einskorðast hjólið við færð og hálkuleysi... ég ætla nefnilega ekki að brotna aftur... 

 1.nóv... 6,5 km ganga m/Völu
 3.nóv... hjól 17,5 km m/Völu
 4.nóv... hjól 23 km m/Völu
 5.nóv... 1000m skriðsund
 8.nóv... hjól 18,5 km m/Völu
11.nóv... 9,2 km ganga að Hvaleyrarvatni
     FÉKK SLÆMA HÁLSBÓLGU
20.nóv... ganga 1,2 km
21.nóv... ganga 2 km
22.nóv... hjól 18,3 km m/Völu
26.nóv... 1000m skriðsund

 3.des... 1000m skriðsund
17.des... 1000m skriðsund
19.des... hjól 11,6 km ein
20.des... hjól m/Völu 17 km
22.des... hjól og ganga 6 km
27.des... 1000m skriðsund
30.des... 2 km ganga ein
31.des... 1000m skriðsund

 


Hreyfing okt 2021

Lífið byrjaði aftur eftir að ég prófaði að hjóla aftur... holurnar eftir skrúfurnar verða eins lengi að gróa og fótbrot... ég þarf að gefa þessu tíma. Ég hafði tekið saumana eftir skrúfurnar sjálf 25.sept... svo ég gat líka byrjað að synda aftur.

 1.okt... hjól m/Völu 10,4 km
 2.okt... hjól m/Völu 25,12 km
 6.okt... hjól m/Völu 16,7 km
 8.okt... 800m skriðsund
 9.okt... hjól m/Völu 16,6 km
10.okt... hjól 8,8 km ein
14.okt... hjól 16,5 km og gang 1,5 km
16.okt... hjól 10 km og ganga 2,6 km
18.okt... 5 km ganga m/Völu
20.okt... 5 km ganga m/Völu
22.okt... 1000m skrið
25.okt... hjól m/Völu 19 km
27.okt... hjól m/Völu 18,8 km
28.okt... hjól 13 km ein
29.okt... 1000m skrið


Hreyfing í júlí - ágúst - sept 2021

Ég ökklabrotnaði 17.júní... fór í aðgerð 20.júní, eftir 2 vikur voru saumar teknir en ég mátti ekki stíga í fótinn fyrstu 6 vikurnar... eftir það mátti ég tilla í fótinn næstu 6 vikur eða þangað til búið var að taka skrúfurnar úr fætinum... þær voru teknar 15.sept... Þrátt fyrir þetta skrölti ég á hækjunum úti og fór allt upp í tveggja 2ja km hringi um hverfið... 

 6.júl... saumar teknir
12.júl... gigg á Hrafnistu hæðinni hjá mömmu
18.júl... Messaði á Hólum, Harpa keyrði.

 4.ág... endurkoma á slysó, má till í fótinn til 15.sept
13.ág... fór út að ganga. 1 km
17.ág... ganga 600 m
19.ág... ganga 1 km
20.ág... ganga 1 km
21.ág... ganga 600m
23.ág... ganga 1 km
25.ág... ganga 1,2 km
27.ág... ganga 1,5 km
28.ág... ganga 2 km
31.ág... ganga 1,5 km (Lúlli fékk nýjan hnjálið)

 1.sep... ganga 2 km í Bónus
 2.sep... ganga 1,6 km 
 4.sep... ganga 500 m
 5.sep... ganga 1,4 km
 6.sep... ganga 2 km í Bónus
 9.sep... ganga 2,8 km
11.sep... ganga 5,3 km í Ratleik
12.sep... ganga 1,6 km 
15.sep... skrúfutaka á Slysó...
16.sep... ganga 2,6 km í Ratleik
17.sep... ganga 4,8 km í Ratleik
18.sep... ganga 3,7 km í Ratleik
19.sep... ganga 1,5 km í Ratleik
24.sep... ganga 600m með Lúlla
27.sep... gigg á Hrafnistu hjá mömmu
30.sep... byrjaði að hjóla, 2,1 km 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband