Bloggfærslur mánaðarins, september 2020
Já, þetta hefur gengið vonum framar að sparka sér út um dyrnar amk þegar veðrið er gott. Ég átti að hlaupa í Alaska um miðjan ágúst og svo lifði ég lengi í voninni að Reykjavíkurmaraþoni yrði ekki aflýst en svo var því aflýst... bömmer... Ég er í sýndar-hlaupahóp með nokkrum meðlimum í Marathon Globetrotters gegnum strava til 30.ág en við vorum löngu búin með vegalengdina sem við ætluðum að hlaupa í byrjun mánaðarins... svo við bættum við. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki búin að hlaupa neitt maraþon það sem af er ári.
Í staðinn fyrir að hlaupa Reykjavíkurmaraþon 22.ágúst ákvað ég að hjóla í Kaldársel, ganga Selvogsgötuna og frá Hlíðarvatni út á Suðurstrandaveg, láta sækja mig og hjóla síðan frá Kaldárseli og heima aftur og fara þannig maraþonvegalengdina án þess að hlaupa hana því ég gæti aldrei talið það með öðrum maraþonum.
2.ág... 12,3 km, við hjóluðum í messu í Garðakirkju
7,6 km ganga... köttur með strava
3.ág... 10,1 km, skokk og ganga, tognaði á kálfa.
4.ág... 17,2 km hjól
5.ág... 2,7km ganga í hverfinu
6.ág... 17,3 km hjólaði með Völu + Kanína (7,3 km) með strava.
7.ág... 1000m skriðsund
9.ág... 6,6 km skokk í kringum Ástjörnina
10.ág... 9 km skokk/ganga að Hvaleyrarvatni
12.ág... 22 km ganga Selvogsgatan... Strava klikkaði
14.ág... 8,5 km ganga, 3 spjöld í ratleiknum + 1000m skriðsund
16.ág... 8 km ganga fyrir 1 spjald í Ratleiknum
18.ág... 1,4 km ganga fyrir síðasta spjaldið
19.ág... 6,6 km skokk kringum Ástjörn
20.ág... 16,6 km hjól m/Völu + 22 km hjól eftir Krýsuvíkurvegi
21.ág... 1000m skriðsund
22.ág... 26,8 km ganga (Selvogsgatan)+ 17 km hjól...samt:43,8 km
24.ág... 6,1 km skokk m/Völu eftir strandlengjunni
25.ág... 17,6 km hjól m/Völu
27.ág... 7,1 km skokk í kringum Ástjörn
28.ág... 1000m skriðsund
31.ág... 8,3 km skokk eftir strandlengdunni m/Völu
Íþróttir | 17.9.2020 | 19:14 (breytt 2.11.2020 kl. 09:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)