Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020
Enn er samkomubann, en ég hef haft nóg að gera... ég keyrði suður í lok apríl og þá kyssti ég auðvitað Helgafellið mitt.
1.maí... Helgafell 6 km ganga, kl 9 am m/systrum
Helgafell 6 km ganga, kl 14 m/ Helgu
6.maí... 10 km skokk á Patró
12.maí... 10 km úti í ágætu veðri
14.maí... 10 km skokk og 2 km ganga á Geireyrarmúla.
15.maí... 4 km ganga innanbæjar, vaknaði slæm í baki
16.maí... 6,2 km ganga á Hafnarmúlann í frábæru veðri.
18.maí... 5,6 km ganga upp að Kríuvötnum
Ég ákvað að hvíla og reyna að ná mér í bakinu, veit ekki hvort ég varð slæm af því að flytja á milli húsa, hlaupa og ganga sama daginn eða hvort ný rúm hafa haft áhrif. 31.maí Hvítasunnudagur, var síðasti vinnudagurinn minn og síðasta athöfnin mín var ferming í Bíldudalskirkju, síðan settum við allt dótið í bílinn, ég skilaði lyklum og við keyrðum heim í Hafnarfjörðinn.
Íþróttir | 7.5.2020 | 22:06 (breytt 26.6.2020 kl. 18:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég keyrði vestur í gær... en Vala hafði trekkt mig í ganga aftur og ég byrjaði að hlaupa úti. Vegna samkomubannsins er íþróttahúsið lokað. Það er alltaf snjór og hálka en ég byrjaði að fara stutt.
6.apr... 5,1 km úti í hálkunni
8.apr... 5,1 km úti, og enn hálkublettir
12.apr... 5,2 km (páskadagur)
14.apr... 8,2 km og nú bættist við mikið rok
16.apr... 8,3 km... fegin að vera að komast í gang aftur.
20.apr... 9 km og mikið rok
22.apr... 9,2 km, ágætis veður
24.apr... 10 km... kom við í veiruskimun...
27.apr... 9 km... úrið dó á leiðinni en ég sneri við á sama stað.
30.apr... Helgafell m/Völu, 5 km ganga og 18 km hjól.
I LOVE IT
Íþróttir | 7.5.2020 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)