Bloggfærslur mánaðarins, mars 2020
Já það er leitt að komast ekki til Tokyó, en ég á öruggt pláss á næsta ári. Ég hef verið með of háan blóðþrýsting og aðeins þrýsting í höfði svo ég ákvað að fara ekki of geyst af stað aftur. 1.mars keyrði ég aftur vestur. prófaði að fara út en ég frysti á mér lungun efti 3 km svo ég ætla að láta það bíða aðeins.
3.mar... 3 km prófaði mig úti
6.mar... 6 km á bretti
9.mar... 8 km á bretti
12.mar... 10 km á bretti, þreytt
Það er skrítið að segja frá að ég datt einhvernveginn alveg niður í hlaupunum þegar samkomubann og lokað íþróttahús, hálka og andlát frænku minnar dundi yfir og ég tók að mér útförina 30.mars. Ég keyrði suður 27.mars og Vala trekkti mig í gang aftur... Takk Vala mín.
28.mars... 8 km ganga með ströndinni í Hafnarfirði.
30.mars... 16,2 km hjól m/Völu
Íþróttir | 22.3.2020 | 22:05 (breytt 7.5.2020 kl. 21:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já þessi mánuður var erfiður... vegna corona veirunnar var ákveðið um miðjan febrúar að aflýsa Tokyó maraþoninu... Það verður bara að bíta í það súra... Annað maraþonið í röð þar sem ég verð að standa í að reyna að fá endurgreitt... Ég ætlaði að gera mitt besta þrátt fyrir það og halda dampi í æfingum en það voru nokkur ljón í veginum, ég tognaði á brettinu og seinni part mánaðarins var ég komin með allt of háan blóðþrýsing... 194/110 ... já sæll
1.feb... 10 km á bretti
3.feb... 10 km á bretti
6.feb... 6 km, varð stíf/krampi í kálfa og hætti.
13.feb... 5 km á bretti, ekki orðin góð
17.feb... 5 km á bretti, orðin góð...
21.feb... 5 km á bretti
24.feb... 10 km úti með Völu fyrir sunnan
28.feb... 1000m skriðsund
Íþróttir | 22.3.2020 | 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)