Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019

Ruidoso Marathon NM 23.júní 2019

RUIDOSO MARATHON 2019 FINISHED DesignRuidoso Marathon 
& Half Marathon, 5K

Ruidoso, NM USA

23.júní 2019
http://www.ruidosomarathon.com/

Ruidoso er fallegur gamaldags bær umkringdur fjöllum... nóg af brekkum, ÚFF

Við náðum í númerið daginn áður, nr 873... expoið var tjald á bílaplani. Ég keyrði á startið sem er við Casino í rosafallegu umhverfi. 

Klukkan hringdi 3:30 og gerði mig klára. Það var um korters keyrsla á startið og ég þurfti að mæta hálftíma fyrir start.

Hlaupið var ræst kl 6... í 7000 feta hæð í skítakulda. Ég fann fljótlega að ég hafði ekkert úthald í þessu þunna lofti og himinháu snarbröttu brekkum... svo ég reyndi amk að hlaupa niður brekkur. 

20190623_140531 Ruidoso NM Það voru ekkert nema brekkur og sumar mjög brattar. Aðeins 52 voru skráðir í heilt og konan fyrir aftan mig hætti eftir verstu brekkurnar. 

Ég var ein allan tímann, ca 5 km á milli drykkjarstöðva svo ég hélt á vatnsflösku alla leiðina. Jeminn, hvað þetta var erfitt, en það kom ekki til greina að gefast upp.

Garmurinn mældi tímann 8:02:12

og vegalengdina 43,41 km.

Þetta maraþon er nr.243 og New Mexico er 25. fylkið í þriðja hring um Usa... ég er hálfnuð.

20190624_215905 Ruidoso NM 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband