Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

Limassol Marathon, Kýpur 24.mars 2019

Limassol Kýpur 24.3.2019

Limassol Marathon GSO 

Limassol, Cyprus
24. Mars 2019

http://www.limassolmarathon.com

Gögnin biðu eftir mér þegar ég kom á hótelið... ég fékk nr 225... allt í kringum maraþonið er á sömu götu og hótelið, ca 7,5 km frá hótelinu... og það er frítt fyrir okkur í strætó.

20190324_Limassol KýpurVið vorum þreytt eftir ferðalagið svo við slöppuðum af og mættum síðan kl 5 í pastaveisluna. 

Klukkan var stillt á 4:30, morgunmaturinn opnaði kl 5:45 og svo tók ég strætó á startið.

Hlaupið var ræst 7:30... þetta er lítið maraþon og fáir á mínu róli. Leiðin var fram og til baka í sín hvora áttina... og seinni hlutinn var framhjá hótelinu... og var Bíðari nr 1 tilbúinn að ná myndum.

Hitinn var um 20°c þegar sólin skein, en ca 2 tíma í seinni hlutanum dró fyrir sólu og ég fékk svala golu frá ströndinni. Ég er bara ánægð með þetta hlaup, drykkjarstöðvar á 2,5 km fresti en oft var allt búið nema vatnið.

Þetta maraþon er nr 240
Garmurinn mældi tímann 6:16:25
og vegalengdina 42,77 km

Kýpur er 21. landið mitt


Hreyfing í mars 2019

Ég vona að mars verði snjólaus... það er svo leiðinlegt að hlaupa á broddum. Við Vala finnum vel muninn á birtunni, það er bara stutt síðan við enduðum alltaf í myrkri en nú hlaupum við í björtu.

 1.mar... 1200 m skriðsund
 2.mar... 12,3 km ein, Hrafnistuhringur
 4.mar... 10,7 km m/Völu 
 6.mar... 8,3 km, m/Völu fórum út á Garðaholt
 8.mar... 1200 m skrið
 9.mar... 12,3 km, ein Hrafnistuhringur
11.mar... 10 km m/Völu, út á Garðarholt
13.mar... 10,7 km m/Völu,Hrafnista m/Setbergshring
15.mar... 1200m skrið
16.mar... 8 km ein og var hálfþreytt
19.mar... 6 km ein, Vala var veik
24.mar... Limassol Marathon GSO, Kýpur 42,77 km
27.mar... 6,5 km m/Völu, Hjallabraut
29.mar... 1200m skrið
30.mar... 15 km, ein í ágætisveðri.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband