Bloggfærslur mánaðarins, október 2019
Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu, frábært að hlaupa úti á þessu milda hausti. Það er engin ferð hjá mér í október en af því að ég var svo blessuð að komast inn í Tókyó maraþonið þá fann ég hlaupaáætlun á netinu sem ég ætla að styðast við í vetur.
2.okt... 8,2 km m/Völu
4.okt... 12 km ein í roki og rigningu
7.okt... ég var svo óheppin að taka illa á og fara í bakinu í morgun :(
10.okt... 8 km ein og gekk vel
11.okt... 12,5 km og 1000m skriðsund
13.okt... 12,5 km hjól
14.okt... 8 km ein í kringum Ástjörn og hverfið
16.okt... 8 km ein, sami hringur
17.okt... 5,5 km, sneri við, verkur í h kálfa
25.okt... 5 km á bretti til að prófa kálfann... var góð og 1000 m skrið.
28.okt... 6,2 km m/Völu, stutt og laggott
30.okt... 6,4 km m/Völu sem að ná sér eftir pest.
Íþróttir | 22.10.2019 | 14:35 (breytt 10.11.2019 kl. 19:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Buenos Aires Marathon
Buenos Aires, Argentina
22.Sept. 2019
http://www.maratondebuenosaires.com/
Það er ótrúlega langt flug hingað, fyrst 6 tímar, síðan bið, og svo 11 tíma flug.
Við sóttum gögnin daginn fyrir hlaupið, expo-ið var ágætt, ca 10 km frá okkar hóteli sem var nálægt startinu.
Ég stillti klukkuna á 4:00, græjaði mig, áætlaði um klst til að ganga á start og taka eina klósettröð. Hlaupið var ræst kl 7, leiðin var ágæt en samt tókst þeimm að finna amk 3 brekkur fyrir okkur. Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5 km en síðan á 2,5 km fresti. Hitinn var þolanlegur og nokkrum sinnum fengum við smá golu.
Mér gekk ágætlega að halda áfram, fór að vísu aðeins of hratt í upphafi en ekkert sem kom að sök. Á leiðinni tók ég nokkrar selfie með Globetrotturum sem ég hitti.
Marathon Globetrotter klúbburinn hefur alltaf samband við hlauphaldara og fær lengri tímamörk og í þessu maraþoni lofuðu þeir 7 klst... sem þeir svo sviku, þeir lokuðu markinu eftir 6:12... og amk einn Globetrotter fékk ekki skráðan tíma og verðlaunapening.
Þetta er maraþon nr 251
Garmin mældi leiðina ... 44,01 km
og tímann ... 6:04:30
Þetta maraþon færði mér nýja heimsálfu S-Ameríku og á ég þá 2 eftir, Ástralíu og Suðurskautið.
Íþróttir | 3.10.2019 | 10:30 (breytt kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)