Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2019

Hreyfing í jan 2019

Ég er enn í Chiang Mai Thailandi þar sem hitinn er 25-30 stig að meðaltali. Ég hef ekki reynt að hlaupa úti, því gangstéttir eru ýmist mjóar, misháar, ójafnar, mikið að mótorhjólum lagt á þeim og alls kyns tafir og fótafellur í veginum. Ég sá mann hlaupa úti og hann hjóp á götunni, í umferðinni... svo ég hef hlaupið á bretti á hótelinu en af því að það er svo drep-leiðinlegt þá hef ég látið 8 km nægja í hvert sinn. Við fljúgum heim 7.jan og lendum heima daginn eftir.

 1.jan... 8 km á brettinu
 3.jan... 8 km á sama brettinu
 5.jan... 8 km á sama síðustu aldar brettinu :)
 7.jan........... flug heim
10.jan... 7 km, í bútum til Völu og með Völu og frá Völu :/
11.jan... 1200m skriðsund
14.jan... 10,3 km í kulda og hálku m/Völu
16.jan... 10,5 km m/Völu í hálku
18.jan... 10km ein að Hvaleyrarvatni + 1000m skriðsund
21.jan... 12,4 km í hálku og ófærð, Hrafnistuhringur m/Völu
23.jan... 10,6 km í hálku og ófærð m/Völu
25.jan... 10,5 km ein, göngustígurinn með sjónum var best skafinn.
            1200m skriðsund með systrum
28.jan... 8,4 km m/Völu í hálkuveseni og 2 km ganga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband