Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
Nokkrir dagar í ágúst voru góðir sumardagar... og ég var að vona að veðrið héldist eitthvað fram í september en... já, maður má vona... ætli það dugi að setja upp SÓL-GLERAUGU svo maður sjái SÓL.
1.sept... 6 km skokk kringum Ástjörn og 1200 m skrið (ekki í Ástjörn)
3.sept... 12,4 km, Hrafnistuhringur m/Völu
4.sept... 10,64 km, að og um Hvaleyrarvatn, ein
5.sept... 12,3 km Hrafnistuhringur m/Völu
8.sept... 8 km kringum Ástjörn og hverfið + 1200m skriðsund
10.sept... 8 km, um Ástjörn og Vallahverfið
12.sept... 6 km með Völu um Holtið og fleira
16.sept... BMW Berlin Marathon Þýskaland 42,60 km
19.sept... 5 km ganga í ratleik m/Völu
21.sept... 10,64 km skokk að og um Hvaleyrarvatn
22.sept... 1200 m skriðsund
24.sept... 10,8 km skokk (Krísuvíkurvegur) og 2,3 km ganga í ratleik.
27.sept... 12,5 km Hrafnistuhringur m/Völu
29.sept... 10,9 km að og um Hvaleyrarvatn og 1200 m skriðsund
Íþróttir | 21.9.2018 | 20:27 (breytt 19.10.2018 kl. 01:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BMW Berlin Marathon
Berlin, Germany
16.sept. 2018
http://www.bmw-berlin-marathon.com/en/info-and-service/imprint.html
Af því að ég komst ekki inn í gegnum lotteríið... ákvað ég að láta mig hafa það að fara með Bændaferðum. Það er auðvitað miklu dýrara og enn dýrara ef ég er ein í herbergi. Ég auglýsti því á síðu FM og Anna Edvards varð ferðafélagi minn.
Flugið var snemma, lent eh og allur hópurinn arkaði út á lestarstöð... til að sækja hlaupagögnin á föstudegi en maraþonið er á sunnudegi.
Ég svaf einkennilega nóttina fyrir hlaupið... fannst ég alltaf vera vakandi og man að ég hugsaði "ég verð nú að fara að sofna" rétt áður en klukkan hringdi.
Klukkan hringdi kl 5:50... morgunmatur kl 6:30 og lagt af stað kl 7:45... það voru um 2 km á startið. Þetta er rosalega stórt hlaup í umfangi og vantar stórlega upp á skipulag varðandi klósettmálin... bara klúður. Ég hitti nokkra Maniac-a bæði fyrir og eftir hlaup.
Það var startað í þremur hollum og ég var í síðasta kl 10:15... held það hafi tekið mig 30 mín að komast yfir startið.
Fyrsta drykkjarstöð var eftir 5-6 km en svo var styttra á milli. Mér varð á að smakka orkudrykkinn þeirra og mátti þakka fyrir að geta haldið áfram... ég fékk svo í magann. 1× fengum við gel á leiðinni.
Um mitt hlaupið var ég gjörsamlega búin að eyða allri minni orku í göturnar... þær voru sprungnar, mishæðóttar og illa farnar... ég tók varla upp myndavélina því ég var alltaf með nefið í götunni. Mér tókst samt að halda áfram án þess að detta í að ganga of mikið.
Ég hefði haldið að Brandenburger hliðið væri markið... flott að hafa það í baksýn með peninginn um hálsinn... en nei markið var 400 metrum lengra frá... allt sem ég fékk í markinu var 1 glas af vatni. Þjónustan á leiðinni var langt undir kröfum fyrir svona hlaup.
Berlínar maraþon fær 1 stjörnu hjá mér, hún er fyrir mannfjöldann við hlaupaleiðina...
Þetta maraþon er nr 235
Garmin mældi leiðina 42,6 km og tímann 6:13:39.
Það var sett nýtt heimsmet í brautinni... 2:01:39 ekkert smá flott met.
Íþróttir | 17.9.2018 | 20:11 (breytt 21.9.2018 kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)