Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2018

Reykjavíkur maraþon 18.ág 2018

Reykjavíkurmaraþon 18.8.2018
REYKJAVIK MARATHON 

18.ágúst 2018
https://www.rmi.is

 

20180818_Reykjavikur maraþonÉg sótti númerið á fimmtudegi af því að ég átti leið í Reykjavík. Ég fékk nr 171. Það var rosalega gott veður og ótrúlega margir að sækja gögnin sín fyrir laugardaginn.

ég reyndi að fara snemma að sofa en mér gekk ekkert vel að sofna og hvílast. klukkan var stillt á 5:30... ég vildi hafa góðan tíma til að græja tærnar og blöðrusvæðin á hælunum eftir löngu göngunum. Lúlli keyrði mig að hringtorginu hjá UMFÍ því allar götur voru lokaðar. 

20180818_130808Ég var búin að auglýsa hópmynd með Marathon Maniacs... og svo hitti ég eitthvað af fólki sem ég þekkti. Þónokkrir voru mættir á tröppurnar um kl 8 am. Donna mætti því ég var búin að lofa að hlaupa með henni. Það var skítkalt í upphafi, hitnaði fljótlega en það var töluverður mótvindur og frekar svalur. 

Hálfa og heila maraþonið var ræst kl 8:40 og við Donna vorum samferða þar til heila og hálfa skildust að á 18 km. Hún hleypur hægar en ég og það hefur bara virkað vel fyrir mig... Vegna minna vandamála, með grindarlos, þá fór veghallinn illa með mig... en mér gekk samt sem áður ágætlega. Öðru hverju dró ég einhverja uppi, spjallaði og hélt áfram. 

20180818_145032Bíðari nr 1 beið eins og áður á ca 30 km og hjólaði fyrir aftan mig í markið. Munur að hafa einhvern til að tala við.

Þetta er 22.árið í röð sem ég hleyp heilt maraþon í Reykjavík.
Garmin mældi það 42,64 km og tímann 6:07:11
Maraþonið er nr 234


Hreyfing í ágúst 2018

Þá er ágúst runninn upp, vonandi ekki í neinni versta-veður-keppni við júlí... Eina maraþonið skráð hjá mér í ágúst er Reykjavík 18.ágúst. Ég fæ fjölda frétta um hlaupavini úr klúbbunum sem ég er í í USA og ætla að koma... vonandi fáum við gott hlaupaveður.

 1.ág... Helgafell, 5 km ganga
 2.ág... 10,64 km skokk að og kringum Hvaleyrarvatn
 5.ág... Síðustu 2 spjöldin í Ratleiknum, 15,5 km ganga og 13,5 km hjól
 6.ág... 10,64 km skokk að og kringum Hvaleyrarvatn
 8.ág... 14,2 km skokk m/Völu... Hvaleyrarvatn
 9.ág... 7,8 km ganga, Esjan
10.ág... 12,3 km skokk m/Völu, 1,5 km hjól, 1200m skriðsund.
12.ág... 5 km ganga með Matthíasi og Indíu, 2 spjöld í ratleik.
13.ág... 8 km m/Völu, Hrafnistuskokk 
17.ág... 1200 m skriðsund
18.ág... Reykjavíkurmaraþon 42,64 km
19.ág... 2,3 km ganga með Matthíasi í síðasta spjald í ratleik.
         Helgafell, 5 km ganga með fólki frá Utah.
20.ág... 10,6 km m/Völu í roki og rigningu
22.ág... 5 km skokk ein í kringum Ástjörnina
23.ág... 11,6 km... frá Smáralind og heim.
25.ág... 1000 m skriðsund
26.ág... 2 km ganga í síðasta spjald m/Indíu Carmen
27.ág... 10,6 km í roki og rigningu m/Völu
28.ág... 10,64 km, að og kringum Hvaleyrarvatn
30.ág... 10,2 km m/Völu, slaufur kringum Ástjörn.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband