Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Hreyfing í mars 2018

Veðrið er búið að vera ótrúlega leiðinlegt í vetur og í febrúar hlupum við Vala bæði inni og úti. Það er svo miklu skemmtilegra að vera úti að ég tók of mikla áhættu rétt fyrir Jerúsalem maraþonið og endaði á að detta í hálkunni... en ég var sem betur fer fljót að ná mér. 

 1.mars... 5,1 km hjól
 2.mars... 5,2 km skokk um hverfið og 1200m skriðsund
 5.mars... 6,3 km m/Völu úti, mjög rólega, ég er að ná mér
 9.mars... Jerúsalem Marathon Ísrael  42,21 km
14.mars... 6,3 km m/Völu, að Álftanesvegi.
15.mars... 11,2 km, að og kringum Hvaleyrarvatn
16.mars... 10,4 km, öfugur brekkuhringur Ásland - Hval.vatn
19.mars... 6,3 km úti m/Völu
26.mars... 10,2 km á Karmöy Norge
29.mars... 11 km m/Völu að Álftanesvegi
31.mars... 11 km að og kringum Hvaleyrarvatn 


Jerusalem Marathon 9.mars 2018

logo1_l1Jerusalem Marathon & Half Marathon, 10K, 5K
Jerusalem, Israel
9.mars 2018

http://jerusalem-marathon.com/default.aspx

2018-03-09 Jerúsalem hlaupaleiðVið Lúlli sóttum gögnin fyrir maraþonið, þegar expo-ið opnaði kl.3... þetta var ágætis expo en ég verslaði ekkert. Við komum okkur á hótelið í samfloti við Hollendinga sem fara hálft á morgun.

Í þriðja sinn í röð hleyp ég maraþon á föstudegi. Ég stillti símann á 4am og var sofnuð um kl 9. Eins og í fyrrinótt hringdi síminn kl 23:15 og ég gat ekki sofnað aftur... ég fékk 2ja tíma svefn.

Eftir að hafa borðað og klætt mig hitti ég konur í lobbýinu og var labbaði samferða þeim á startið... um 2,5 km. Maraþon svæðið var rosalega stórt og ég hélt að ég sæi startið 500m fjarlægð en þegar ég mætti þangað var þetta markið og stórt spjald sem sagði startið í 600m fjarlægð. 

20180309_JerúsalemÍ stuttu máli sagt, var búið að ræsa hlaupið og allir farnir þegar ég hljóp yfir línuna. Ég get með hreinni samvisku sagt að þetta maraþon er örugglega fínt fyrir hraða hlaupara en svona skjaldbökur eins og ég skulu fara eitthvað annað.

Fyrir utan 100 langar og misbrattar brekkur þá "týndist" ég tvisvar, var vísað ranga leið (hljóp á móti og til baka, til að leiðrétta mistök) og þurfti sífellt að spyrja til vegar og fékk yfirleitt meiri hjálp frá almenningi eða hlaupurum sem ég mætti því starfsmenn vissu minna eða töluðu ekki ensku... Svo lenti ég í sjónvarpsviðtali á miðri leið.

Það var nóg af vatni á leiðinni en gelið varð ég að týna upp af götunni... sem aðrir höfðu hent.

Í markið komst ég, komin með blöðru á annan hælinn, aum í annarri mjöðminni og alveg búin að fá nóg af þessu brekkuveseni.

Þetta maraþon er nr 225
nýtt land - Ísrael :)
Garmin mældi vegalengdina rétta þrátt fyrir að hafa dottið út í undirgöngum... og tímann 6:57:29


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband