Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Buffalo Marathon 28.maí 2017

Buffalo Marathon & Half Marathon, Marathon Relay, 5K
Buffalo, NY USA
28.maí 2017
http://www.BuffaloMarathon.com

Við vorum heppin að geta skipt úr svítu í tvö einstaklingsherbergi... þá geta Vala og Hjöddi sofið út þó við Lúlli förum í hlaupið um miðja nótt.

Klukkan vakti okkur kl 3:30... og við vorum lögð af stað fyrir kl 5 am. Við vorum heppin með bílastæði... 100m frá starti og 200m frá marki... og ég náði Maniac myndatökunni.

Veðrið var frábært... hlaupið var ræst kl 6:30. Ég fór a20170528_Buffalo Marathonllt of hratt af stað og sprengdi mig... það var því verulega freistandi að hætta í hálfu... en heila maraþonið sveigði af leið rétt fyrir framan markið... en ég þraukaði alla leiðina. Bíðari nr 1 beið samviskusamlega við markið eftir mér.

Ég get ekki kvartað... allt heppnaðist vel, veðrið frábært, leiðin ágæt og þjónustan góð á leiðinni.

Þetta maraþon er nr.214
garmurinn mældi vegalengdina 42.77 km og tímann 5:59:43


Hreyfing í maí 2017

Síðasta maraþon var erfitt vegna hitabylgju sem gekk yfir í Nashville... Ég skaðbrann á bakinu... og ekki bætti úr skák að ég hef verið með ótrúlega þráláta hálsbólgu og kvef... og ég var svo rétt komin heim þegar ég náði mér aftur í magapest... kom heim 2.maí. það var því ágætt að byrja mánuðinn á að hjóla með Völu.

 3.maí... 16,2 km hjól með Völu
 5.maí... 1200m skriðsund
 6.maí... 5 km skokk um Ástjörn, ekki búin að ná mér eftir pestirnar.
 8.maí... 5 km skokk ein um Ástjörn og 16,3 km hjól m/Völu
11.maí... 8 km hjól í hávaðaroki á Krísuvíkurvegi, snéri við.
12.maí... 5 km skokk ein um Ástjörn og 1200m skriðsund.
15.maí... 5 km á bretti og 16,3 km hjól m/Völu
18.maí... 6,1 km skokk ein
19.maí... 1250m skriðsund
20.maí... 5 km skokk um hverfið
22.maí... 16,3 km hjól m/Völu
23.maí... 5,1 km skokk um Ástjörn, ein
24.maí... Helgafell, 4,6 km ganga m/æskulýðsstarfi Víðistaðakirkju.

25.maí... Flug út í næsta maraþon, (Buffalo NY 28.maí)

28.maí... Buffalo Marathon, Niagara Falls, NY, 42,77 km


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband