Bloggfærslur mánaðarins, desember 2017
GLEÐILEGT HLAUP-ÁR 2018
Annállinn er að þessu sinni sendur út hér heima... Það er ekki hægt að segja annað en að árið 2017 hafi verið viðburðarríkt hlaupaár hjá mér. Ég fór 16 maraþon á árinu. Fyrsta maraþonið var á Nýjársdag í Texas og í næstu ferð hljóp ég 3 maraþon á tveimur af eyjum Hawaii, eitt á Maui og tvö á Kauai. Janúar var því fullbókaður... með 4 maraþon... þar af voru 3 maraþon á 6 dögum.
Ég tók þátt í þrem seríum hjá Mainly Marathons, Aloha- Praire- og Northwest seríunum, tvö maraþon í hvert skipti. Eins og allir vita er maraþon rúmir 42 km og því er skemmtilegt að segja frá því að í janúar þegar ég var á Hawaii borgaði ég mig inn í hlaup í Praire seríunni 17.júlí... en þá var 42 ára brúðkaupsafmæli okkar Lúlla... og ég bað um að fá og fékk síðan keppnisnúmer 42.
HOW COOL IS THAT... en hver einasti nörd veit að 42 eru svarið við ÖLLU.
https://www.youtube.com/watch?v=aboZctrHfK8
Ég var hætt að hlaupa maraþon tvo daga í röð en það gerðist nú samt 17. og 18.júlí...
Þá tók ég 3 maraþon í Rock´N´Roll seríunni á þessu ári, Nashville, Savannah og Lissabon. Já, Evrópa er að sigla sterkt inn í hlaupin hjá mér. Þetta árið fórum við Lúlli tvisvar til Evrópu, til Rómar og Lissabon. Það var ótrúlega skemmtilegt að heimsækja þessar gömlu borgir sem eiga mikla og langa sögu.
Að sjálfsögðu hljóp ég heilt maraþon í Reykjavík... 21.árið í röð og það verður hefð að hlaupa það ef ég er á landinu.
Síðasta maraþon ársins var í Florida, Space Coast Marathon og rosalega gaman að Lovísa kom með, hljóp hálft maraþon í fyrsta sinn og gekk rosalega vel. Edda og Berghildur voru á hliðarlínunni þetta árið.
16 maraþon á árinu... það voru fáir mánuðir sem ég sleppti úr en ég hljóp ekki maraþon í febrúar, júní og desember.
Maraþonin eru orðin 222 talsins.
GLEÐILEGT NÝTT HLAUP ÁR
Íþróttir | 28.12.2017 | 22:16 (breytt 31.12.2017 kl. 21:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stelpuferðin til Florida heppnaðist frábærlega vel. Hlaupið þar var síðasta maraþonið í 5 ára seríu þar sem hvert ár var tileinkað einni eldflaug. Tveir aukapeningar voru í boði, annar þeirra fyrir að hlaupa 3 af þessum 5 og hinn fyrir að hlaupa öll. Nú á ég alla seríuna.
Á næsta ári byrjar ný sería með nýjum peningum. Ég hef ekki ákveðið hvort ég ætla í næstu seríu.
í desember var færðin leiðinleg og ég vildi því ekki taka neina áhættu... ég á tvær ferðir í janúar og vil ekki detta í hálku. Ég fékk því að hlaupa á bretti hjá Völu í Sjúkraþjálfaranum. Það var ótrúlega leiðinlegt fyrst en það venst.
1.des... 1200 m skriðsund
4.des... 6 km skokk kringum Ástjörn + 16,7 km hjól m/Völu
7.des... 7,5 km skokk á bretti
8.des... 1200 m skrið
11.des... 6 km á bretti
13.des... fór á brettið, tognaði ??? gekk 4 km
15.des... 1200 m skrið
18.des... 6 km á bretti MJÖG hægt, var aum í h/kálfa
20.des... 6,3 km á bretti... aðeins hraðar
22.des... 1200 m skrið
27.des... 7 km á bretti... bætti við hraðann
29.des... 1200 m skrið
30.des... 7,7 km á bretti, jók hraðann og fóturinn góður :)
Íþróttir | 28.12.2017 | 21:24 (breytt 31.12.2017 kl. 11:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)