Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

Stavanger Maraton 27.ág 2016

Stavanger Maraton & Half Maraton
Stavanger, Norway
27.ágúst 2016

http://stavangermarathon.no/en

Stavanger half maraton 27.8.2016 Við komum til Stavanger í gær og sóttum númerið... Við erum mjög vel staðsett, 1 mínúta frá hóteli í gögn og start EN 5-7 mínútur í bílastæðahúsið þar sem við verðum að geyma bílinn því það eru engin önnur bílastæði í boði.

Við fórum snemma að sofa... ég hef verið hálf slöpp af kvefi. Við sváfum ágætlega og þægilegt fyrir okkur að geta borðað morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.

Stavanger half maraton 27.8.2016 Hlaupið var ræst kl 9 am... og ég varð fljótlega með þeim síðustu enda fáir í heilu. Fyrir hlaupið spurði ég hvort það væri mikið um brekkur og svarið var NEI... kannski skildi hann ekki ensku...

Það var þó nokkur raki í loftinu og fljótlega sögðu lungun upp... og heltin á hægra fæti ágerðist aðeins þegar ég byrjaði að ganga... svo ég tók þá ákvörðun á 17 km að láta hálft maraþon duga í þetta sinn.

Ég var ekki viss hvort ég fengi pening en þeir létu mig fá hálfmaraþon pening en ég fór 22,5 km.

Þá er ég búin að hlaupa í Noregi.


Reykjavíkur Maraþon 20.ág.2016

Reykjavik Marathon & Half Marathon, 10K, 3K, Relay
Reykjavík City, Iceland
20.august 2016
http://www.marathon.is/reykjavik-marathon

Númerið í Reykjavík 2016Ég brá út af venju og sótti númerið á fimmtudeginum. Númerið mitt er 1243. Nú er bara að reyna að haga sér eins og sá sem á að hvíla sig - en það er alltaf erfitt.

Ég komst nokkuð snemma í rúmið í gærkvöldi og svaf nokkuð vel. Klukkan var stillt á 5:45 Fyrir start í Reykjavík 20/8 2016Morgunmaturinn var hefðbundinn og venjulegur undirbúningur er alltaf öðruvísi þegar maður er á heimavelli og þekkir allar aðstæður. Ég var búin að gefa það út að líklega yrði þetta síðasta heila maraþonið mitt í Reykjavík... heilt maraþon 20 ár í röð í Reykjavík er bara ágætt... en það kemur víst ekki í ljós fyrr en á næsta ári.

Startið Reykjavík 2016Maraþonið var ræst 8:40 og Lúlli beið við Fríkirkjuna til að mynda startið. Edda og Inga Bjartey voru við 1 km fyrir CCU. Veðrið var hið besta - það er ekki oft sem ég hef sett á mig sólarvörn 50 fyrir Reykjavík enda byrjuðum við í 13°c hita sem hækkaði í 16°c ef ekki meira þegar á leið.
Ég sá enga Marathon-Maniacs fyrr á leiðinni... og ég hafði alveg gleymt að athuga með hópmyndatöku... það er greinilegt að ég stend mig ekki.

Markmynd í Reykjavík 20/8 2016Ég hitti Lúlla í kringum 30 km og hann hjólaði með mér í löglegri fjarlægð þar til km var eftir. Mér gekk bara ágætlega, þjónusta hlaupsins hefur batnað á ýmsum hlutum leiðarinnar þar sem drykkjarstöðvum var fjölgað enda full þörf á því þegar veðrið er svona gott. 

Þetta maraþon er nr 204,
Garmurinn mældi það 42,72 km og tímann 5:58:40


Hreyfing í ágúst

Mér tókst nokkuð vel að halda áætlun... að ganga, hlaupa, hjóla og synda 6 daga í viku. Ratleikurinn var kláraður, öll 27 spjöldin, Helgafellið klifið nokkrum sinnum og skokkdögum fjölgað... 

 2.ág... skokkað að og kringum Hvaleyrarvatn 12,2 km
 3.ág... hjól og ganga, 25,1 km
 5.ág... skokk 12,3 km (Krísuvíkurvegur), Hjól 2,5 km og 1200m skriðsund
 8.ág... Prestastígur (Hafnir - Grindavík) 16 km ganga
 9.ág... skokk að og kringum Hvaleyrarvatn 11,5 km
10.ág... Ratleikur 3,1 km, 1 spjald
11.ág... Helgafell 4,8 km ganga og hjólað 19 km
12.ág... skokkað kringum Ástjörn 5 km og 1200m skriðsund
15.ág... Ratleikur síðustu 2 spjöldin, ganga 3,4 km
         Helgafell 4,8 km ganga og hjólað 18,6 km
16.ág... skokkað 5 km kringum Ástjörn
19.ág... 1200 m skriðsund
20.ág... Reykjavíkurmaraþon 42,72 km
22.ág... hjól 16,4 km með Völu

23.ág... Flug til Noregs...
25.ág... Fjöruferð / Fieldtrip með Bryndísi og Emilíu ganga ca 9-10 km
27.ág... Stavanger Maraton... hætti við heilt, fór 22,5 km
28.ág... Flug heim

29.ág... hjólaði 17,2 km með Völu
30.ág... Skokkaði 5 km kringum Ástjörn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband