Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
Ég hef barist við eymsli aftan í vinstra hæl síðan í janúar í fyrra... en eftir Red Rock Canyon í Las Vegas í febr færðust meiðslin yfir á hinn hælinn... þetta var ofvaxið mínum skilningi og mér datt helst í hug að ég hafi hlíft veika fætinum extra vel í öllum brekkunum en ofgert hinum...
Hvað um það... stuttu seinna les ég færslu á facebook-síðu FM um Theódór sjúkraþjálfara sem gerði kraftaverk á hæl einhvers. Ég pantaði strax tíma og fékk 6.apr og er nú í meðferð með hælinn... vona að ég losni við þennan vanda sem fyrst... og ég reyni að fara samviskusamlega eftir fyrirmælum.
1.apr... 1100m skrið
4.apr... 19,6 km hjól m/Völu
9.apr... Lake Lowell Marathon ID, 42,2 km
11.apr... 16,3 km hjól m/Völu
15.apr... 1200m skrið
18.apr... 16,3 km hjól m/Völu
21.apr... Helgafell m/Völu, ganga 4,8 km.. með poka á baki
22.apr... 600m skrið
24.apr... 14,3 km hjól
25.apr... Hjólað í Kaldársel (19,8 km)og gengið á Helgafell (4,9km) með 5 kg í poka.
Íþróttir | 27.4.2016 | 21:24 (breytt kl. 21:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lake Lowell Marathon & Half Marathon, 10K, 5K
Nampa, ID USA
8.apríl 2017
http://www.lakelowellmarathon.com
Það var langt og strangt ferðalag hingað... og svo verður ferðin mjög stutt - bara hlaupið og verslað. Ferðalagið að heiman og á hótelið var um 18 tímar.
Það er langt síðan ég fór að pakka "korter fyrir ferð" og í síðustu 2 ferðum gleymdi ég ýmsu AF HLAUPADÓTINU heima og nú gleymdi ég hlaupabolnum... ég verð að fara að skrifa gátlista !!!
Ég gisti stutt frá startinu og þetta er lítið hlaup.
Klukkan var stillt á 4am... fór samt ekki af stað fyrr en kl 6... Númerið var afhent við rásmarkið... ég fékk nr 65
Hlaupið var ræst kl 7 og við tóku beinir og langir vegir út í sveit... meðfram vatninu sem hlaupið heitir eftir, yfir stíflu framhjá sveitabæjum og ræktarlandi...
IDAHO er kartöflu fylkið en ég sá engin kartöflugrös... en ég fann hreiður með 4 eggjum, komin 11,8 mílur út.
Hlaupin var sama leið fram og til baka... það voru 7 drykkjarstöðvar á leiðinni, sú áttunda við snúninginn ss 15 drykkjarstöðvar með frábærri þjónustu.
Hitinn var 43F þegar var startað en um 80F þegar ég kom í mark.
Þetta maraþon er nr 201.
Ég hafði eytt öllu út af Garmin og úrið er víst í lagi... það mældi vegalengdina 26,23 mílur og tímann 6:39:34... og ég er sátt við það.
Nú á ég 2 fylki eftir í öðrum hring um USA...
7.maí... Shiprock Marathon í New Mexico og
11.júní... Governers Cup í Helena Montana
Íþróttir | 9.4.2016 | 22:23 (breytt 3.12.2016 kl. 16:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)