Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
Ég byrjaði árið með Texas maraþoni og 9.jan, Mississippi Blues maraþonið... þannig að það var ekkert æft fyrri helming mánaðarins. Ég kom heim 12.jan og föstudaginn á eftir var sund eins og venjulega...
15.jan... 1000m skrið
18.jan... 4 km á bretti með Völu og 2 hringir í tækjum
22.jan... 1300m skrið
25.jan... Hrafnistuhringur m/Völu, 8 km
28.jan... 8 km á bretti í GB / ein
29.jan... 1300m skrið
Íþróttir | 31.1.2016 | 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var svo glöð þegar ég leit út um gluggann í morgun og bílaplanið var klaka-laust... og við Vala vorum búnar að ákveða að hlaupa úti í dag... klst áður en ég lagði af stað til hennar kom haglél sem fraus óðara í svell... Þetta var auðvitað bara svindl og svínarí.
Ég keyrði til Völu og við hlupum eða svifum Hrafnistuhringinn okkar í "ALSÆLU" :)
8,05 km og VIÐ BROSTUM HRINGINN :)
Íþróttir | 25.1.2016 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mississippi Blues Marathon
9.jan 2016
http://www.msbluesmarathon.com/
Ég var eins óráðin (hvort ég ætti að hlaupa) og hægt var í gær þegar ég sótti númerið. Ég er slæm í hælnum eftir síðasta maraþon og mig langaði ekki til að eyðileggja næstu maraþon... því fór ég eiginlega til að spurja hvort ég mætti breyta í hálft á miðri leið ef mér litist ekki á blikuna. Þetta er í 3ja sinn sem ég hleyp þetta hlaup, en nú hafa þeir breytt um stað á starti/marki og leiðinni.
Ég var ákveðin að fara af stað... veðurútlitið var ekki gott, grenjandi rigning. Ég stillti klukkuna á 3 am, við þurftum líka að tékka okkur út fyrir hlaupið. Það voru nokkrar mílur í miðbæinn og við fengum gott stæði svo Lúlli gæti verið í bílnum á meðan.
Hlaupið var ræst kl 7 í rigningu, það stytti fljótlega upp og ég pakkaði regnslánni saman og geymdi... eins gott því tvisvar komu langar úrhellis-dembur en svo heit sól á milli að það sem var blautt - varð þurrt.
Mér gekk ágætlega og ákvað að skrölta alla leiðina... sem var ekkert nema brekkur. Hællinn var sæmilegur, kannski bjargaði mér að ég setti auka innlegg í skóna og ég var í stífum sokk sem hélt við.
Á 16.mílu hitti ég Sharon frá LA, hún var að strögglast við, enda aðeins bækluð í baki og við gegnum saman restina... það endaði með að það fóru allir fram úr okkur og við urðum síðastar. Hún hafði byrjað klst fyrr, ásamt Matthew, Larry Macon og fleirum sem ég þekki.
Þetta maraþon er nr 198
Á mílu 20 dó úrið mitt, ég veit ekki hvort það varð rafmagnslaust eða hvort það þoldi ekki þrumuveðrið... svo ég veit hvorki hvað vegalengdin hefði mælst og verð að bíða eftir útgefnum tíma frá hlaupinu.
Skráður tími á mig er: 7:24:03 og það besta er að ég versnaði ekkert í hælnum.
Eftir hlaupið keyrði ég um 200 mílur til New Orleans :)
PS. Það var viðtal við mig á ,,local TV í Jackson" en ég sá það ekki þegar það var sýnt í fréttunum kvöldið 8.jan... ég get kannski fundið slóðina seinna :)
Íþróttir | 10.1.2016 | 02:29 (breytt 19.1.2016 kl. 21:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Metal Sawing Technology Texas Marathon
1.jan. 2016
Http://www.50statesmarathonclub.com/texas.html
Við sóttum númerið í gær en í gleðilátunum að hitta gamla vini, gleymdi ég að taka "númers" myndina... en ég bjargaði því fyrir hlaupið í dag.
Þetta maraþon er með aflappaðri hlaupum... allt á göngustígum (4× sama leið) engin tímamörk og öll umgjörðin laus við stress.
Klukkan var stillt á 5 am en við vorum vöknuð áður. Við náðum að borða morgunmat kl 6 am og brenna svo í hlaupið. Það er afar sjaldgæft að ég nái morgunmat á hótelinu fyrir hlaup.
Hlaupið var ræst kl 8 og þrátt fyrir 75 % líkur á rigningarskúrum þá hélst þurrt allan tímann.
Rétt fyrir hlaup var verðlaunapeningurinn afhjúpaður... en útlitið er leyndarmál fram að hlaupi. Hann er risastór og ekkert smá flottur.
Leiðin var á göngustígum, fram og til baka og ég þekkti fullt af fólki úr fyrri hlaupum... Fólk var endalaust að stilla sér upp í hópmyndatökur á leiðinni... mjög skemmtilegt... ég verð að fá myndirnar hjá öðrum því ég hélt það myndi rigna og skildi símann eftir í bílnum.
Þetta maraþon er nr 197,
Garmurinn mældi það 26,49 mílur og tímann 6:42:29 og auðvitað var það hlaupið til heiðurs afmælisbarni dagsins, langömmu dúllunni minni Emilíu Líf sem er 4 ára í dag.
Íþróttir | 2.1.2016 | 00:31 (breytt kl. 00:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)