Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Kentucky Derby Festival Marathon
25. apríl 2015
http://www.derbyfestivalmarathon.com
Expoið var ágætlega stórt í gær, en við vorum eiginlega á hraðferð, þreytt eftir 2 flug og lítinn svefn síðustu nótt og búin að keyra suður frá Indianapolis til Louisville. Númerið mitt er 12467. það sem ég hafði mestan áhuga á var að fá upplýsingar um gott bílastæði
Við fórum MJÖG snemma að sofa í gærkvöldi enda þreytt eftir flugið, keyrsuna og lítinn svefn síðustu nótt.
Klukkan var stillt á 3:30 í nótt og vegna þreytu svaf ég eins og steinn. Það var grenjandi rigning þegar við vöknuðum og ég hafði ekki gert ráð fyrir rigningu. Lúlli ákvað að bíða á hótelinu enda lítið spennandi að hanga í bílnum í grenjandi rigningu. ég sníkti plastpoka í lobbýinu að nota fyrir regnkápu.
Ég lagði af stað um kl 5 og náði bílastæði á besta stað.
Ég var með vekjaraúrið með mér og lagði mig, það var hægt að halla framsætinu í nær lárétta stöðu. Startið var beint fyrir framan bílinn.
Maraþonið var ræst 7:30 í rigningu og það rigndi megnið af tímanum. Leiðin var frekar slétt, það kom smá brekku-kafli frá mílu 11-15 og svo ein og ein en miðað við síðasta maraþon þá var það ekkert mál.
Hlaupaleiðin lá inn á hina frægu Derby-veðreiðar-braut, gaman að sjá þetta. Ég hitti Nick Karem á seinni hlutanum, hef ekki séð hann lengi, við fylgdumst að hluta af leiðinni, hann er eins og ég að vinna sig út úr meiðslum og hann barðist við krampa.
Ég verð að segja að mér gekk ágætlega miðað við allar aðstæður og algjört æfingaleysi.
Garmin mældi leiðina 26,79 mílur og tímann 6:31:27
Þetta maraþon er nr 187 og nú eru 9 eftir í öðrum hring.
Íþróttir | 26.4.2015 | 03:01 (breytt 4.5.2015 kl. 11:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rock'N'Roll Raleigh Marathon, Raleigh NC
12.apríl 2015
http://runrocknroll.competitor.com/raleigh
Ég svaf ágætlega og var vakin með "wake-up call" hótelsins og svo hringdi Bíðarinn frá Íslandi. ég var með sub í ísskápnum sem ég át, teypaði tærnar og kom mér af stað rétt fyrir kl 5am. Ég var búin að ákveða að fá stæði í bílastæðahúsinu sem var 200 metra frá marki og starti... og ég fékk frábært stæði.
ég hallaði mér svo bara aftur í hálftíma... nennti ekki að athuga með Maniac-myndatöku eða standa við startið í tæpa 2 tíma... en maður þarf allaf að fara í klósettröðina... TVISVAR.
Startið var kl 7am og ég laumaði mér á eftir elítunni... Bryndís og Keníamennirnir hehe...
Veðrið var frábært, glampandi sól og stundum of heitt en stöku sinnum kom smá kæling í vindinum.
Hvernig gekk...hummm... Stjórnendum hlaupsins fannst ástæða að nefna brekkurnar fyrir startið... og svo var skilti á leiðinni... "I eat hills for breakfast" og við vorum í stanslausum morgunmat eftir það.
Leiðin átti ekki að vera eins "brutal" og í fyrra því þeir breyttu leiðinni aðeins og fækkuðu um 3 brekkur... Leiðin var ein BREKKA... held ég hafi ekki lent í öðru eins í borgarhlaupi. Auðvitað komu þessar brekkur niður á mér...
Fóturinn hélt nokkuð vel, kannski af því að ég þorði ekki annað en að vera í ökkla-strekksokknum og svo var ég með ICY-HOT 8 tíma verkjaplástur á bakinu... bakið fór korter í sunnudagaskóla á Páskadag og ég var ekki orðin nógu góð.
Garmurinn mældi vegalengdina 42,87 km og tímann 7:17:11
Þetta marathon er nr 186 og mig minnir að ég eigi eftir 10 fylki í annarri umferð um USA.
Íþróttir | 12.4.2015 | 21:16 (breytt 14.6.2015 kl. 17:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er komin út eina ferðina enn, það væri nú gaman að telja saman ferðirnar einhverntíma... Ég sótti gögnin áðan í sól og sumaryl :)
ég verð númer 19095... há tala sem þýðir að ég á að vera aftarlega í röðinnni en ég ætla að reyna að stelast til að fara af stað með þeim fyrstu. Fóturinn er ekki alveg nógu góður og ég verð að hafa tíma til að spara hann ef sú staða kemur upp.
Rock'N'Roll hlaupin eru stórir viðburðir og allt svo umfangsmikið, allir verða að mæta snemma, finna stæði snemma og svo framv. Það er ekki í boði að vera á síðustu stundu... Ég gleymdi vekjaraklukkunni heima svo Bíðari nr 1 ætlar að hringja frá ÍSLANDI til að vekja mig.
Íþróttir | 11.4.2015 | 18:22 (breytt 14.6.2015 kl. 17:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég tók mér smá frí eftir Hawaii (15.mars) enda var ég ekki orðin nógu góð... en þetta ætlar að vera seigt í mér. Ég hef haldið áfram að synda, aðeins hjólað og farið í Garðabæ á göngubrettið til að prófa mig.
20.mars... 1000m skrið +100 bak, með blöðkum sem ég keypti á Hawaii
23.mars... 13,5 km hjól með Völu, vá hvað það var kalt úti
26.mars... 5,3 km á göngubretti í Garðabæ
27.mars... 1200m skrið með blöðkum
30.mars... 7,5 km hjól, ein - kalt
31.mars... 7,7 km ganga og skokk á bretti í GB
1.apríl... 1200m skrið með blöðkum
10.apr.... 1000m skrið + 200 bak - flug eh til Boston.
Íþróttir | 2.4.2015 | 15:28 (breytt 14.5.2015 kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)