Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014
& 10K Lubec, ME USA
One marathon - Two countries. 15.júní 2014.
http://www.bayoffundymarathon.com
Ég vaknaði við klukkuna 3:30 og gekk í að gera allt þetta venjulega fyrir hlaup. Á meðan ég var að teypa tærnar heyrði ég að það var ausandi rigning úti... Það þýddi smá breytingu... redda plastpoka til að vera í og Lúlli ákvað að vera eftir og tékka sig út kl 12... og hanga einhvers staðar þangað til ég kæmi til baka.
Ég fór því ein norður og var rúman hálftíma á leiðinni. Á miðri leið keyrði ég út úr rigningunni og sá hana ekki meir. Ég var mætt við skólann fyrir kl 6 am og tók rútu á startið.
Startið kl 7am var við vita sem er austasta kennileiti USA.
Hlaupið var þaðan um 6 mílur að brúnni til Kanada... yfir brúna og 10 mílur á nyrsta tanga hennar að vitanum þar, sömu 10 mílur til baka, yfir landamærin og svo í mark. Leiðin var EIN BREKKA... ótrúlegt hvað ég er seig að finna þessi brekkuhlaup.
Það góða var að ég hafði hvílt hnéð í viku og gat skokkað inn á milli alla leiðina... og svo tók ég fullt af myndum. Þegar ég hljóp yfir landamærin sagði ég eins og James Bond: Nothing to declare - just a cello.
Þetta er fimmta og síðasta maraþonið í þessari ferð - þau voru í 5 fylkjum... og ég held að þetta sé ljótasti verðlaunapeningur sem ég hef fengið... en kannski á hann að tákna eitthvað sem ég skil ekki ??? bakhliðin hefur mynstur eins og ígulker... en þessi bær hélt ég að væri þekkur fyrir humarveiði.
Eftir maraþonið, var ég keyrð til að sækja bílinn og svo keyrði ég til Machias að sækja Lúlla svo við gætum keyrt til Manchester NH. Þetta mun taka allan daginn... Áætluð heimferð er á morgun EN það er verkfall hjá flugvirkjum.
Maraþonið er nr 175, garmurinn mældi vegalengdina 26,6 mílur og tímann 6:03:51
Íþróttir | 16.6.2014 | 03:54 (breytt 1.7.2014 kl. 00:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við keyrðum hingað frá Manchester NH í dag... 7 tíma keyrsla til Lubec sem er við landamæri Kanada, alveg niður við sjó - Atlandshafið. Ég fékk bolinn í grunnskóla Lubec en varð að fara yfir landamærin, til Kanada að sækja númerið.
Á landamærunum varð ég að tilkynna mig sem hlaupara... Það var svolítið fyndið að Garmurinn datt algerlega út á landamærunum... sýndi ekki einu sinni vegakerfið.
Í Herring Park í Kanada fengum við númerið, biðum eftir maraþon-máltíð og svo snérum við til baka, alla leið niður í Machias, 30 mín í suður af Lubec... því það varð breyting á gistingu á síðustu stundu.
Þá er bara að koma sér fyrir, stilla klukkuna og stilla upp hlaupadótinu. Veðurútlitið átti að vera hagstætt.
Íþróttir | 14.6.2014 | 23:06 (breytt 30.6.2014 kl. 23:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lake Placid Marathon & Half Marathon
Lake Placid, New York, 8.júní 2014
http://www.LakePlacidMarathon.com
Klukkan var stillt á 5:45 en ég var vöknuð aðeins áður. Það voru svo margir hlauparar á hótelinu að við fengum morgunmat fyrir hlaupið.
það var bara einn beinn kafli í þessu hlaupi... annars var það EKKERT NEMA BREKKUR. Við fórum tvisvar sinnum nær sömu leiðina fram og til baka.
Garmin mældi það rétt og tímann 6:41:53
Íþróttir | 8.6.2014 | 22:55 (breytt 30.6.2014 kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lake Placid er nú æfingastaður fyrir Olympiuleika, en einhverntíma voru þeir haldnir hér að vetri til. Hér er skíðastökkpallur og skautahöll og hvað eina... en ég held að við hlaupum kringum vatn á morgun og endum við skautahöllina... annars skoða ég aldrei leiðina - ég elti bara hina
Við sóttum númerið í Convention Center... svo var bara að koma sér fyrir, hlaupið byrjar frekar seint á morgun, kl 8:00. Hitinn núna kl. 18 er 23 c og glampandi sól. Vona að við fáum andvara og ský á morgun... þetta verður ekki létt, mikið um brekkur (held hárin úr hala Búkollu hafi lent hérna) og svo erum við í 1.890 feta hæð yfir sjó... Svo ég mun þurfa á öllu mínu að halda eftir 3 maraþon á síðustu 7 dögum.
Íþróttir | 7.6.2014 | 22:54 (breytt 30.6.2014 kl. 23:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heartland Series, Bloomington Illinois, dagur 3
http://mainlymarathons.com/
Klukkan átti að vekja mig 3:30 en Lúlli vakti mig 20 mín fyrr með bröltinu í sér. Við vorum búin að ganga frá flestu, því við keyrum til Chicago í flug strax eftir hlaupið.
Við færðum klukkuna fram um klst þegar við komum og í ofanálag var hlaupið ræst klst fyrr, eða kl 5.
Það var glampandi sól, strax hiti i garðinum, og um mitt hlaup var hitinn kominn í 89 F og var í 86 þegar ég kláraði... svo sólarvörn 50 og moskito-spray var algert must.... heppin að hafa tekið það alvarlega, því margir voru útbitnir eftir daginn.
Lúlli tékkaði okkur út af hótelinu á meðan ég var í hlaupinu og mætti á staðinn án þess að hafa neinar fréttir af nýju barni. Ég sendi sms til að reyna að fá einhverjar fréttir.
Hringurinn var 2,2 mílur, og ferðir taldar 11 og hálfu sinnum... á 9unda hring fékk ég sms frá Lovísu um að dóttirin væri fædd og allt hefði gengið vel - Guði sé lof.
Þetta maraþon er nr 173,
garmurinn mældi það 26,2 mílur og tímann 7:03:00.
Eftir hlaupið brunuðum við til Chicago. Það var eins gott að við reiknuðum sæmilega góðan tíma fyrir okkur því við lentum í umferðartöfum, tollvega-hremmingum og hefðum ekki mátt vera seinni að ná flugi til Boston.
AUÐVITAÐ ER ÞETTA MARAÞON TILEINKAÐ NýJUSTU DúLLUNNI OKKAR :
)
Íþróttir | 7.6.2014 | 13:08 (breytt 13.10.2014 kl. 23:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heartland Series 4-8 júní 2014, dagur 1
http://mainlymarathons.com
Ég svaf ágætlega, og vaknaði kl 3:45 við klukkuna. Lúlli hellti á og ég fékk mér að borða, teypaði tærnar, smurði mig með vasilini, setti sólarvörn 50 þó það væri spáð rigningu og spreyjaði mig með moskito-fælu... engin smá serimonia fyrir eitt hlaup. Ég er yfir mig ánægð með nýju compression buxurnar mínar.
Við ákváðum að Lúlli yrði á hótelinu á meðan, enda lítið spennandi að hanga allan tímann í bílnum ef það myndi rigna allan tímann.
Ég lagði af stað um 5:30... hafði auka bol og eitthvað fleira með... og ákvað á staðnum að vera í stutterma bol í stað hlýra bol. Auðvitað var Maniac myndataka fyrir start... en enginn þjóðsöngur.
Hlaupið var ræst kl 6 am... og maraþonið var 14 ferðir fram og til baka. Veðrið var ágætt fyrstu 10 mílurnar... en svo byrjaði að rigna... og rigna... og rigna, það var úrhellis-hellt-úr-fötu-úrhelli... svo ég var holdvot þegar èg kom í mark.
Ég byrjaði rólega, vissi ekki hvernig hnéð myndi virka.... og fann fljótlega að ég yrði bara að ganga þetta og ég tók nokkuð af myndum áður en það byrjaði að rigna, sendi sms heim (athuga hvort Lovísa væri búin að eiga) og dúllaði mèr með öðrum sem gengu. Hnéð hélt alla leið - Guði sé lof.
Þetta maraþon er nr 172,
garmurinn mældi það 26,77 mílur og tímann 7:43:51
Íþróttir | 4.6.2014 | 20:28 (breytt 30.6.2014 kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við vorum með hnitin fyrir staðinn þar sem gögnin voru afhent en áttum samt í smá erfiðleikum með að finna hann... Riversite Park.... en það hafðist.
Ég fékk nr 18. Eins og í síðustu seríu sem ég tók þátt í, þá er sama númerið fyrir alla 5 dagana. Ég er skráð í tvö maraþon... fyrsta daginn í Michigan og þriðja daginn í Illinois.
Við drifum okkur til baka á hótelið sem er ca 7 mílur frá starti. Við fengum okkur að borða... ég þarf að taka til hlaupagallann, það er spáð rigningu á morgun.
Svo er spurning hvernig hnéð verður.
Íþróttir | 3.6.2014 | 23:05 (breytt 30.6.2014 kl. 21:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)