Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Sunburst Marathon South Bend 31.mai 2014

Sunburst Marathon South Bend IN  
31.maí 2014

http://www.sunburstraces.org

Group photo, Maniacs and 50 Staters

Klukkan var stillt á 3:45 en eins og svo oft áður vorum við vöknuð. Við vorum búin að ákveða að ég færi ein í hlaupið, því það voru 20 mílur á startið. Ég fékk mér morgunmat, smurði álagsbletti með vasilini, teypaði tærnar, setti sólarvörn 50 á mig og Lúlli spreyjaði á mig moskito-fælu... mín var tilbúin.

South Bend marathon IN... er þetta spurning ???

Ég fékk bílastæði beint fyrir framan startið, náði Maniac-hópmyndatöku og "síðasta pissi" fyrir start. Ég hélt að ég væri að mæta í fyrra start en það var bara eitt start, kl 6am... 

Fyrir hlaupið hafði ég meiri áhyggjur af v-hnénu (síðan ég datt í vetur) en æfingaleysi, en svo fann ég ekkert til í hnénu en æfingaleysið dró mig niður.

Sólin bræddi okkur fljótlega og hægt og sígandi fór hitinn í 89 F...  
Sunburst Marathon, South Bend 31 maí 2014Seinni hluta hlaupsins urðum við "sleðarnir" að taka sem hálfgerðan ratleik, því skyndilega hurfu allir löglegluþjónar og merkingar á gatnamótum. Amk einu sinni varð ég að bíða eftir næsta hlaupara og tvisvar spurði ég vegfarendur til vegar. Síðustu mílurnar fylgdust við nokkur að og fengum leiðsögn frá aðstoðarmanni á hjóli.

Sunburst Marathon, South Bend 31 maí 2014

Garmin mældi vegalengdina 26,6 mílur og tímann 6:25:11

Þetta maraþon er nr 171 

Þá var næsta skref að taka rútuna á startið og keyra heim á hótel. 


Gögnin sótt i South Bend Indiana

Númerið sótt í South Bend Indiana 30.maí 2014

Við gistum síðustu nótt í Wisconsin Dells á leiðinni frá Minneapolis. Við fórum beint að sækja gögnin fyrir hlaupið, áður en við fórum á hótelið. Við vorum orðin dauðþreytt, á kolvitlausum tíma, eftir langa keyrslu í glampandi sól og hita. Expo-ið var lítið og fljótyfirfarið, nokkur tjöld á torgi. Ég verð nr 532.

Við keyptum morgunmat og fleira og fórum á hótelið... komum okkur fyrir og fórum snemma að sofa.


Ég hef ætlað að taka mig á... en ekkert gerist !

Það er einhvernveginn ótrúlegt hvað sólarhringarnir hafa styst undanfarið. Í hverri viku ætla ég að bæta við öðrum hlaupadegi en tímanum hefur verið stolið af mér. Mér hefur samt tekist að halda fast í sundið á föstudögum með mömmu og Eddu. 

2. maí... 450m skrið + 350 bak = 800 m

5. maí... Hjóluðum við Vala ,,Kaldárselshring"... upp Kaldárselsveginn en Dalaleið og framhjá Fremsta Höfða að Hvaleyrarvatni og Vellina til baka. samtals 17,6 km. Ég vildi hjóla af því að ég fékk þvagsýrugigt í lið stóru táar á vinstra fæti fyrir nokkru og hún var enn bólgin.

7. maí... hjólaði ég 21 km

8. maí... hljóp upp Krísuvíkurveginn í rigningunni... var ein, 12,5 km.

9. maí... 500m skrið + 300m bak

10. maí... hjólaði í Kaldársel og gekk á Helgafellið. hjól 18,8 km + 5 km ganga.

12. maí... Vala var veik... svo ég hljóp upp Krísuvíkurveginn 12,5 km

16. maí... 500m skrið + 300m bak

17. maí... Berghildur og Edda hittu mig við Kaldársel kl 11 og við gengum saman á Helgafell. Hjól 19,2 km o-+ 5 km ganga.

19. maí... Ég sveik Völu, hljóp ein fyrr um daginn, hljóp upp í kirkjugarð, upp Kaldárselsveg og beygði hjá Hvaleyrarvatni og fór Vellina heim. Þetta voru 11 km.
Síðan hitti ég Völu heima hjá henni og við hjóluðum upp í Kaldársel og gengum á Helgafellið í æðislegu veðri. Hjól 19,7 km + 5 km ganga.

23. maí... 800m skrið + 50m bak... við lentum á 25m brautum og áttum í mestu vandræðum með að telja ferðirnar... en það hafðist... 


Gleðilegt sumar :)

Nú eru fermingarnar afstaðnar og sumarið komið... kanski ég hafi meiri tíma til að hlaupa, hjóla og synda. Við ætluðum að hlaupa 24.mars en þá var brjálað veður og hún upptekin svo við frestuðum hringnum okkar aðeins.

26. mar. Hrafnistan með Völu, það rigndi aðeins en ekkert sem hefti okkur :) 12,5 km

28. mar. synti 500m skriðsund og dró hjólið fram og fór prufuhring 4 km.

29. mar. hjólaði upp Krísuvíkurveginn 24 km - frábært að vera farin að hjóla aftur.

31. mar. Hrafnistuhringur með Völu - gott veður og við góðar :)

2. apr. hljóp upp Krísuvíkurveginn, 12,3 km. það var frekar hvasst.

4. apr. 500m skrið

7. apr. Vala var upptekin, ég hljóp upp að Hvaleyrarvatni og til baka 8 km og tók síðan 3 km göngutúr.

9. apr. hjólaði 10,4 km

10. apr. hljóp með Völu, Hrafnistuhringinn okkar, 12,5 km

11. apr. 400 skrið + 300 bak

14. apr. Hrafnistuhringur í roki og rigningu með Völu, 12,5 km

17. apr. Skírdagur, 400 m skrið og 300 baksund.

21. apr. annar í páskum. hjólaði upp í Kaldársel og til baka, 20,3 km

23. apr. hjólaði 22,6 km í Kópavog til Kírópraktors og fleira.

24. apr. Sumardagurinn fyrsti. Hljóp ein í roki og rigningu upp Krísuvíkurveginn, 12 km. frekar erfitt :/

25. apr. 400 m skrið og 300 m bak. (síðasta fermingin á morgun)

28. apr. Við Vala hjóluðum upp í Kaldársel og gengum á Helgafellið í stað þess að hlaupa Hrafnistuhringinn okkar. ferðin tók rúmlega 3 klst. 19,1 km hjól og 5 km ganga.

30. apr. hjólaði 37,6 km fram og til baka eftir Reykjanesbrautinni, fyrst var svolítið kalt en svo hlýnaði.

1.maí Veðrið var svo gott að ég hjólaði upp í Kaldársel og gekk á Helgafellið í annað sinn í þessari viku. þetta var frábært, 18 km hjól og 5 km ganga... tók 2:45 mín.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband