Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Allt að færast til betri vegar :)

21.febr... Við Edda hittumst í Ástjarnarlauginni og syntum... þetta er frábært, við syntum hraðar en áður en sömu vegalengd, ég 300m skrið... við höfum báðar verið fullar af kvefi og þá borgar sig ekki að sýna einhverja heimsmeistaratakta Wink

24.febr... Það var ógeðslega kalt  og ég ógeðslega mikil skræfa Wink og nenni ekki að halda þessu kvefi við með því að hlaupa úti... svo ég blikkaði Völu í gegnum símann og við hlupum 60 mín á brettinu inni og tókum 3 hringi í tækjunum - BARA SNILLD að vera skræfa. Hvað mig hlakkar til þegar kuldinn og klakinn er farinn W00t

26.febr... ég vildi ómögulega missa úr einni viku, svo ég labbaði í Ásvallalaugina og synti mína 300 m skrið. Það er svolítið misjafnt hvort 50m lína er í boði eða ekki, en nú var hún í boði. Ég flýg á morgun til Denver og þaðan til LittleRock.


Kvef og aumingjaskapur vonandi að baki :)

Undanfarnar tæpar þrjár vikur hef ég verið að ná mér í hnénu eða síðan ég datt 29.jan... ná mér í bakinu og reyna að ná úr mér kvefinu... eitt hefur tekið við af öðru.

10.febr... ákvað ég að prófa hnéð, keypti mér kort í sundlaug Garðabæjar með aðgangi að ræktinni og mætti þar eftir ferð til kírópraktorsins. Það gekk bara vel, ég hljóp í 20 mín á hlaupabrettinu, hjólaði í 10 mín, var 5 mín í skíðavélinni, teygði og synti síðan 200 metra skriðsund. Þetta lofaði góðu Smile

13.febr... ákvað að taka prufuhring úti... og fannst tilvalið að fara kringum Ástjörnina... BIRR... kolvitlaust val... þegar ég kom út af malbikaða göngustígnum var "malarstígurinn" einn klakabunki... eftir að hafa skreiðst meðfram honum og vonast sífellt eftir betra, þá snéri ég við. Ég nánast skreið út á göngustíginn aftur, DATT einu sinni á leiðinni, án meiðsla... ég snéri heim og ætlaði að teygja við vegginn... Um leið og ég lagði hendurnar á vegginn fann ég að ég gat ekki sleppt honum aftur... BAKIÐ VAR FARIÐ... með herkjum komst ég inn... hvernig gat þetta skéð Blush ég var ekki að gera neitt !!!  4-5 km þann daginn.

14.febr... mætti hjá kíró og labbaði fín út... hitti Eddu í Ásvallalaug og við syntum, ég tók 300 m skrið.

19.febr... ég hafði fengið Völu til að skipta um dag, en svo var veðrið orðið brjálað seinnipartinn. Við æfðum þess vegna inni í Sjúkraþjálfaranum. Við byrjuðum á hlaupabrettinu í 45 mín og tókum síðan 3 hringi í tækjunum. Þetta var hreinasta snilld, ég fann hvorki til í hnénu eða bakinu Smile 


Sund

Ég fór þrisvar til Kiróproktors í vikunni... og fann breytingu til batnaðar eftir fyrsta tímann. Tveir hryggjaliðir eru farnir að slitna... annar þeirra er efst, við hálsinn og hinn á mjaðmasvæði. Þar er ég líka með 1 auka-lið. 

Ég þarf að vinna með og gera æfingar til að fá liðleika aftur neðst í bakið - var orðin frekar stirð fyrst á morgnana... og svo þarf ég að ná mér í hnénu.

ég hljóp ekki á mánudag (3.febr) með Völu en fór með Eddu systir í sund í gær, föstudag 7.febr. Við fórum í Ásvallalaugina og syntum á 50 metra braut, 6 ferðir. ég synti 250 metra skrið og 50 metra bringu. Svo var það heiti potturinn á eftir.

þetta verður sennilega fastur punktur héðan í frá að hitta Eddu og fara í sund :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband