Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
http://mainlymarathons.com/center_series
Síðasta maraþonið í þessari seríu. Öll hlaupin hafa verið nálægt litlum bæjum þar sem var aðeins lámarks þjónusta. Við vorum í menningu og verslunum í gær í Rapit City og nutum okkar :) en hér í Chadron er fátt um fína drætti.
Ég og önnur kona gátum grátið út í gær að fá morgunmatinn kl 5 í morgun og þess vegna var klukkan stillt á 4:30.
Ég svaf ágætlega eftir búðar-maraþonið í gær. Tærnar voru teipaðar og reynt að búa um blöðruna á hælnum. Morgunmaturinn var fjörlegur, maður fékk að heyra hverjir slepptu gærdeginum og hverjir hættu í miðju hlaupi.
Hlaupið var ræst kl 6:30 eins og öll hin... nú í Chadron State Park. Við höfum hlaupið fram og til baka til þessa en nú fengum við hring (12 hringi)... hluti leiðarinnar var trail en svo komu 4 brekkur :/
Þegar hlaupið var ræst skakk-lappaðist liðið af stað, margir sárir en nokkrir ferskir því það var hægt að skrá sig á staðnum. Það var kalt í upphafi um 2°c en fljótlega hlýnaði og hitinn fór í 25°c
Ég hafði voðalega litla lyst, borðaði vatnsmelónur á drykkjarstöðinni og tók með mér snakk til að fá salt... svo drakk ég kók og bruddi klaka. Við gengum mörg saman og sumir fóru öfugan hring til að mæta fólki. Ég sá einhverja heltast úr og hélt um tíma að ég fengi "The Caboose" sem er síðasti lestarvagninn, en það var einhver á eftir mér. Lúlli lauk þessu síðasta maraþoni með mér.
Þetta maraþon var nr 165
Garmin mældi tímann rúma 8 tíma og vegalengdina 42,66 km
Íþróttir | 21.9.2013 | 01:58 (breytt 22.9.2013 kl. 01:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/center_series
Mér fannst ég sofa lítið betur í nótt en síðustu nótt... var amk alltaf að hrökkva upp, við þrumur og eldingar, beljandi regn, umferð úti eða á ganginum inni. Klukkan var stillt á 4:10 og við vorum komin á sjá áður.
Það átti að vera erfiðast að finna þetta start svo Lúlli fékk hnitin sett inn í Garmin. Ég var svo þreytt og líka með blöðru á hælnum, svo ég ákvað fyrirfram að ganga allt maraþonið.
Við keyrðum yfir í Wyoming og þar var hlaupið eftir malavegi... 12 leggir eins og áður. Fyrstu 2 leggirnir voru farnir í frekar köldu veðri, síðan fór hitinn upp í 30°c, næstsíðasta legginn hrönnuðust upp ský og komu nokkrir dropar og síðasta legginn var svo mikið skýfall, kalt og hart að ég hélt fyrst að þetta væri hagl. Á augabragði varð ég holdvot og skítkalt frá toppi til táar.
Þegar ég kom í markið var ég gjörsamlega búin að fá nóg. Síðustu leggina hafði ég ekki haft lyst á neinu sem var í boði á drykkjarstöðinni - auðvitað gengur það ekki. Svo var ég alveg búin að gleyma að það er allt annað að vera í svona mikilli lofthæð 3 maraþon í röð.
Þetta maraþon var þriðja í röðinni af 5 í Center of The Nation seríunni og ég er skráð í öll en ég ætla að hvíla á morgun, ss sleppa MT í þetta sinn og taka það með ID seinna.
Tíminn var skelfing, nærri 9 tímar og Garmin mældi þetta 42,8 km.
Þetta maraþon er nr 164
Íþróttir | 19.9.2013 | 02:14 (breytt kl. 02:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
http://mainlymarathons.com/center_series
ÞETTA MARAÞON VAR ERFITT.
Startið var í garði við þessa götu. Það var óþarfi að vakna "eld"-snemma. Klukkan var því stillt á 4:30... en mér varð ekki svefnsamt, ég held ég hafi örugglega gleymt mér öðru hverju en mér fannst ég ekki sofa neitt.
Við vorum mætt á startið á réttum tíma. Á þessum bletti er nákvæmlega miðpunktur Ameríku, og sjálfsögðu tókum við myndir af okkur á þeim bletti og þær fara á facebook.
Eins og í gær voru 12 leggir fyrir heilt og 6 fyrir hálft. Það var ekki jafn auðvelt og í gær og margar ástæður fyrir því. Stærsta ástæðan var hitinn. Fljótlega hitnaði verulega og eftir 2 tíma var götuhitinn kominn í 35°c og síðan 37°c þegar ég kláraði.
Eftir tvo tímana voru það aðeins þeir hörðustu sem hlupu eitthvað að ráði - hinir voru farnir að ganga meira en skokka. Við vorum á steinsteyptri stétt allan tímann og hún var frekar mjó fyrir þennan fjölda.
Ég hef sjaldan verið eins fegin að klára hlaup, var komin með stóra blöðru á hælinn og svakalega þreytt í bakinu af því að ganga svona mikið.
Tíminn er ekki glæsilegur... yfir 7 klst og ég var ekki síðust.
Garmin mældi leiðina 42,7 km... of langt eins og í gær.
Þetta maraþon er nr 163
Íþróttir | 17.9.2013 | 23:44 (breytt kl. 23:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við fórum snemma að sofa enda þreytt eftir langar keyrslur. Klukkan var stillt á 4:00. Við borðuðum og dunduðum okkur hin rólegustu því ég hélt að startið væri "rétt hjá" golfvellinum...
Þess vegna lögðum við alltof seint af stað. Þegar enginn var þar og Lúlli var sannfærður um að við ættum ekki að keyra suður eftir þessum ófærum - þá snérum við við og náðum í leiðbeiningarnar.
Mikið rétt - það var 21 míla á startið - en það er auðvitað "rétt hjá" í Ameríku. Ég var viss um að ég myndi missa af startinu, enda orðin allt of sein - en hópurinn var að fara af stað þegar við lögðum bílnum.
Leggurinn sem við áttum að hlaupa var rúm míla að lengd, rúmar 2 fram og til baka - 12 ferðir. Í hvert sinn sem ég kom á startið fékk ég teygju um úlnliðinn.
Tímataka var ónákvæm - engar mottur.
Vegurinn var frekar grófur með einni frekar langri brekku og ég bjóst við að verða leið en það var ekki því við vorum svo mörg að enginn var einn á ferð.
Það var skítkalt í upphafi og vindur - loksins var ég ekki of mikið klædd... en síðan hitnaði, held að hitinn hafi farið í 30°c en með sólinni hvessti enn meira svo hitinn fannst varla.
Ég er sátt við minn tíma sem Garmin mældi slétta 6 tíma og vegalengdina 42,8 km
Þetta maraþon er nr 162
Eftir maraþonið keyrðum við 120 mílur suður til Belle Fourche SD, þar sem hlaup nr 2 verður kl 6:30 í fyrramálið.
Íþróttir | 16.9.2013 | 23:06 (breytt kl. 23:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við lentum í Denver síðasta föstudag (13.9) og vegna hörmungarflóða sem ollu neyðarástandi fyrir norðan Denver, vorum við teppt fyrsta kvöldið í Denver og við vorum óviss um hvort ferðin væri ónýt hjá okkur... EN við vorum blessuð og komumst krókaleið framhjá flóðasvæðinu og keyrðum um 600 mílur til Bowman.
Fyrst keyrðum við í gegnum Wyoming til S-Dakota og og þaðan norður til N-Dakota.
Hér er ekkert um að vera... engin veitingahús opin, búðir eða neitt. Lúlli borðaði afganginn af kjúklingnum en ég fékk mér SUBWAY, það var eina sem var hér.
Við sóttum gögnin, ég hef númerið 27 í öllum hlaupunum. Ég fékk glæsilegan start-pening sem ég hengi síðan hvern nýjan pening neðan í... og þeir eru sko ekkert slor.
Við gistum á Áttu, og þau ætla að hafa morgunmatinn til kl 4:30 svo við fáum að borða áður en við förum.
Maraþonið verður ræst kl 6:30 á morgun (mánudag 16.9).
Íþróttir | 16.9.2013 | 00:23 (breytt kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.sept hljóp ég 12 km í ágætis veðri. Hljóp frekar seint að deginum, var ein og eitthvað svo þreytt. Ætlaði að hlaupa þrisvar þessa viku en það varð ekki af því, ég fór í Vatnaskóg á fimmtudeginum með fermingarbörnum sóknarinnar og kom heim um 3 á laugardag. Veðrið var síðan að smá versna þar til það var geðveik rigning og hífandi rok.
9.sept hlupum við Vala Hrafnistuhringinn okkar í ágætis veðri. Það er að koma haust... eða er ekki búið að vera haust í nokkra mánuði ;)
11.sept hljóp ég 6 km upp Krísuvíkurveginn og til baka, samtals 12 km. Það var rok og rigning... maður verður eiginlega að taka það fram ef það er gott veður - þá er það nefnilega undantekning.
Á morgun fljúgum við til Denver og keyrum til WY... spennandi tími framundan :)
Íþróttir | 13.9.2013 | 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef sjaldan verið eins eftir mig og nú eftir Reykjavíkurmaraþon. Fyrir nokkru var ég að grafa í hlaupaskó-hrúgunni minni og fann innanfótarstyrkta létta skó og hljóp í þeim fram að Reykjavík...
Ég vissi að þeir væru of þunnbotna til að ég kæmist Ó-sárfætt í þeim gegnum maraþonið og valdi því að skó sem ég hleyp maraþonin venjulega í þ.e. utanvega NIKE. Þyngdin á skónum hafði áhrif á lærvöðvana, lyftuvöðvana framan á lærunum. Ég var virkilega aum daginn eftir... en það lagaðist þegar ég fór að hjóla aftur.
27. ág hjólaði ég í hífandi roki 16,7 km
30. ág hjólaði ég í hífandi roki og grenjandi rigningu 17,6 km
2.sept. byrjaði ég aftur að hlaupa, ætlaði að hitta Völu en varð að svíkja hana og hlaupa fyrr. Ég hljóp 6 km upp Krísuvíkurveginn og snéri þar við. Það var hífandi rok en ótrúlega oft á leiðinni var ég stödd á kafla, í grennd eða á stöku stað - því ég var ansi oft í beljandi rigningu... og ótrúlega fegin þegar ég kom heim aftur.
Íþróttir | 2.9.2013 | 16:29 (breytt kl. 16:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)