Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Gettysburg North-South Marathon 28.4.2013

2L Coaching Services Gettysburg North-South Marathon, Gettysburg, PA USA
http://www.gettysburgnorthsouthmarathon.com

28.apríl 2013

Gettysburg PA Marathon 28.4.2013
Keyrði hingað frá Delaware í gær og nennti ekki að sækja gögnin eða tékka á starti og marki í gær. Setti það bara í Garmin og sá að allt var innan 1 mílu radíus.
Klukkan var stillt á 3:40, eins gott að fara enga vitleysu núna og missa ekki af bílastæði við markið. Þegar ég skráði mig þurfti ég að velja hvort ég héldi með norðri eða suðri og ég valdi norður. 
Ég hafði vaknað mjög tímanlega, enda þurfti ég að bera mig út, tékka mig af hótelinu, borða og græja mig.

Ég var tilbúin og fór út um kl 6. Gögnin áttu að vera nálægt starti og marki en manni skildist að það væri eitthvað lítið um bílastæði þarna. Þarna hittust margir maniacar sem hlupu í DE í gær - aðalspurningin var ,,Hvað fórstu oft á hausinn í gær"

Ég hafði ekkert spáð í leiðina en það höfðu hinir gert því þetta var víst ný leið. LANGIR og LEIÐINLEGIR margra mílna langir sveitavegir með ROLLING HILLS. Ekki gott eftir erfitt trail-maraþon.
Gettysburg PA Marathon 28.4.2013

Ég kom mér fljótlega upp kerfi - ganga upp, skokka niður... ég var merkilega góð í upphafi en síðan þreyttist ég fljótt og beið bara eftir að klára þetta blessaða maraþon. Ég hljóp fram á tvær stelpur sem voru farnar að ganga og skokka til skiptis og þær buðu mér með...

Við bættum síðan öllum í hópinn sem við hlupum fram á, sumir voru orðnir mjög sárir eins og ég. Við kláruðum samt saman... Í markinu fengum við að vita að "norður" hafði verið dregið út og allir sem völdu það fengu áletrað glas.

Gettysburg Maraþonið mældist  26,5 mílur eða 42,6 km og tíminn 6:43:58
Þetta maraþon er nr 155 og eitt af þessum sem er nóg að fara ,,ONCE IN A LIFETIME" 

Strax eftir hlaupið keyrði ég til Mount Laurel í New Jersey :) 

Church Triple Crown Trail Marathon, Newark DE 27.4.2013

Head of Christiana Presby. Church Triple Crown Trail Marathon & Half Marathon, 10K, 5K Newark, DE USA
27.apríl 2013
Trail Dog DE 27.4.2013 234

Maraþonið sem ég ætlaði ALDREI að hlaupa - það hljóp ég í dag. Ég man þegar ég var að leita að maraþoni í Delaware sem síðasta fylkinu - þá féllust mér hendur þegar ég las lýsinguna á þessu utanvega-hlaupi. Ég hafði greinilega gleymt því... Nú hef ég komist að því að hvert orð var satt.

Það var ekkert expo, númerið bara afhent við startið. 
Trail Dog 27.4.2013 Ég hafði tékkað á staðsetningunni daginn áður... ekki gott að fara á rangan stað og missa af hlaupinu fyrir það. Ég fór snemma að sofa og svaf ágætlega.

Klukkan var stillt á 5, græjaði mig og var búin að tékka mig út af hótelinu kl. 6:15.

Maniacar voru búnir að ákveða tíma fyrir grúppumynd. Það var hægt að velja um hálft, heilt, 10 km eða 5 km.
Hlaupið var ræst kl 7:40...
Þeir sem fóru heilt fóru tvo geðveikis-hringi. Hlaupið var eftir troðningum sem voru stórhættulegir þegar maður fór að þreytast. Rætur trjánna og grjótnibbur stóðu upp úr götunni.
Trail Dog 27.4.2013 Ég fór á hausinn í fyrri hringnum, meiddi mig sem betur fer ekki.

Við héldum hópinn mörg í fyrri hring, því oft var aðeins hægt að vera í einfaldri röð. Leiðin var rosalega erfið, ekkert nema brattar brekkur upp og niður og 4 sinnum á leiðinni þurfti að vaða á í hné. Skórnin voru ekki fyrr orðnir þurrir en maður þurfti að vaða aftur. Sumstaðar þurfti að klofa yfir fallna trjádrumba. Maður minn hvað ég átti fullt í fangi með að fylgjast með því að villast ekki í öðrum hring (Á leiðinni út voru rauðar merkingar en til baka bláar.) þegar ég var orðin ein en síðustu 5 km vorum við tvær saman.

Þetta maraþon er nr 154
Maraþonið mældist 27,3 mílur eða 43.5 km á mínu Garmin og tíminn 7:33:08
NEVER AGAIN 

Eftir hlaupið keyrði ég beint til Gettisburg PA - annað maraþon á morgun :)


Skýrsla mánaðarins ;)

Það liggur við að ég skammist mín fyrir hvað ég hef lítið hlaupið... og hef sjaldan eða aldrei verið skráð í eins mörg maraþon og einmitt núna. Þó ég hafi ekki haldið mína skýrslu eins og ég hef ætlað þá hef ég samt hreyft mig aðeins úr stað undanfarið.

3. apríl hjólaði ég 43,2 km eftir Reykjanesbrautinni,
4. apríl hjólaði ég 13,7 km um Vogana, setti meðal annars upp ratleik fyrir krakkana í æskulýðsstarfinu.
5. apríl hljóp ég 8,5 km, ein og óbeisluð út á Langeyri og til baka.
8. apríl hljóp ég 12,5 km með Völu, Hrafnistuhringinn :)
13. apríl hljóp ég  13,1 km, upp Krísuvíkurveginn
15. apríl hljóp ég 12,5 með Völu, Hrafnistuhringinn,
21. apríl hjólaði ég 26 km eftir annasama viku,
22. apríl hljóp ég 12 km með Völu 

Auðvitað er þetta ekki nóg, ég þarf að æfa meira, en ég er alls ekki búin að ná mér eftir vírusinn sem ég fékk í vor. Ég er enn svo andstutt og þreytt.


Sumarið er handan við hornið :)

Vá hvað það er mikill munur hvað það birtir snemma og er bjart lengi. Í gær fór ég aðeins of seint út að skokka... og var aðeins of lengi, munaði engu að ég kæmi of seint í æskulýðsstarfið... en þetta rétt small saman.

Í dag var verðið svo gott að við Lúlli gátum ekki stillt okkur og hjóluðum eftir Reykjanesbrautinni, næstum að Vogum...

2.apríl - 12 km skokk eftir Krísuvíkurvegi
3.apríl - 43,2 km hjól eftir Reykjanesbraut 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband