Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Það var heitt í dag... maður minn hvað ég varð oft að stoppa til að þurrka svitann áður en hann rynni niður í augun... og gleraugun voru öll í svitaslettum.
Ég hljóp upp Krísuvíkurveginn upp að Bláfjallaafleggjara, með rúmlega 2ja km útúrdúr inn á Brennuna. Ég var að athuga með veginn að Hrauntungustígnum ;)
13,2 km í dag, með heldur lítið vatn með mér.
Íþróttir | 31.7.2012 | 18:12 (breytt kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég byrjaði á því að hlaupa Hrafnistuhringinn í morgun, síðan tók ég fram hjólið og hjólaði upp Krísuvíkurveginn og síðan gekk ég um í hrauninu... góður dagur :)
Hlaup 12,5 km
Hjól 19,9 km
ganga 3,75 km
Íþróttir | 29.7.2012 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið er yndislegt, mælirinn í bílnum sýndi 20°hita... Ég hef verið frekar upptekin í vikunni, við systur kláruðum m.a. ratleikinn ... ég skaust út eh í dag og hljóp upp Krísuvíkurveginn. Vindurinn var í bakið á leiðinni upp eftir en ég snéri við við Bláfjallaafleggjarann. Vindurinn... og það var nokkuð hvasst, var í fangið í bakaleiðinni. Það var svo skrítið að þrátt fyrir hitann þá gleymdi ég gjörsamlega að drekka á leiðinni.
11 km og bara snilld :)
Íþróttir | 27.7.2012 | 19:54 (breytt kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp út um hálf tólf... það komu nokkrir dropar en annars var þetta frábært. Kom aðeins við hjá Erlu sem er 60 ára í dag... Innilega til hamingju Erla :)
Ég fór Hrafnistuhringinn og bærinn var undarlega hljóður, fáir á ferli og lítil umferð... næstum eins og um verslunarmannahelgi ;)
Bryndís (næstum) ein í heiminum í Hrafnistuhring 12,6 km
Íþróttir | 20.7.2012 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 17.7.2012 | 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það æxlaðist þannig að ég fór aftur lengra en ég ætlaði... og var því ekki með nóg af vatni með mér. Ég fór upp Krísuvíkurveginn og fór alltaf lengra og lengra, endaði við skiltið rétt hjá þar sem malbikið endar... Veðrið var gott, skýjað og gola.
Þegar ég sneri við kom sterkur vindur í fangið og þá sagði vatnsleysið til sín. Lúlli hjólaði á móti mér með vatn - gott að vera með gsm ;)
Hlaup 20,1 km
ganga í hrauni (ótengt ratleik) 3,13 km
Íþróttir | 13.7.2012 | 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vala afboðaði sig í gær, þegar ég var í ratleiknum með systrunum, svo það var ekkert mál að teygja tímann og bæta við spjaldi og hjóla meira á eftir...
hjólaði 15,4 km og gekk 9,1 km í gær
Þess vegna var nauðsynlegt að hlaupa í dag... veðrið var dásamlegt og ég lagði að stað suður fyrir Straum... ég var með eitthvað smávegis af vatni með mér... en svo teygðist úr hlaupinu og áður en ég vissi af var ég komin að Hvassahrauns-brúnni... Snéri við og þá var þónokkur vindur í fangið og vatnið hvarf fljótt ofaní mig... vindurinn þurrkaði mig niður í maga og var ég farin að finna fyrir vatnsleysinu við Straumsvík. En heim komst ég í heilu lagi :)
19 km í dag :)
Íþróttir | 10.7.2012 | 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég byrjaði á að hlaupa Hrafnistuhringinn minn í yndælis veðri... og skellti mér síðan beint á hjólið.
Við vorum búnar að ákveða að hittast, systurnar í Heiðmörkinni. Það komu smá dropar á okkur en ekkert til að tala um. Við fundum spjaldið sem við Berghildur fundum ekki síðast... í hellinum sem við vorum alltaf vissar um að væri rétti hellirinn... Eftir að hafa skjögrast kengbogin inn, sást spjaldið í felum... fuss og svei...
Ég lengdi heimleiðina, fór yfir á Vellina í gegnum Hvaleyrarvatnssvæðið og sá að þar var verið að betrumbæta alla aðstöðu...
Hrafnista 12,5 km,
Hjólað 27,2 km
Gengið 1,2 km
Íþróttir | 6.7.2012 | 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ferlega gaman að hjóla... ég hef virkilega saknað þess í vetur... í gær hjólaði ég í Reykjavík og svo útí iðnaðarhverfi samtals 37,6 km og mig langaði ekki inn, vildi bara vera úti.
í dag var ég komin á hjólið kl 11 því ég ætlaði að hitta Berghildi, Eddu og Ingu Bjarteyju á Bláfjallaveginum einhversstaðar nærri spjaldi nr 27...
Við skoðuðum 3 helli í dag... Leiðarenda, Hjartartröð og Óbrinnishólahelli... og fundum þessi tvö spjöld sem við leituðum að...
þá var kl 4 og ég flýtti mér að hjóla heim og svo að hitta Völu við kirkjugarðinn. Við hjóluðum upp í Kaldársel og gengum (með hjálmana á hausnum) á Helgafellið í frábæru veðri. ég get ekki neitað því að hafa hreyft mig í dag.
Hjólaði 42,1 km og gekk 8,71 km :)
Íþróttir | 4.7.2012 | 21:06 (breytt kl. 21:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú átti ekki að klikka... þ.e. gleyma sér og missa af Völu. ég var tilbúin hálf 5 þegar hún hringdi og sagðist vera laus. Við hittumst síðan á hlaupum fyrir framan Suðurbæjarlaug. Veðrið var dásamlegt í dag... við vorum ofklæddar... betra en að vera of lítið klæddur :)
Við fórum Hrafnistuna 12,5 km og ákváðum að fara á Helgafellið á miðvikudag :)
Íþróttir | 2.7.2012 | 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)