Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Ég hljóp upp Krísuvíkurveginn og síðan Bláfjallaveginn upp að grjótnáminu... ég ætlaði ekki að fara svona langt í dag, það var alveg óvart... Á leiðinni til baka komu smá rigningardropar og smá vindur.
En það var bara snilld... 18,7 km í dag :)
Íþróttir | 28.3.2012 | 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var beljandi rok í dag, en ég var mætt hjá Völu fyrir kl 5. Vindurinn var á eftir okkur alla leið að Álftanesveginum. Þar byrjaði steðið á móti, stundum tommuðum við varla. Mótvindurinn hélst heim að dyrum. Síðustu 2 km eða upp brekkuna frá Suðurbæjarlaug og heim var ég samferða Haukakonu, það var kærkomið að hægja aðeins á mér. Við vorum rétt komnar upp brekkunar þegar rigningin bættist við vindinn... maðurinn minn hvað það var gott að það var stutt heim :)
12,5 km í dag, vindbarin og niðurrignd :)
Íþróttir | 26.3.2012 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hljóp út fyrir hádegið og hljóp út í iðnaðarhverfið. Þetta var ágætis hlaup, þó það æxlaðist þannig að ég fór styttra en ég ætlaði í upphafi.
10 KM í dag ;)
Íþróttir | 24.3.2012 | 16:24 (breytt kl. 16:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skaust út rétt eftir hádegið og ákvað að hlaupa út að tvöföldun á Reykjanesbraut... Veðrið var ágætt og engin umferð þannig lagað. Þetta var bara ágætis tilbreyting :)
15 km í dag :)
Íþróttir | 21.3.2012 | 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin heim úr Skálholti og hitti Völu eins og venjulega á mánudögum. Það var kalt... Ég skrölti hringinn, dróst á eftir Völu og lofa mér í hvert sinn að hlaupa meira og borða minna fyrir næsta mánudag... en svo eru bara mánudagar í öllum vikum, þannig að það er ekki pláss fyrir neitt meira O.o
Hrafnistan 12,5 km O.o
Íþróttir | 20.3.2012 | 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já - Sæll, hvað það er langt síðan ég hef hlaupið Hrafnistuhringinn... Ég átti að hitta Völu kl 5 en varð að hlaupa fyrr, svo ég hljóp við hjá henni og lét hana vita... það var kalt en hékk þurrt en þetta var ágætt, við Vala hittumst næst á mánudag :)
Hrafnistan 12,5 km :)
Íþróttir | 14.3.2012 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vala er veik, svo ég var ein í dag. Ég breytti út af vananum, og hljóp út að vegamótum við Straumsvík, reyndi að lengja með því að fara inn hjá afleggjaranum út að kapellunni en náði samt ekki nema 9.1 km.
Þó ég hafi ekki farið eins langt og ég ætlaði var þetta engu að síður ágætis hlaup :)
Íþróttir | 12.3.2012 | 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er ég oft búin að segja að vorið sé komið... ekki orð um það meir... það er EINHVERS STAÐAR komið vor - bara ekki hér.
Snjórinn er mér erfiður, og ég virðist alveg hafa gleymt þessum broddum, þeir eru gagnslausir hangandi hérna inni.
Ég komst Hrafnistuhringinn í snjókomu og smá roki öðru hverju,
12,5 km í dag - á-einhverstaðar-vordegi
Íþróttir | 8.3.2012 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var skyldumæting á doktorsvörn í HÍ á mánudag, þannig að ég varð að afboða mig til Völu. Í gær hjólaði ég til tannsa og af því að ég hljóp ekki þá lengdi ég hjólatúrinn í 20 km... óboy, það hvessti og snjóaði og ég var hundblaut og helköld þegar ég kom loksins heim.
En það gekk ekki að vera heima í dag... þó það væri vindur, snjókoma og skítakuldi úti. Ég vonaðist til að geta hlaupið í snjólitlu og hálkulausu færi ef ég færi upp Krísuvíkurveginn... Það var bara fyrsta hálftímann, en ég slapp við vind í fangið, hann var á hlið báðar leiðir.
12 km í dag, í kulda og tekki :)
Íþróttir | 7.3.2012 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veðrið var dásamlegt, ég hélt það væri kaldara og klæddi mig of mikið, en þá er bara að fækka. Ég ákvað heima að fara Garðabæ hinn minni, ágætt að byrja smátt. Það gekk fínt, varð að vísu að sniðganga undirgöng sem voru orðin að sundlaugum ;) annars var þetta bara snilld.
Garðabær hinn minni með útúrdúrum 16,3 km
Íþróttir | 3.3.2012 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)